The Future of New Nordic Food – sérútgáfa „Green Growth the Nordic Way“

27.03.15 | Fréttir
Brug dit detaljefokus
Photographer
Yadid Levy
Í þessari sérútgáfu veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“ eru viðtöl við ýmsa þeirra aðila sem áttu frumkvæði að því að koma hinu nýja norræna eldhúsi á fót. Þar má einnig lesa hugleiðingar um framtíð norrænnar matargerðarlistar frá fólki sem starfar með virkum hætti að málefnum hennar. Í blaðinu er líka umfjöllun um sex vinnustofur sem mörkuðu lok áætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar um nýja norræna matargerðarlist, sem staðið hefur í eitt ár.

Áætlunin á rætur að rekja til grasrótarinnar, en allt hófst þetta hjá hópi matgæðinga og kokka sem kunnu að meta norræn matvæli og matargerð. Þessir aðilar gáfu út yfirlýsingu þar sem áhersla var lögð á mikilvægi heilnæmra hráefna og sjálfbærra ræktunaraðferða, en ekki síður á hina félagslegu ábyrgð sem liggur hjá matvælaframleiðslugeiranum.

Norræna ráðherranefndin var fljót að svara kallinu og koma á fót áætlun til eflingar þessari nýju hreyfingu. Starfsemin var fjölbreytt og spannaði allt frá götumat og barnamat til Michelin-vottaðra veitingastaða og opinberra máltíða fyrir aldraða.

Hægt er að fræðast um þetta og margt fleira í „The future of New Nordic Food“, sérútgáfu veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“. Lesið meira um hina spennandi möguleika sem norræna eldhúsið býður upp á á slóðinni www.nordicway.org/nnf .