Norrænar samræður í Kína

25.05.17 | Fréttir
Møde i Kina
Photographer
norden.org
Framþróun varð í samstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar við Kína á Þriðjudagur þegar Dagfinn Høybråten framkvæmdastjóri heimsótti Wang Chao, aðstoðarutanríkisráðherra Kínverja. Á fundi sínum í Peking ræddu þeir hvaða svið gætu verið áhugaverð til samstarfs.

Norrænu samstarfsráðherrarnir samþykktu í febrúar í fyrra að kanna möguleika á samstarfi og er ferð framkvæmdastjórans til Kína liður í því.

Voru fundarmenn sammála um að áhugaverðustu samstarfssviðin væru nýsköpun, sjálfbær þróun, ferðaþjónusta, velferðarlausnir og menningarsamstarf.

„Fundurinn var gagnlegur og hinir kínversku gestgjafar okkar voru afar áhugasamir um það efni sem við kynntum,“ segir Høybråten framkvæmdastjóri. Hann leggur áherslu á að komandi samstarfsverkefni ráðherranefndarinnar eigi ekki að koma í stað tvíhliða samstarfs landanna við Kína, heldur að vera viðbót við það starf.