Ný OECD-skýrsla: Atvinna kvenna eykur hagvöxt

21.05.18 | Fréttir
Ef konur ynnu eins mikið úti og karlar gæti hagvöxtur á Norðurlöndum aukist um 15-30%, segir í nýrri skýrslu frá OECD og Norrænu ráðherranefndinni. Á undanförnum áratugum hefur aukin atvinnuþátttaka kvenna hækkað hagvaxtartölur að meðaltali um 10-20% á ári, segir í skýrslunni.

Útbreidd dagvistun barna, launað fæðingarorlof fyrir báða foreldra, sveigjanlegur vinnutími og hlutastörf hafa leitt til þess að næstum jafn margar konur og karlar á Norðurlöndum vinna úti. Í þessum löndum er kynjabilið minnst innan OECD.

Í nýrri skýrslu sem OECD vann að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar var kannað hvernig umrædd stefna hefur haft áhrif á hagvöxt og ávinning sem fælist í því að löndin jöfnuðu hlut kynjanna enn frekar. 

Niðurstaðan er sú að Norðurlönd væru tuttugu árum skemur á veg komin efnahagslega ef umbætur í jafnréttismálum hefðu ekki fengið konurnar út á vinnumarkaðinn. Nú felast tækifærin í því að konur vinnu full störf í stað hlutastarfa. 

Gífurleg aukning á 40 til 50 árum

Í skýrslunni kemur fram að atvinnuþátttaka kvenna í Svíþjóð jókst úr 53% í 81% á árunum 1965 til 1990. Þá lækkaði talan aftur en án þessarar þróunar væri hagvöxtur Svíþjóðar 12–13% lægri en hann er í dag. Sami þjóðhagslegi ávinningur á við um Danmörku. Árið 2016 unnu að meðaltali 72% af norrænum konum úti en sambærileg meðaltala fyrir öll OECD-ríkin var 59%.

Enn er ýmislegt óunnið á Norðurlöndum og að sögn OECD er enn meiri hagvöxtur í boði.

Tækifærin mikil

Takist að brúa bilið á milli kynjanna fyrir árið 2040 hvað varðar atvinnuþátttöku og fjölda vinnustunda myndu vergar þjóðartekjur á íbúa aukast um 15–30% á ári, skv. skýrslunni.

Hagur finnsks almennings myndi vænkast um 3.300 evrur að meðaltali á íbúa, í Svíþjóð um 37.500 sænskar krónur en á Íslandi myndu vergar þjóðartekjur hækka um 584.300 íslenskur krónur á íbúa.

Stærst eru sóknarfærin í Danmörku þar sem vergar þjóðartekjur á íbúa myndu hækka um 38.500 danskar krónur og í Noregi þar sem þær myndu hækka um 66.400 norskar krónur á íbúa. 

Taflan sýnir hugsanlegan vöxt í prósentum: 

  • New OECD Report on Gender Equality Gains in Nordic Countries launches Monday 14 May 2018
New OECD Report on Gender Equality Gains in Nordic Countries launches Monday 14 May 2018