Document Actions

Tilkynnt um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs þann 22.mars n.k.

Þann 22. mars tilkynnir dómnefndin hver hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012.

03/02 2012
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Verðlaunin verða afhent á sama tíma í tengslum við þemafund Norðurlandaráðs, sem haldinn verður í Reykjavík árið 2012. Nánari upplýsingar um stað og stund verða birtar á norden.org.

Bókmenntaverðlaunin eru veitt fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á norrænu tungumáli. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk.

Nánar um þá sem tilnefndir eru hér

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt árlega. Verðlaununum fylgja 350.000 danskar krónur. Ekki er hægt að sækja um Bókmenntaverðlaunin. Norræn dómnefnd velur verðlaunahafann.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í hálfa öld

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru sett á laggirnar 1961 og veitt í fyrsta sinn 1962. Hálfrar aldar afmæli verðlaunanna verður minnst með fjölda viðburða bæði 2011 og 2012. Nánari upplýsingar á norden.org/litteraturprisen.

Tengiliðir

Eva Hjelm
Sími +46 8 78 65 043
Netfang eva.hjelm@riksdagen.se