Sextíu ára afmæli norræna vinnumarkaðarins

24.04.14 | Fréttir
Arbetsmiljö
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Á þessu ári eru sextíu ár liðin frá því að norrænn vinnumarkaður án landamæra varð til. Haldið verður upp á afmælið með viðamikilli vinnumarkaðsráðstefnu í Reykjavík 21.-22. maí.

Fyrri daginn verður litið um öxl á það starf sem unnið hefur verið á sameiginlegum vinnumarkaði Norðurlanda á undanförnum sextíu árum. Seinni daginn verður horft fram á við og fjallað um viðfangsefni sem sameiginlegur norrænn vinnumarkaður stendur frammi fyrir meðal annars vegna hnattvæðingar og breyttrar aldurssamsetningar íbúanna.

Norrænir ráðherrar, þingmenn og aðilar vinnumarkaðsins taka þátt í pallborðsumræðum. Umræðurnar byggjast á rannsóknarniðurstöðunum úr skýrslunni Den nordiska välfärdsmodellens utmaningar(Áskoranir norræna velferðarlíkansins) sem gefin verður út í tengslum við ráðstefnuna. Höfundar skýrslunnar eru ýmsir þekktir hagfræðingar á Norðurlöndum.

Ráðstefnugestum gefst einnig kostur á að kynna sér íslenskt atvinnulíf þegar fyrirtæki verða heimsótt 22. maí.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna fram til 7. maí. Nánari upplýsingar um afmælið og ráðstefnuna má nálgast á norden.org/60aar