Sjáið hvernig loftslagið breytir heiminum

27.11.14 | Fréttir
Verden i forandring
Nýtt stafrænt verkfæri á að gera það auðveldara og skemmtilegra að átta sig á afleiðingum loftslagsbreytinga. Auk þess segja ellefu uppistandarar frá Norðurlöndum brandara um hnattræna hlýnun.

Hitabylgjur og flóð í Kína og Bandaríkjunum, gífurleg úrkoma í Pakistan, þurrkar í Rússlandi og fimbulkuldi í Suður-Ameríku. Þetta eru dæmi um þær afleiðingar sem sagt er frá í skýrslum Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Með nýju stafrænu verkfæri sem Norræna ráðherranefndin fjármagnar geta notendur vafrað um framtíðina og séð með eigin augum hvernig gert er ráð fyrir að sveiflur í hitastigi breytist fram til ársins 2100.

Auk þess má sjá skáldaðar fréttafyrirsagnir úr framtíðinni sem lýsa áhrifum loftslagsbreytinganna sem fram koma í skýrslunni. Með því að smella á fyrirsögnina fá notendur samantekt á efni IPCC-skýrslunnar sem lýsir afleiðingunum nánar. Þannig telur Loftslags- og lofthópur (KOL) Norrænu ráðherranefndarinnar að öðlast megi betri skilning á loftslagsbreytingunum.

– Loftslagsskýrslurnar eru skrifaðar af vísindamönnum fyrir vísindamenn og eru þess vegna mjög tæknilegar. Ungt fólk hefur einnig áhuga á loftslagsbreytingunum og þess vegna höfum við búið til stafrænt verkfæri sem lýsir mikilvægustu niðurstöðum skýrslunnar á nýstárlegan og sjónrænan hátt, segir Reino Abrahamsson, formaður hópsins.

Það hversu alvarlegar loftslagsbreytingarnar verða og hversu róttækar breytingar verða á veðurfari fer eftir því hvernig okkur tekst til við að draga úr losun koltvísýrings. Vísindamenn og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafa mótað mismunandi spámyndir um loftslag framtíðarinnar sem fara eftir því hvað við gerum nú. Í nýja stafræna verkfærinu geta notendur sjálfir valið magn koltvísýringslosunar og séð með eigin augum hvaða áhrif það hefur á framtíðina.

Prófið sjálf á www.globalweirding.is/here
Vefurinn er gerður af Cicero og Bengler

Hnattræn furður (Global Weirding) hefur öðlast stöðu sem alþjóðlegt loftslagshugtak sem lýsir hækkandi meðalhitastigi í heiminum og áhrifum þess á samfélög okkar.

 

Loftslagsuppistand

Til þess að miðla upplýsingum um loftslagsbreytingar til markhópa sem hafa að jafnaði ekki djúpa fagþekkingu á þess sviði hefur verkefnið fengið til liðs við sig norræna grínista til uppistands um loftslagsumræðuna. Skemmtikraftar frá öllum norrænu löndunum hafa lagt fram krafta sína. Sjá myndskeiðin hér: 

 


Myndskeiðin eru framleidd af Environice og Mystery. 

Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur skilað alls fimm meginskýrslum um hnattrænar loftslagsbreytingar. Í nýjustu skýrslunni, sem kynnt var í nóvember 2014, fjallaði nefndin meðal annars um áhrif loftslagsbreytinganna og aðgerðir til að draga úr losun góðurhúsalofttegunda.

Loftslagsáskorunin er annað norrænt verkefni sem miðar að því að miðla þekkingu um umhverfis- og loftslagsmál. Verkefnið felst í viðamikilli samkeppni milli efstu bekkja grunnskóla á Norðurlöndum og stendur fram til 23. mars 2015. Finna má nánari upplýsingar um verkefnið á vefnum www.klimaduellen.org.