Tilnefningar til verðlauna Norðurlandaráðs 2017

08.02.17 | Fréttir
Finlandia Talo
Photographer
Eero Venhola
Tilnefningar til hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs eru kynntar ein af annarri yfir árið og verðlaunin síðan afhent í Helsinki þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Tilnefningar til:

bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verða kynntar 23. febrúar.

barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verða kynntar 5. apríl.

tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs  verða kynntar 26. apríl.

umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða kynntar 16. júní.

kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs verða kynntar 22. ágúst.

Verðlaunahafarnir verða kynntir og verðlaunin afhent í Finlandia-húsinu í Helsinki þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Finnska ríkissjónvarpsstöðin, YLE, sendir út frá verðlaunaafhendingunni á stöðinni Areena kl. 20:00–21:00 (að finnskum tíma) og sendir einnig út beint streymi á vefnum kl. 19:45–21:00: