Tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2014 tilkynntar á SPOT-hátíðinni í Árósum 1. maí

24.04.14 | Fréttir
Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs frá því í fyrra, finnski fiðlusnillingurinn Pekka Kuusisto, og færeyski söngvarinn og lagasmiðurinn Teitur koma fram við opnun SPOT-hátíðarinnar í Árósum 1. maí en þá verða tilnefningar til tónlistarverðlaunanna á þessu ári einnig tilkynntar.

Camilla Lundberg frá sænska ríkissjónvarpinu er formaður dómnefndar og mun hún segja frá verðlaununum og hvers vegna tilnefningarnar eru kynntar á opnun SPOT-hátíðarinnar. Þá kynna fulltrúar í dómnefndinni verkin sem þeir tilnefna frá löndum sínum.

Verðlaunahafi síðasta árs, finnski fiðlusnillingurinn Pekka Kuusisto, og færeyski söngvarinn og lagasmiðurinn Teitur standa fyrir tónlistarspuna. Ljósmynd: Martin Thaulow

Atburðurinn fer fram kl. 18 í Kupé við Toldboldgade 6, Árósum, kl. 18.