Norrænar lausnir í loftslagsmálum - nýtt tölublað Sustainable Growth the Nordic Way

02.11.17 | Fréttir
Vindmølle
Photographer
Nikolaj Bock
Norrænar lausnir í loftslagsmálum eru í brennidepli í nýju tölublaði vefritsins Sustainable Growth the Nordic Way. Þar má lesa um hvernig Norðurlöndin vinna að því að nýta sparnaðinn sem ávinnst við að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis til þess að efla notkun sjálfbærrar orku og um norrænar lausnir í orkumálum sem stuðla að því að draga úr losun koltvísýrings í stóriðju.

Í þessu tölublaði er kynnt nýtt útlit ásamt lítillega breyttu nafni sem endurspeglar enn frekar en áður áherslu Norðurlandanna á sjálfbæra þróun.

Hér má lesa nýja tölublaðið

„Sustainable Growth the Nordic Way“ er gefið út af Norrænu ráðherranefndinni. Umfjöllunarefnið er hvernig svæðisbundið samstarf örvar græn umskipti og sjálfbæran hagvöxt.