Ný norræn skýrsla: Norðurlandabúar neyta mikillar menningar

15.02.18 | Fréttir
Kunstudstilling i Reykjavik
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Svíar fara á söfn, Finnar á bókasöfn, Íslendingar í bíó og Norðmenn gera svolítið af öllu þessu. Ný skýrsla frá Norrænu ráðherranefndinni, State of the Nordic Region, greinir lykiltölur frá Norðurlandaþjóðunum og ber saman þvert á landamæri og svæði. Tölurnar sýn að Norðurlandabúar eru stórneytendur safna, kvikmyndahúsa og bókasafna.

Sé rýnt í tölurnar í State of the Nordic Region kemur í ljós að Íslendingar fara að meðaltali 4,2 sinnum í bíó á ári. Þaðan er nokkuð langt í Norðmenn sem eru í öðru sæti og fara í bíó 2,5 sinnum á ári.

Aftur á móti fara Danir ekki mikið í bíó. Danir fara að meðaltali 2,3 sinnum í bíó á ári sem er nokkuð langt Íslendingum. Í Svíþjóð fer hver íbúi 1,8 sinnum í bíó og ári og í Finnlandi 1,6 sinnum.

Danir eru í þriðja sæti þegar kemur að bíóferðum. Í Danmörku eru 163 kvikmyndahús en Svíar eru í fyrsta sæti með 418 kvikmyndahús sem dreifast um allt landið, og Noregur er í öðru sæti með 201 kvikmyndahús. Til samanburðar eru aðeins 15 kvikmyndahús á Íslandi. Í hlutfalli við íbúatölu eru þó flest kvikmyndahús á Íslandi eða 0,45 á hverja 10.000 íbúa. Á eftir þeim koma Svíar með 0,42 á hverja 10.000 íbúa og Noregur með 0,39 á hverja 10.000 íbúa. Danir eru ekki með nema 0,29 kvikmyndahús á hverja 10.000 íbúa.

Bókasöfn eru vinsæl í Finnlandi

Í langflestum stærri bæjum á Norðurlöndum er að minnsta kosti eitt almenningsbókasafn og Norðurlandabúar eru duglegir að nýta sér þjónustu bókasafna. Finnar eru á toppnum á lista Norðurlandanna þegar kemur að heimsóknum á bókasöfn en þeir nota bókasögn nærri því tvöfalt á við Norðmenn.

Hinar þrjár norrænu höfuðborgir Helsinki, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn fá samanlagt flesta gesti á bókasöfn; í Helsinki koma 6,3 milljónir gesta á 37 bókasöfn á ári. í Stokkhólmi koma 6 milljónir gesta á 45 bókasöfn og í Kaupmannahöfn heimsækja 4,6 milljónir 20 bókasöfn. Í Ósló eru aðeins 20 bókasöfn en borgin eru einnig sú höfuðborg þar sem fæstir koma á bókasöfnin, eða aðeins 2,5 milljónir manna á ári.

Flest söfn í Svíþjóð

Svíþjóð er mesta safnalandið á Norðurlöndum. Í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn eru flest söfn miðað við norrænar borgir - og flestar heimsóknir á þau.

Suður-Svíþjóð og höfuðborgarsvæðið í Danmörku sker sig úr sem háborg safna á Norðurlöndum. Í Kaupmannahöfn, Helsingjaeyri og Fredensborg ásamt Malmö og Helsingjaborg heimsækja samanlagt 5,5 milljónir manna söfnin á hverju ári og þetta er meira en á nokkru öðru svæði á Norðurlöndum.

Stokkhólmur er hins vegar sú einstaka borg þar sem flest söfn er að finna - og flestir safnagestir einnig. Í raun er það þannig að þrisvar sinnum fleiri koma alls á söfn í Stokkhólmi heldur en í Kaupmannahöfn og tvöfalt fleiri en á svæðinu í kringum Kaupmannahöfn.

State of the Nordic Region kemur út annað hvert ár og á að vera framlag Norrænu ráðherranefndarinnar til almennrar uppfærslu á þekkingu og innsýn norrænna ráðamanna.

„Í State of the Nordic Region er stillt upp þekkingu og upplýsingum sem veita heildarmynd af þeirri þróun sem á sér stað á Norðurlöndum og styðja stefnumótun þeirra sem ákvarðanirnar taka. Í skýrslunni er ljósi varpað á og útskýrðir bæði þættir sem hafa gengið vel og áskoranir á sviðum samfélagsins sem máli skipta. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist best,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

State of the Nordic Region er unnið af Nordregio, fræðastofnun ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum og kaflinn um menningu er unnin í samvinnu við Kulturanalys Norden.

Fróðleiksmolar:

State of the Nordic Region er einstakt safn af gögnum frá öllum Norðurlöndunum sem sýna efnahag, lýðfræði, aðstæður á vinnumarkaði, menntun og margt fleira, sett fram með myndrænum hætti á sérstaklega hönnuðum landakortum. Skýrslan er gefin út annað hvert ár af Norrænu ráðherranefndinni og segja má að hún sé nokkurs konar hitamælir á svæði og sveitarfélög á Norðurlöndum. Liður í útgáfunni er að stilla upp svæðisbundinni væntingavísitölu sem búin er til af Nordregio, fræðastofnun ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum og sýnir aðlögunarhæfni 74 svæða á Norðurlöndum út frá hefðbundnum, samanburðarhæfum tölfræðilegum breytum.

Skýrslunni í heild má lesa hér:

Contact information