Skráning á þemaþing Norðurlandaráðs í Ósló er hafin

16.03.16 | Fréttir
Henrik Dam Kristensen
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Stefnir í það á Norðurlöndum að við förum að loka á hvert annað og loka á umheiminn? Norðurlandaráð kemur saman til þemaþings í Ósló 18.–19. apríl til að ræða áhrif landamæraeftirlitsins á norrænt samstarf.

„Ég sé að sumir hafa vakið máls á því að Norðurlöndin taki höndum saman í eftirliti með ytri landamærum okkar og um það verður eflaust deilt þegar norrænir stjórnmálamenn koma saman í apríl,“ segir Henrik Dam Kristensen, forseti Norðurlandaráðs.

Nánari upplýsingar:

Umræðan og blaðamannafundurinn

Þemaþing Norðurlandaráðs hefst á norska Stórþinginu þriðjudaginn 19. apríl kl. 13 með umræðu um landamæraeftirlit. Hægt verður að fylgjast með umræðunni í þingsalnum á skandinavísku, finnsku og íslensku frá kl. 13 til 16 að skandinavískum tíma. Einnig verður hægt að fylgjast með þemaþinginu í beinni útsendingu á norden.org.

Forseti Norðurlandaráðs og forsætisnefndarmenn halda blaðamannafund fyrir utan Stórþingssalinn strax að lokinni umræðunni um málefni líðandi stundar (um kl. 14 að norskum tíma).

Eftir það verða umræður um önnur málefni, meðal annars flugöryggi, eflingu samstarfs Sama og réttindi barna og ungmenna.

Dagskráin er stöðugt uppfærð hér:

  • Dagskrá fyrir 19. apríl

Ég sé að sumir hafa vakið máls á því að Norðurlöndin taki höndum saman í eftirliti með ytri landamærum okkar og um það verður eflaust deilt þegar norrænir stjórnmálamenn hittast í Ósló

Skráning blaðamanna

Fjölmiðlamenn sem ætla að fylgjast með þinginu þurfa að skrá sig í síðasta lagi föstudaginn 15. apríl á skráningarsíðunni:

  • Skráning á þemaþing Norðurlandaráðs í Ósló 2016

Sýna þarf gilt blaðamannaskírteini. Hægt er að óska eftir ferðastyrk.

Nýjustu upplýsingar um þemaþingið eru alltaf aðgengilegar á eftirfarandi slóð:

  • Þemaþingið 2016