Document Actions

Tilnefningar til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir 2018

Dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur birt tilnefningar til verðlaunanna á árinu 2018.

26.03.2018
Ljósmyndari
iStock

Á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna mánudaginn 26. mars 2018 kynnti dómnefndin eftirfarandi tólf verk sem tilnefnd eru til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir á árinu 2018:


Danmörk

Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung og Rasmus Meisler (myndskr.), Dansklærerforeningen, 2017
Hest Horse Pferd Cheval Love eftir Mette Vedsø, Jensen & Dalgaard, 2017

Finnland

Kurnivamahainen kissa eftir Magdalena Hai & Teemu Juhani (myndskr.), Karisto, 2017
Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson, Schildts & Söderströms, 2017

Færeyjar

Træið eftir Bárð Oskarsson, Bókadeild Føroya Lærarafelags, 2017

Ísland

Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir, Forlagið, 2017
Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler & Rakel Helmsdal, Forlagið, 2017

Noregur

Ingenting blir som før eftir Hans Petter Laberg, Cappelen Damm, 2017
Alice og alt du ikke vet og godt er det eftir Torun Lian, Aschehoug forlag, 2017

Samíska málsvæðið

Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja eftir Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (myndskr.), Iđut, 2014

Svíþjóð

Fågeln i mig flyger vart den vill eftir Sara Lundberg, Mirando Bok, 2017
Norra Latin eftir Sara Bergmark Elfgren, Rabén Sjögren, 2017

Álandseyjar

Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson, Schildts & Söderströms, 2017

Verðlaunahafi tilkynntur 30. október

Nafn handhafa verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir verður tilkynnt í Norsku óperunni þann 30. október 2018 þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum.

Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Verðlaun Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir voru veitt í fyrsta sinn á þingi Norðurlandaráðs árið 2013 um leið og önnur verðlaun ráðsins. Verðlaunin eru afhent að ósk menningarráðherra Norðurlanda sem vilja efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum Norðurlanda.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir á hverju ári fimm verðlaun en þau eru á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar, umhverfismála og barna- og unglingabókmennta. Verðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi á sviði umhverfismála um leið og veita framúrskarandi árangri á sviði lista og umhverfismála viðurkenningu. Verðlaunin eiga að vekja athygli á norrænu samstarfi.

Tengiliðir

Elisabet Skylare
Sími +45 2171 7127
Netfang elisky@norden.org