Document Actions

Verðlaunahafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs opnar bókasýninguna í Gautaborg

Merethe Lindstrøm, sem nýlega hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs mun opna bókasýninguna í Gautaborg 2012. Þema sýningarinnar í ár verður Norðurlönd og norrænar bókmenntir og er haldin í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina.

03.04.2012

Ég hlakka til þess að taka þátt í því að vekja athygli á norrænum bókmenntun, dýpt þeirra og breidd", segir Merethe Lindstrøm. Norski rithöfundurinn opnar bókasýninguna í Gautaborg í ár.

Ljósmyndari
Johannes Jansson

Á bókasýningunni í Gautaborg munu gestir fá tækifæri til að hitta eftirsóttustu norrænu rithöfundana, þegar Merethe Lindstrøm, verðlaunahafi ársins, opnar stærstu bókasýningu Norðurlanda þann 27. september.

„Það er mér mikill heiður að opna mikilvægustu bókasýningu Norðurlanda. Sérstaklega í ár, þegar Norðurlönd eru í brennidepli á sýningunni. Ég hlakka til þess að taka þátt í því að vekja athygli á norrænum bókmenntun, dýpt þeirra og breidd", segir Merethe Lindstrøm.

Rithöfundurinn sem er 48 ára mun einnig opna norræna sýningarbásinn og taka þátt í þeim bókmenntaviðburðum sem þar verða í boði.

Undirbúningsvinnan við norræna þemað er á fullu, en þemað er unnið í samstarfi bókasýningarinnar í Gautaborg og Norrænu ráðherranefndarinnar. Auk þeirra tekur fjöldi norrænna stofnana, sendiráða og útgefenda þátt í samstarfinu. Rithöfundar frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í námstefnum og öðrum viðburðum á sýningunni.

Merethe Lindstrøm tók við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs þann 22. mars, fyrir skáldsögu sína Dage i stilhedens historie.

Tengiliðir

Maria Källsson Bok & Bibliotek sími: +46 (0) 31 708 84 20