Document Actions

Norrænu menningarmálaráðherrarnir syngja gegn Breivik í Ósló

Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna taka á fimmtudag þátt í mótmælum gegn neikvæðu umtali Anders Behring Breiviks um norska þjóðlagið „Barn af Regnbuen".

26.04.2012
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Anders Behring Breivik sagði við réttarhöldin á föstudag að hann hataði lagið „Barn af Regnbuen" og kallaði það marxistískan heilaþvott á börnum.

Orð Breiviks hafa orðið til þess að Norðmenn um allan Noreg munu koma saman, einnig á Youngstorginu í Ósló, og syngja „Barn af Regnbuen". Norrænu mennignarmálaráðherrarnir funda nú í Ósló og munu taka þátt í samsöngnum kl. 12.00.

Anniken Huitfeldt tekur þátt ásamt norrænum starfssystkinum sínum, þeim Uffe Elbæk frá Danmörku, Lena Adelsohn Liljeroth frá Svíþjóð, Katrínu Jakobsdóttur og Paavo Arhinmäki frá Finnlandi.