Document Actions

Þegar stjórnkerfi ríkja miðast við landamæri lenda einstaklingar í vandræðum

Á sama tíma og norrænu þjóðþingin ræða stjórnsýsluhindranir sem standa í vegi fyrir frjálsri för á Norðurlöndum eru fjölmargir einstaklingar vandræðum með stjórnkerfi landanna. Frásagnirnar hér á eftir segja raunasögu nokkurra þeirra.

18.04.2012
Ljósmyndari
Karin Beate Nøsterud/norden.org

Estelle: Á barmi gjaldþrots

Estelle er sænsk hjúkrunarkona sem býr í Svíþjóð. Síðan árið 1995 hefur hún aðallega unnið í Danmörku, en einnig að einhverju leyti í Svíþjóð og í Noregi. Til að koma til móts við danska atvinnuveitandann svo að viðkomandi þyrfti ekki að greiða há atvinnuveitendagjöld í Svíþjóð sótti hún um og fékk undanþágu frá reglunum, þannig að hún tilheyrði danska almannatryggingakerfinu í staðinn. Síðar, þegar í ljós kom að hún hafði einnig unnið í Noregi, var undanþágan dregin til baka aftur í tímann og Estelle gert að greiða gjöld í Svíþjóð að upphæð nærri 400.000 sænskar krónur fyrir tvö undangengin ár. Peninga sem hún á ekki til og kollvarpar fullkomlega fjárhag hennar, stuttu áður en hún fer á eftirlaun.

Saga Estelle í heild sinni

Christian: Fær ekki að nota prófið sitt

Christian lærði til læknis í Svíþjóð en vill ljúka verklega náminu í Finnlandi. Nú þegar hann hefur fengið vinnu á heilsugæstustöð í Vasa kemur í ljós að reglurnar kveða á um að verklega námið skuli unnið í Svíþjóð. Hann hefur nú fengið að vita að hann geti valið á milli þess að selja nýja húsið í Finnlandi, láta barnið skipta um skóla og eiginkonuna segja upp vinnunni til þess eins að flytja aftur Svíþjóðar og ljúka verklega náminu þar, eða sækja um nám í læknisfræði í Finnlandi og vinna sem læknir í afleysingum á meðan. Hann fær þó ekki inngöngu í læknisfræði þar sem hann er þegar með sænskt læknapróf.

Saga Christian í heild sinni

Sverre: Veikur án bóta

Sverre frá Finnlandi flutti með konu og barn til Ósló þar sem kona hans hafði fengið starf. Sverre átti við langvarandi veikindi að stríða, en fékk sjúkradagpeninga frá Finnlandi. Þegar því tímabili sem hann gat fengið sjúkradagpeninga á lauk, og Sverre var ekki orðinn heill heilsu, hættu greiðslur að berast frá Finnlandi og Norðmenn vildu ekki láta Sverre í té peninga þar sem hann hafði ekki unnið í Noregi og ekki búið þar í þrjú ár. Norðmenn hvöttu Sverre að flytjast aftur til Finnlands, þrátt fyrir að eiginkona hans og barn væru í Noregi.

Saga Sverre í heild sinni

Isabella: Fær ekki að stunda nám

Að loknu nokkurra ára starfi í Noregi vildi sænska afreksíþróttakonan Ísabella hefja nám. Vandamálið er bara að hvorki Svíar né Normenn vilja veita henni námslán. „Algjörlega fáránlegt, ég er ekki að biðja um að fá peninga gefins, ég þarf jú að greiða lánið til baka seinna", segir Ísabella með uppgjöf í röddinni.

Saga Ísabellu í heild sinni