Norrænar borgir sameinast gegn ofbeldisfullri öfgahyggju

07.03.17 | Fréttir
Nordic Safe Cities 2017
Photographer
Frøydis Johannesen
Tólf norrænir borgarstjórar og 150 borgarstarfsmenn, sérfræðingar, fulltrúar félagasamtaka og annað fagfólk komu saman í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn í dag til að auka öryggi í borgum Norðurlanda á vettvangi samstarfsnetsins Nordic Safe Cities. Samstarfsnetið samanstendur af sveitarfélögum sem vinna ötullega að því að tryggja öruggar, umburðarlyndar og þanþolnar borgir sem eru í stakk búnar til að fyrirbyggja innrætingu ofstækis og ofbeldisfulla öfgahyggju.

Samstarfsnet sveitarfélaganna hyggst greina bestu starfsvenjur á Norðurlöndum, endurskapa þær og aðlaga að nýjum staðháttum. Í handbókinni Nordic Safe Cities Guide er greint frá bestu starfsvenjum í ýmsum borgum Norðurlanda. Samstarfsnetið stendur enn opið þeim borgum og sveitarfélögum sem vilja gerast aðilar að því.

 „Þeir hata það frelsi og lýðræði sem við búum við“

Eitt eiga slíkir árásarmenn sameiginlegt: hatur sitt á okkur. Þeir hata það frelsi og lýðræði sem við búum við og við verðum að standa saman til að verjast árásum þeirra.

Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, bauð samstarfsnetið velkomið til Danmerkur og sagði nokkur orð um hryðjuverkaárásirnar í Kaupmannahöfn árið 2015.

„Kaupmannahöfn er ekki eina borgin í okkar heimshluta sem hefur orðið fyrir árás. Við syrgjum enn þau sem týndu lífinu í Noregi fyrir sex árum síðan. Árásarmaðurinn í Útey var ekki róttækur íslamisti, heldur hægriöfgamaður. Það er áminning um að öfgahyggja getur komið frá bæði hægri og vinstri vængjum stjórnmálanna, og um nauðsyn þess að berjast gegn öllum birtingarmyndum hennar. Eitt eiga slíkir árásarmenn þó sameiginlegt: hatur sitt á okkur. Þeir hata það frelsi og lýðræði sem við búum við og við verðum að standa saman til að verjast árásum þeirra,“ sagði Frank Jensen.

Mikilvægt verkefni í norrænu samstarfi

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, er sannfærður um að þetta sé mikilvægt norrænt samstarfsverkefni í tvísýnum heimi. 

Meira frá framkvæmdastjóranum um öruggar borgir á Norðurlöndum:

Hafið samband á netfangið andjam@norden.org til að fá handbókina Nordic Safe Cities Guide senda.