Document Actions

Stuðningur við alnæmissjúklinga í Rússlandi

Norrænt-rússneskt samstarfsverkefni veitir alnæmissjúklingum í Norðvestur-Rússlandi þjónustu.

23.02.2012
Ljósmyndari
Image select

Verkefnið sem er þróað af lýðheilsustofnuninni „Positive Wave“ er hannað til að efla færni rússneskra samtaka sem starfa með alnæmissjúklingum.

Samkvæmt Sergey Shagaleev, verkefnisstjóra, er skortur á félagslegum úrræðum fyrir einstaklinga með alnæmi á mörgum svæðum í Norðvestur-Rússlandi. Hið opinbera veitir eingöngu læknisþjónustu, þannig að önnur úrræði s.s. samtalsmeðferð, stuðningshópar, þjálfun, námskeið o.fl. er yfirleitt ekki til staðar.

„Um leið og sjúklingar greinast með HIV, standa þeir andspænis fjölmörgum sálrænum og félagslegum vandamálum, þar á meðal mismunun. Önnur þjónusta en læknisþjónusta, kemur ekki eingöngu í veg fyrir útbreiðslu HIV, heldur hjálpar sjúklingum að vera virkir þátttakendur í samfélaginu“ segir Shagaleev.

Verkefnið, sem er starfrækt á vegum áætlunar Norrænu ráðherraefndarinnar um frjáls félagasamtök, stuðlar að samstarfi samtaka sem vinna með alnæmissjúklingum í Norðvestur-Rússlandi og systursamtaka þeirra á Norðurlöndum.

„Rússnesku aðilarnir njóta góðs af umfangsmikilli reynslu norrænu samstarfsðilanna. Vesturlönd hafa áður staðið andspænis þeim vandamálum sem útbreiðsla HIV hefur í för með sér og eru langt á undan Rússlandi hvað varðar þjónustu við einstaklinga með alnæmi Norrænir samstarfsaðilar okkar hafa aðstoðað okkur við að skilgreina hver markmið okkar eiga að vera,“ bætir hann við.

Þátttaka norrænna samtaka hefur einnig komið af stað skoðanaskiptum við svæðisbundin stjórnvöld.

"Leningrad svæðið hefur til að mynda ýtt úr vör félagslegu þjónustuverkefni fyrir einstaklinga sem búa á strjálbýlum svæðum. Norrænir samstarfsaðilar okkar lögðu mikið af mörkum í þessu ferli þar sem þeir hafa langa reynslu af því að vinna með staðbundnum og svæðisbundnum stjórnvöldum“, segir Shagaleev að lokum.

HIV breiðist hvað hraðast út í Rússlandi af öllum ríkjum í Evrópu, og talið er að 940.000 einstaklingar hafi smitast. Vaxandi þörf er fyrir að bjóða upp á aðra þjónustu en læknisþjónustu fyrir einstaklinga með alnæmi.

Næsti umsóknarfrestur um fjármögnum úr norrænu áætluninni um frjáls félagasamtök er til 20. apríl 2012.