Document Actions

Ólafsvaka í Færeyjum

29.07.2004


Þessa dagana halda Færeyingar upp á Ólafsvöku, sem er þjóðhátíð Færeyja.

Fjöldi manns fer til Þórshafnar til að taka þátt í hátíðarhöldunum, en það er einnig haldið upp á Ólafsvökuna í Kaupmannahöfn. Í menningarhúsi Íslands, Færeyja og Grænlands á Norðuratlants bryggju, er t.d. boðið upp á ýmsa atburði í tilefni Ólafsvökunnar.

Hátíðahöldin tengjast menningu og einkennum Færeyinga og Færeyja. Nýtt lögþingsár hefst á Ólafsvökudaginn, margir klæðast þjóðbúningum, kappróður er á milli byggða og það er dansað og sungið.

Á Ólafsvökudaginn sjálfan, sem er 29.júlí, minnast Færeyingar Ólafs Haraldssonar konungs, sem féll í orrustunni við Stiklestad í Noregi árið 1030. Ári seinna var Ólafur Haraldsson tekinn í tölu dýrlinga og fékk nafnið Ólafur helgi.

Dagblaðið Aftenposten greinir frá nýjum fornleifafundi frá víkingaöld við Stiklestad, en hann styður enn við kenninguna um að Stiklestad hafi verið mikilvægur valdastaður í kringum ár 1000.

Nánar um Ólafsvöku hátíðahöldin á Norðuratlantsbryggju
http://www.bryggen.dk/default.asp?Doc=22&news;=77

Greinin um fornleifafundinn í Aftenposten (en) http://www.aftenposten.no/english/local/article836907.ece