Document Actions

Sýna ætti kvikmynd Al Gores í skólum

Norrænu umhverfisráðherrunum finnst hugmyndin um að sýna nemendum í grunnskólum á Norðurlöndum kvikmynd Al Gore um loftslagsbreytingar og „Óþægilegan sannleika“ sem hluta af kennslu, góð. - Það hefði sennilega mest áhrif ef George W. Bush bæði nemendur um að horfa á þessa kvikmynd, er haft eftir umhverfisráðherra Finna Jan Erik Enestam á blaðamannafundi á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn þann 2. nóvember.

02.11.2006

Það var á blaðamannafundi umhverfisráðherranna um loftslagsmál sem hugmyndinni um sýningu á kvikmyndinni var varpað fram – ein af spurningum fréttamannanna. Athygli ráðherranna beindist aðallega að því sem tæki við af Kyotobókuninni og umhverfisráðherra Norðmanna greindi frá hinni norsku svokölluðu „láglosunarnefnd“ sem hefur lagt fram ótal tillögur um hvernig hægt sé að draga úr losun CO-2.

Markmið ESB um minnkun á losun gróðurhúsategunda er að losunin dragist saman um 60 til 80 prósent, sagði umhverfisráðherra Dana, Connie Hedegaard - og Jan Erik Enestam frá Finnlandi staðfesti að Finnar hefðu sett sér markmið um að koma losuninni niður í sama magn og það var árið 1990.

- Í ESB á sér stað losun á 14 prósentum af heildarlosun á heimsvísu og hana verður að lækka niður í 10 prósent, en losun stóru landanna, Bandaríkja Norður-Ameríku, Japan, Kína og Kóreu ásamt hinum svo kölluðu ABC-löndunum er samtals 50 prósent af heildarlosun á heimsvísu, sagði Enestam.

Connie Hedegaard beindi sjónum að kostnaðinum við að hafast ekkert að núna en einnig á að það er á ábyrgð allar að draga úr losun CO-2 í andrúmloftinu.

- Persónulegt heit mitt er að ég lækka hitann heima hjá mér um eina gráðu og á þann hátt minnka ég losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um 300 kíló, sagði Jan Erik Enestam.

Jónína Bjartmarz tók áskoruninni um að sýna kvikmynd Al Gores og fannst þetta vera góð hugmynd til þess að auka á meðvitund og ábyrgð hjá þeirri kynslóð sem er að vaxa úr grasi.