Vinnumál og flóttamenn á dagskrá stjórnmálahátíða

17.05.16 | Fréttir
Folkemødet 2015
Photographer
norden.org/Mette Højberg
Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin ætla að vanda að taka þátt í stjórnmálahátíðunum á Norðurlöndum. Þar verður meðal annars rætt um úttekt Poul Nielsons á norrænum vinnumarkaði, „Arbejdsliv i Norden“ Flóttamannavandinn mun auðvitað setja mark sitt á umræðurnar á Folkemødet í Danmörku, Almedalsveckan í Svíþjóð, SuomiAreena í Finnlandi, Arendalsuka í Noregi og Fundi fólksins á Íslandi. Næsta sumar verður í fyrsta sinn haldin stjórnmálahátíð af þessu tagi á Grænlandi og verður hún í umsjón stéttarsambandsins SIK.

Tjald Norðurlanda á Folkemødet á Borgundarhólmi 16. -19. júní

Viðfangsefnin sem tekin verða fyrir á umræðufundunum og viðburðunum tólf í Tjaldi Norðurlanda spanna vítt svið. Á fundi með yfirskriftinni „Verður norræna líkanið rekið?“ ræðir Poul Nielson úttektina sem hann hefur gert á norrænum vinnumarkaði. Meðal þátttakenda í umræðunni verða einnig Henrik Dam Kristensen, forseti Norðurlandaráðs, og fulltrúar samtaka launþega og vinnuveitenda. Peter Christensen, samstarfsráðherra Danmerkur, sem jafnframt er varnarmálaráðherra og formaður NORDEFCO, tekur þátt í umræðunni „Norðurlönd í NATO? Norrænt varnarmálasamstarf 2,0“. Carl Haglund, fyrrum varnarmálaráðherra Finna, verður einnig meðal þátttakenda. Á umræðufundi með yfirskriftinni „Bonderøven og Skavlan“ ræða Bertel Haarder, menningarmálaráðherra Dana, og fleiri hvort til sé sameiginlegur opinber vettvangur Norðurlanda. Meðal þátttakenda verða Morten Rud framkvæmdastjóri, Rud Pedersen, Jette Lykke, forstöðumaður Folkemødet, Rushy Rashid Højberg rithöfundur, Hilde Sandvik frá broen.xyz og Heidi Avellan, stjórnmálaritstjóri dagblaðsins Sydsvenskan

 

Qassimiuaarneq2016 28.-30. júní í Nuuk

Í fysta sinn verður stjórnmálahátíð í anda Fundar fólksins haldin á Grænlandi. Hún verður haldin af stéttarsambandinu SIK og nefnist Qassimiuaarneq. SIK hefur tekið frumkvæði að hátíðinni til að fagna sextíu ára afmæli verkalýðshreyfingarinnar undir merkjum lýðræðis, samkenndar og alþýðu. Fyrirmyndirnar sækir SIK til Norðurlanda, Vestur-Norðurlanda og nágranna við Atlantshaf. Qassimiuaarneq á að verða nýr vettvangur fyrir breiða umræðu um stjórn-, efnahags-, atvinnu-, félags- og menningarmál

Markmið Qassimiuaarneq2016 er að ýta undir umræðu, ný bandalög og samstarf þvert á Norðurlönd og Norður-Atlantshaf með áherslu á hvernig hægt sé að skapa sjálfbæran vöxt og efla menntun og atvinnu, með sérstaka áherslu á ferðamennsku, hráefnavinnslu og sjávarútveg.

Dagur Norðurlanda í Almedalení Svíþjóð 4. júlí

Lifir samstarf Norðurlanda af flóttamannavandann? Ylva Johansson, vinnumarkaðsráðherra Svía, og Anne Berner samstarfsráðherra Finna, skiptast á skoðunum. Og hvernig lítur Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, á aukin hernaðarumsvif Rússa við Eystrasalt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem varpað verður fram á degi Norðurlanda í Almedalsvikunni í sumar.

Samtals verða haldanir ellefu viðburðir sem tengjast norrænum viðfangsefnum í Taverna-tjaldinu á Strandvägen 4. Auk flóttamannavandans og varnarmála verða tekin fyrir dæmi um hvað Svíar geta lært af nágrannaþjóðum sínum í tengslum við baráttuna gegn ofbeldsfullri öfgastefnu, hvernig borgaralegt samfélag og yfirvöld geti best starfað saman að því að aðstoða ungmenni sem eiga í erfiðleikum og til hvaða ráða þurfi að grípa til að nýir ríkisborgarar geti fengið vinnu.

 

Norden2016 á SuomiAreena í Björneborg í Finnlandi 11.–15. júlí

Finnar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og Anne Berner, samstarfsráðherra Finna, tekur þátt í umræðunni um skýrslu Poul Nielsons ásamt skýrsluhöfundinum, Anne Abrahamsson, forseta Norðurlandaráðs æskunnar, og Magnus Gissler, framkvæmdastjóra Samtaka norrænna stéttarfélaga (NFS).

Norðurlöndin taka þátt í beinni útsendingu „Pop Up Norden“-þáttarins sem sjónvarpsstöðin MTV3 sendir út frá SuomiAreena. Eftirherman og leikarinn Christoffer Strandberg og tónlistarmaðurinn Fredrik Furu koma fram fyrir hönd norræns samstarfs.

SuomiAreena-hátíðin er helguð ákveðnu þema á hverju ári og að þessu sinni er það finnskt starf og starfsemi samfélagssamtaka.

Arendalsvikan í Noregi 15.–20. ágúst

Að vanda verður norrænn bás við „Stjónrnmálagötuna“ alla Arendalsvikuna. Poul Nielson kemur líka til Arendals og tekur þátt í umræðu með yfirskriftinni „Hvernig getur norrænt samstarf stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku og minna atvinnuleysi í Noregi?“. Henrik Dam Kristensen, forseti Norðurlandaráðs, verður einnig meðal þátttakenda. Einnig verður fjallað um eftirfarandi efni: „State of the Nordic Region 2016“ (Nordregio), „Stjórnsýsluhindranir tengdar vinnu og ungmenni á Norðurlöndum“, „Einsömul flóttabörn“ og „Mun norræna velferðarlíkanið lifa af atvinnuleysi, deilihagkerfið og innflytjendastraum?“

Fundur fólksins í Reykjavík 2.-3. september

Fyrsti Fundur fólksins sem haldinn var á Íslandi í fyrra tókst ákaflega vel og verður þess vegna endurtekinn á þessu ári. Að þessu sinni verða samtökin Almannaheill aðalskipuleggjendur hátíðarinnar, en Norræna húsið í Reykjavík mun gegna mikilvægu hlutverki sem meðskipuleggjandi.