Sækið um blaðamannastyrki Norðurlandaráðs 2015

01.12.14 | Fréttir
Rikke Pedersen
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Norðurlandaráð auglýsir ýmsa styrki fyrir árið 2015, ætlaða blaðamönnum sem hafa sérstakan áhuga á norrænu samstarfi. Á árinu 2015 verður sérstök áhersla á samstarfi félagasamtaka á Norðurlöndum.

Styrkir eru veittir einum eða fleiri blaðamönnum sem starfa hjá dagblaði, tímariti, útvarpi eða sjónvarpi. Sjálfstætt starfandi blaðamenn koma einnig til greina. Við úthlutun hafa þeir umsækjendur forgang sem geta sýnt fram á áhuga á norrænu samstarfi og hafa ekki hlotið styrkinn áður.

Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að veita umsóknum forgang sem á einhvern hátt tengjast samstarfi félagasamtaka á Norðurlöndum. Hver eru áhrif slíkra tengslaneta og samstarfs á opinbert samstarf norrænna þjóðþinga og ríkisstjórna og hvaða hlutverki gegna þau fyrir lýðræði á Norðurlöndum almennt? Þemað er eitt af áherslusviðum formennskuáætlunar Íslands í Norðurlandaráði fyrir árið 2015.

Í sjóðnum eru samtals 450.000 danskar krónur til úthlutunar, þ.e.a.s 90.000 danskar krónur í hverju landi (u.þ.b. 1.874.000 ISK).

Nánari upplýsingar og umsóknarskilyrði.