Sjálfbær tíska eflir ímynd Norðurlanda

04.06.14 | Fréttir
Modeshow
Photographer
Benjamin Suomela/norden.org
Norðurlandaráð leggur til að ráðist verði í markaðssetningarátak í tengslum við tísku og ferðamennsku. Ákvarðanir um þessi efni voru teknar af efnahags- og viðskiptanefnd og forsætisnefnd Norðurlandaráðs á júnífundi ráðsins í Kungälv í Svíþjóð.

Í Norrænu ráðherranefndinni er um þessar mundir unnið að áætlun um norrænt samstarf sem miðar að því að styrkja stöðu og tækifæri Norðurlanda til að hafa áhrif á alþjóðavettvangi. Búist er að ákvörðun verði tekin um þessi mál á Norðurlandaráðsþingi ársins í Stokkhólmi í lok október.

Norðurlandaráð leggur nú til í tengslum við þessa vinnu að Norðurlöndin starfi saman á sviði tísku og ferðamennsku. Norðurlandaráð telur að sjálfbær norræn tíska eigi að vera einn þáttur í áætluninni. Jafnframt er lagt til að tekin verði saman stefnuyfirlýsing til að fá tísku- og fataframleiðslugeirann á Norðurlöndum til fylgis við meðvitaða stefnu í málum sem varða til dæmis umhverfi, sjálfbærni, siðfræði og félagslega ábyrgð.

Hvað ferðamennsku varðar er lagt til að ríkistjórnir Norðurlanda geti til dæmis breytt þeim reglugerðum sem gilda um ferðamennsku í hverju landi og látið þróa samanburðarhæfa tölfræði um hvernig ferðamenn ferðast um Norðurlönd.