Norrænir ráðherrar vilja koma í veg fyrir hatursorðræðu

05.05.15 | Fréttir
Ligestillingsministre i København 4. maj 2015
Photographer
Louise Hagemann/norden.org.
Jafnréttisráðherrar Norðurlanda hafa miklar áhyggjur af aukinni hatursorðræðu í opinberri umræðu sem einkum bitnar á konum. Þeir ákváðu þess vegna á fundi sínum í Kaupmannahöfn sl. mánudag að beita sér gegn þessari þróun.

–- Þegar sífellt fleiri, einkum konur, fá hótanir og hatursskilaboð, er það ekki aðeins hræðilegt fyrir þá sem verða fyrir því, heldur er það líka alvarlegt lýðræðislegt vandamál sem getur leitt til þess að konur sleppi því að taka þátt í opinberri umræðu, sagði Manu Sareen, jafnréttisráðherra Danmerkur.

Ráðherrar frá öllum norrænu löndunum létu í ljósi að margt benti til þess að hatursorðræða færi vaxandi, einkum í samfélagsmiðlum, og að hún væri oft kynbundin og fæli þess vegna í sér alvarlegt jafnréttisvandamál.

Þrátt fyrir að bæði karlmenn og konur verði fyrir hatursorðræðu eru þó karlarnir að jafnaði gagnrýndir fyrir það sem þeir hafa sagt, en skilaboðin til kvennanna eru í meira mæli kynferðislega niðrandi og fela í sér beina árás á kynferði þeirra.

–- Þegar sífellt fleiri, einkum konur, fá hótanir og hatursskilaboð, er það ekki aðeins hræðilegt fyrir þá sem verða fyrir því, heldur er það líka alvarlegt lýðræðislegt vandamál sem getur leitt til þess að konur sleppi því að taka þátt í opinberri umræðu, sagði Manu Sareen, jafnréttisráðherra Danmerkur.
Manu Sareen, jafnréttisráðherra Danmerkur.

Vandinn vegna hatursorðræðu og kynferðislega niðrandi ummæla í opinberri umræðu tengist mjög hlutverki fjölmiðla og því að finna rétt jafnvægi hvað varðar tjáningarfrelsi.

Til að koma í veg fyrir hatursorðræðu í opinberri umræðu ætla Danir, sem fara nú með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, að efna til nýsköpunarnámstefnu sem á að skila skýrum tillögum til aðila sem vinna með þessi mál á Norðurlöndum.

Nýsköpunarnámsstefnan verður haldin haustið 2015.

 

 

 

Contact information