Document Actions

Norrænar merkingar vekja athygli

Á síðustu stundu var því bætt við í lokayfirlýsingu þingmannaráðstefnu norrænu víddarinnar í Tromsø þann 23. febrúar að bæta merkingar á matvælum og tilmæli um að takmarka transfitusýru í matvælum. . Fulltrúar á ráðstefnunni voru frá Rússlandi, ESB, Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.

23.02.2011

„Við verðum að auðvelda fólki að velja holla fæðu með það að markmiði að það geti lifað heilbrigðu lífi “, sagði Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs, á ráðstefnunni.

Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Norræna ráðherranefndin hefur undanfarin ár stuðlað að útbreiðslu Norrænu skrárgatsmerkingarinnar á holl matvæli, og nú er rætt um að flytja merkið út og nýta það í rússneskum stórmörkuðum.

Í lokayfirlýsingu þingmannaráðstefnu norrænu víddarinnar er hvatt til þess að slíkar merkingar verði meira notaðar  og minna jafnframt  á baráttu Dana og Íslendinga gegn notkun transfitusýra í matvælum. .

Samstarfið um norrænu víddina er á vegum ríkisstjórna Rússlands, Íslands, Noregs og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Í þingmannasamstarfinu, sem fylgist með og styður ríkisstjórnarsamstarfið, eru einnig fulltrúar frá Norðurlöndum, Eystrasaltsríkjunum,  Barentshafssvæðinu og Norðurskautssvæðinu.

Heilbrigðis- og félagsmál eru eitt af fjórum starfssviðum samstarfsins.

„Við verðum að auðvelda fólki að velja holla fæðu með það að markmiði að það geti lifað  heilbrigðu lífi, sagði Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarnefndar Norðurlandaráð,s á ráðstefnunni, sem var haldin í Tromsø dagana 22. og 23. febrúar.

Skráargatið fylgir þannig í kjölfar umhverfismerkisins Svansins út í heim. Ný framtíðarsýn fyrir þetta þekkta umhverfismerki, sem norrænu umhverfisráðherrarnir samþykktu nýlega, felur meðal annars í sér að Svanurinn eigi að verða kenniteikn fyrir Norðurlönd sem umhverfisvæns svæðis.

Í kjölfar góðs gengis áætlunarinnar um Nýjan norrænan mat og matargerðarlist, er hollur matur einnig að verða að norrænu kennileiti, og að því getur Skráargatið stuðlað.

Lokayfirlýsing frá ráðstefnunni

Tengiliðir