Document Actions

Norrænu menningarmálaráðherrarnir syngja gegn Breivik í Ósló

Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna taka á fimmtudag þátt í mótmælum gegn neikvæðu umtali Anders Behring Breiviks um norska þjóðlagið „Barn af Regnbuen".

26/04 2012
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Anders Behring Breivik sagði við réttarhöldin á föstudag að hann hataði lagið „Barn af Regnbuen" og kallaði það marxistískan heilaþvott á börnum.

Orð Breiviks hafa orðið til þess að Norðmenn um allan Noreg munu koma saman, einnig á Youngstorginu í Ósló, og syngja „Barn af Regnbuen". Norrænu mennignarmálaráðherrarnir funda nú í Ósló og munu taka þátt í samsöngnum kl. 12.00.

Anniken Huitfeldt tekur þátt ásamt norrænum starfssystkinum sínum, þeim Uffe Elbæk frá Danmörku, Lena Adelsohn Liljeroth frá Svíþjóð, Katrínu Jakobsdóttur og Paavo Arhinmäki frá Finnlandi.

Tengiliðir

Jesper F. Schou-Knudsen
Sími +45 33 96 03 55
Tölvupóstur jsk@norden.org