Document Actions

Til fjölmiðla frá bókasýningunni í Gautaborg: Dagskráin er tilbúin

Verið velkomin á blaðamannafund bókasýningarinnar Bok & Bibliotek, þar sem dagskrá sýningarinnar verður kynnt ásamt lista yfir alla rithöfunda og aðra sem taka þátt í sýningunni.

23.05.2012
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Tími: Þriðjudagur 29. maí, kl. 11:00

um kl. 12:15 verður borinn fram léttur hádegisverður

Staður: Norges Hus, Skånegatan 16, Gautaborg

Þetta árið verða Norðurlönd og norrænar bókmenntir í brennidepli. Aðalsamstarfsaðilar eru Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð. Fulltrúar umsjónaraðila sýningarinnar taka þátt í blaðamannafundinum.

Bókasýningin verður haldin dagana 27. - 30. september í sænsku sýningarhöllinni í Gautaborg.

Vinsamlegast skráið ykkur í hádegisverðinn í síðasta lagi þann 25. maí, hjá:

 
Kajsa Holmgren, kh@bokmassan.se, sími 031-708 80 76.
Takið einnig fram ef þið hafið ofnæmi fyrir einhverjum mat eða óskið eftir sérfæði.

Hjartanlega velkomin!

Tengiliðir

Bodil Tingsby
Sími +45 33 96 03 57
Netfang bot@norden.org

Birgitta Jacobsson Ekblom sími: +46 031-708 84 05 farsími +46 (0) 701 61 65 09