Stórstjarna lofsyngur fræbankann á Svalbarða

18.02.18 | Fréttir
Stórstjarnan úr One Tree Hill, Sophia Bush, heimsótti á mánudaginn í þessari viku Svalbarða og það sem stundum er nefnt mikilvægasta herbergi í heimi, nefnilega fræbankann.

Auk þess að vera leikari með hlutverk í þáttaröðum eins og One Tree Hill og Chicago P.D. Hefur Bush tekið virkan þátt í umhverfisbaráttunni. Sama dag og hún heimsótti fræbankann birti hún mynd á Instagram og skrifaði:


„- Svalbarði. 78 gráður norður. Í raun og veru ein norðlægasta byggð í heimi. Við komum hingað 45 í sendiför sem við vissum að væri mikilvæg. En við vissum ekki á hverju við áttum von. Eins og plottið í James Bond-mynd.“

Bush heimsótti fræbankann í boði samtakanna Crop Trust sem leggur fram fjármagn til bankans. Norræna erfðaauðlindastofnunin (NordGen) ber ábyrgð á rekstri fræbankans.

Fræbankinn verður tíu ára á árinu. Haldið verður upp á afmælið eftir rúma viku, meðal annars með heimsókn landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, Jon Georg Dale, og framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, Dagfinn Høybråten.

Maturinn og þar með framtíð mannsins byggir á því sem er að finna bak við þessar ísilögðu dyr.

Loftslagsbreytingar leiða ekki aðeins til öfgakenndrar veðráttu og bráðnunar heimskautaíss. Þær gera það líka mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita þær margbreytilegu frætegundir sem þarf til þess að rækta mat fyrir fjölgandi þjóðir
Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því fræbankinn á Svalbarða var opnaður hafa fræjum af nærri því einni milljón tegunda verið komið fyrir á hinum stóra frystilager bankans. Verkefnið hefur þegar borið ávöxt. Um þessar mundir vinnur hin alþjóðlega rannsóknarstofnun ICARDA að því að endurskapa genabanka sem staðsettur var í Aleppo á öruggari stöðum með hjálp fræja sem geymd hafa verið á öryggislagernum á Svalbarða. Án fræbankans hefði þetta ekki verið hægt.

Þetta vakti sérstaka athygli Sophiu Bush sem skrifaði á Instagram:
„Komi til hamfara.“ Eyðimerkumyndunar. Stríðs. Maturinn og þar með framtíð mannsins byggir á því sem er að finna bak við þessar ísilögðu dyr.