Document Actions

Norrænn loftslagsdagur og loftslagshátíð í Finnlandi

Ákveðið hefur verið að halda Norrænan loftslagsdag árið 2011 eins og tvö undanfarin ár. Finnar, sem fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, munu að auki í samstarfi við Aalto háskólann standa fyrir loftslagshátíð á loftslagsdeginum.

24.02.2011

Stofnað var til norræna loftslagsdagsins í sameiginlegu átaki sem hrundið var af stað í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP15 í Kaupmannahöfn og hefur hann síðan verið fastur loftslagsviðburður fyrir skóla á Norðurlöndum.

Loftslagsmálin er rauður þráður í formennskuáætlun Finna í Norrænu ráðherranefndinni og því verður loftslagsdagurinn og loftslagshátíðin í brennidepli.

Norræni loftslagsdagurinn, sem haldinn hefur verið tvö ár í röð, hefur vaxið ár frá ári, tvisvar sinnum fleiri skólar tóku þátt árið 2010 en árið áður. Vonir standa til þess að enn meiri áhugi verði á honum á þessu ári í  svo og að samstarfið við Finna sem halda loftslagsráðstefnuna verði gott.

Loftslagshátíðin verður haldin í lok ágúst 2011 og er vænst mikils áhuga meðal nemenda og fræðimanna.. Nánari upplýsingar um hátíðina verða birtar í vor.

Nánari upplýsingar um Norræna loftslagsdaginn eru á vefsíðunni klimanorden.org,

og þar er einnig hægt að gerast áskrifandi að fréttabréfi um loftslagsdaginn og dagskrá hans.

Tengiliðir

Emelie Barbou des Places
Sími +45 29 69 29 38
Netfang emca@norden.org