Norrænt safn í Seattle vekur eftirtekt

07.05.18 | Fréttir
Åpningen av Nordic Museum i Seattle
Photographer
Nordic Museum
Varla hafði dyrum Nordic Museum í Seattle verið lokið upp þegar fyrirsagnir um safnið tóku að birtast í bandarískum dagblöðum. Norðurlöndin eru vinsæl í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Opnun Nordic Museum fór fram fyrir fáeinum vikum með pompi og prakt og aðkomu kóngafólks. Safnið er glæsilegt og þar er bæði miðlað norrænni menningu í sögulegu ljósi og listum og tækni samtímans. Á safninu er einnig lögð áhersla á tengslin milli Norður Ameríku og Norðurlanda.

„Tengslin milli norrænu ríkjanna og norðvesturstrandar Ameríku eru sterk, lifandi og í stöðugri þróun,“ sagði Mary, krónprinsessa Danmerkur, í opnunarræðu sinni.

Auk krónprinsessunnar, Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, norska þingmannsins Jorodd Asphjell, fulltrúa Norðurlandaráðs, og norrænu sendiherranna í Bandaríkjunum var Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar boðið til þess að klippa á borðann þegar ný rými safnsins voru formlega opnuð.

Nýja safnið glæsilegur vitnisburður um menningararf Norðurlandanna um leið og þar eru sýndar listir og menning okkar tíma,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs.

Tekið er á móti gestum hins nýja safns í glæsilegu anddyri þar sem lofhæðin er 10 metrar. Til þess að að komast milli deilda safnsins fara gestir yfir göngubrýr úr gleri sem eru sex metrum yfir gólfhæð. Göngubrýrnar eiga að tákna hin örlagaríku skref sem margir vesturfarar tóku þegar þeir hættu allt að heilum árslaunum sínum til að kaupa sér far með skipi án þess að hafa hugmynd um hvort gæfan biði þeirra handan Atlantshafsins.

„Okkur er það heiður og við erum jafnframt stolt af því að deila sögu okkar með ykkur hér í Seattle,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu við opnunina.

Norðurlöndin „heit“

Norðurlöndin - samfélagsskipan okkar, gildi, lausnir og tækni hafa notið vaxandi athygli í Norður Ameríku síðustu ár. Þegar dyr nýja safnsins, Nordic Museum, voru opnaðar í Seattle var mikið um það fjallað í bandarískum miðlum, svo sem Washington Post og NBC Seattle.

 

Kynning á Norðurlöndum er einmitt eitt af mikilvægu verkefnum Norrænu ráðherranefndarinnar. Þess vegna var ráðherranefndin sjálfsagður samstarfsaðili þegar Nordic Museum þurfti að komast í samband við þjóðminjasöfn norrænu ríkjanna. Afraksturinn birtist meðal annars í því að Nordic Museum fær nú að láni hluta af sýningu sinni frá norrænu þjóðminjasöfnunum. Safnið hefur einnig fengið aðstoð til þess að þróa norræna sögu sína.

„Þess vegna höfum við lagt okkar af mörkum til þessa verkefnis og ég vil þakka starfsfólki Nordic Museum fyrir frábært samstarf í sönnum norrænum anda,“ segir Dagfinn Høybråten..

Fortíð, nútíð og framtíð

Nordic Museum hefur verið til síðan 1979. Fram til þessa hefur það verið til húsa í gamalli skólabyggingu. Sýningin var smá í sniðum og byggði í stórum dráttum á munum frá heimalöndum norrænu vesturfaranna frá tímabilinu 1880 til 1920.

Í dag mætir gestum safnsins afar nútímalegt safn sem nær yfir tímann frá því um 800 og fram til dagsins í dag. Sýningin tekur til áþreifanlegra muna frá víkingatímanum í Noregi til hugmynda sem eru heldur minna áþreifanlegar eins og finskt „Sisu“ og danskt „hygge“.
Það hefur heldur ekki farið fram hjá safninu að ameríski risinn Microsoft keypti hið dank/sænska Skype af stofnendum þess og spilið Minecraft sem var þróað í Svíþjóð. Finnsku tölvuleikirnir Clash og clans og Angry Birds eru einnig með.

Heimurinn er allt öðruvísi en hann var þegar svo margir Norðurlandabúar lögðu land undir fót og fluttu frá Norðurlöndunum öllum vestur um haf til Bandaríkjanna og Kanada. Samt er er sumt eins – þörf fólks fyrir að skiptast á reynslu og læra hvert af öðru og miðla sögum úr fortíð og nútíð. Það að böndin milli Norðurlandanna og Norður-Ameríku skuli vera jafnsterk nú og þau voru fyrir 100 árum er sönnun hins öfluga samstarfs sem er til staðar.

„Við berum ábyrgð á því saman að varðveita og rækta böndin milli fortíðar og nútíðar. Það skiptir máli að við minnum hvert annað stöðugt á söguna og miðlum henni áfram til barnanna okkar og unga fólksins. Við verðum að mynda ný tengsl um leið og við gætum vel að þeim gömlu. Við verðum að örva skilning og samband milli fólks,“ segir Dagfinn Høybråten að lokum.