Ný ríkisstjórn á Íslandi leidd af Katrínu Jakobsdóttur

30.11.17 | Fréttir
Katrín Jakobsdóttir
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Í annað sinn í Íslandssögunni er forsætisráðherra þjóðarinnar kona, Katrín Jakobsdóttir sem leiðir ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, er nýr samstarfsráðherra Norðurlanda og Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sem áður var forsætisráðherra, er fjármálaráðherra í hinni nýju ríkisstjórn flokkanna þriggja.

Katín er með meistarapróf frá Háskóla Íslands og gegndi embætti mennta- og menningarmálaráðherra á árunum 2009-2013.

Sigurður Ingi Jóhannsson var starfandi forsætisráðherra frá apríl 2016 fram í janúar 2017, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2013-2016 og umhverfisráðherra 2013-2014. 

Contact information