Document Actions

Orkulausnir fyrir grænni framtíð – nýtt tölublað Sustainable Growth the Nordic Way

Rétt áður en Nordic Clean Energy Week fer í hönd kemur út nýtt tölublað af vefritinu Sustainable Growth the Nordic Way þar sem skoðað er hvar norrænar orkulausnir hafa skilið eftir sig sjálfbært vistspor.

17.05.2018
Ljósmyndari
Slava Bowman / Unsplash

Lesið um niðurstöður nýrrar greiningar, Nordic Green to Scale for countries, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að sníða fyrirliggjandi norrænar loftslaglausnir að aðstæðum í Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og Úkraínu til hagsbóta fyrir efnahagslífið og andrúmsloftið.

Önnur grein fjallar um reynslu Norðurlanda af því að greiða fyrir þróun sameiginlegs raforkumarkaðar í Eþíópíu og Austur-Afríku en sú þriðja um nýja tækni til að skapa neikvæða kolefnislosun.

Tengiliðir

Heidi Orava
Sími +45 21 71 71 48
Netfang heor@norden.org