Document Actions

Sannir Finnar og danski þjóðarflokkurinn mynda flokkahóp

Sannir Finnar og danski þjóðarflokkurinn sem báðir hafa gagnrýna afstöðu til ESB og innflytjenda hafa stofnað flokkahópinn Norrænt frelsi í Norðurlandaráði.

11.04.2012
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

„Við fórum ofan í saumana á stefnuskrá danska þjóðarflokksins og komumst að því að sjónarmið þeirra eru mjög lík Sannra Finna. Væri ég Dani myndi ég ganga í danska þjóðarflokkinn", segir Juho Eerola (SF), væntanlegur formaður nýja flokkahópsins.

Sannir Finnar og danski þjóðarflokkurinn vinna nú þegar saman innan flokkahópsins Frelsi og lýðræði í Evropu (EFD) í Evrópuþinginu. Gagnrýnin afstaða flokkanna gagnvart ESB og innflytjendum eru þau áhersluatriði sem tengja þá saman í Norðurlandaráði.

„Það er afstaða okkar í þessum málefnum sem aðskilur okkur frá öðrum flokkahópum í Norðurlandaráði. Þetta mun herða umræðurnar í ráðinu" segir Marie Krarup, fulltrúi danska þjóðarflokksins í Norðurlandaráði.

Sannir Finnar og danski þjóðarflokkurinn hafa hingað til ekki fundið sér stað í flokkahópum Norðurlandaráðs, sem hefur valdið því, að mati Juho Eerola, að þeim hefur ekki fundist þeir geta tekið þátt í pólitískri umræðu sem skyldi. Flokkahópar í Norðurlandaráði eiga fulltrúa í forsætisnefnd Norðurlandaráðs og hljóta flokkahópastuðning.

Norrænt frelsi (á finnsku Vapaa Pohjola) kynnir stefnuskrá sína með vorinu.

Tengiliðir