Document Actions

Greinar

Norræna velferðarkerfið stendur frammi fyrir þremur vandamálum
Silje Asplund Hole - Ukebrevet Mandag Morgen
24/10 2006
Í rannsóknarverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um velferð er komist að þeirri niðurstöðu að við búum við norrænt velferðarkerfi sem byggir á sameiginlegum gildum, þrátt fyrir að löndin reki mismunandi velferðarpólitík á ýmsum sviðum. Sameiginlegu gildin eru augljós þegar við berum Norðurlönd saman við önnur lönd Evrópu og OECD.
Norræna velferðarmódelið yfirgefið?
Ólafur Stephensen
24/10 2006
Íslenzka efnahagsundrið hefur á undanförnum árum skilað Íslendingum miklum kjarabótum. Allir hafa það betra en fyrir tíu árum og ríkidæmi Íslendinga fer ekki framhjá neinum. En misskipting tekna og eigna eykst engu að síður. Afmarkaðir hópar hafa orðið útundan í góðærinu og sumir halda því fram að Ísland sé á hraðri siglingu í burtu frá hinu skandinavíska velferðarmódeli.
Grænland: Örari þróun – minni meðferð
Gert Mulvad
24/10 2006
Velferð snýst um félagslegt og efnahagslegt öryggi borgaranna. Eigi börnin að leggja sitt af mörkum til að tryggja meiri velferð fyrir alla í Grænlandi í framtíðinni, er forsendan að þau kynnist velferð og öryggi í uppvexti sínum auk þess sem þeim sé tryggð góð heilsa. Það verður að leggja áherslu á uppvöxtinn í fjölskyldunni og framboð samfélagsins á barnagæslu, þróun og menntun á næstu áratugum. Hin hraða þróun í Grænlandi þar sem fjölskyldugerðin, vinnumarkaður og efnahagur hefur tekið miklum breytingum, hefur skapað þörf fyrir félagslegt kerfi sem virkar vel við að vinna upp það tap sem fylgt hefur þróun síðustu áratuga.
Daður hægrimanna náði til vinstri kjósenda
Margit Silberstein
24/10 2006
Kosningarnar í haust voru frábrugðnar fyrrum pólitískum átökum, þar sem velferðin skildi ekki pólitísku fylkingarnar tvær að, í þetta sinn. Frederik Reinfeldt formaður hófsamra lofaði meira að segja í hita leiksins að sama hve miklu fjármagni jafnaðarmenn lofuðu í opinbera geirann, væri hann tilbúinn að leggja jafn mikið eða jafnvel meira af mörkum. Stefna borgaralegu ríkisstjórnarinnar felst hins vegar í niðurskurði félagslegra trygginga og þar með lækkun bóta til sjúklinga, þeirra sem þiggja eftirlaun og ekki síst til atvinnulausra. Sparnaður sem af þessu hlýst verður nýttur til nýsköpunar starfa með það markmið að bjarga velferðarkerfinu.
Olíupeningar auka þrýstinginn á velferðarkerfið
Aslak Bonde
24/10 2006
Olíupeningar eður ei, þá stendur Noregur frammi fyrir sömu vandamálum tengdum velferðaríkinu og öll önnur vesturevrópsk ríki – meðalaldur hækkar, sífellt stærri hluti þjóðarinnar er utan vinnumarkaðarins, innflytjendahópar sem eiga erfitt með að samlagast þjóðfélaginu, sífellt dýrara heilbrigðiskerfi og fjölmiðlasamfélag sem hefur lítið umburðalyndi gagnvart óvinsælum stjórnvöldum. Svo ekki sé talað um vaxandi óánægju sem fylgir auknum væntingum sem enginn skortur er á í landi sem á ofgnótt olíudollara.
Orkukreppa leiðir hugsanlega til ríkistjórnarkreppu
Aslak Bonde
26/09 2006
Síðasta ríkisstjórnarkreppa í Noregi kom í kjölfarið á langvarandi pólitískri deilu um byggingu á gasorkuveri. Orkumálaumræðan inniheldur ennþá nógu mikið pólitískt sprengiefni til þess að geta leitt til pólítískrar kreppu, sérstaklega núna eftir þurrt og heitt sumar í Suður-Noregi sem hefur leitt til þess að uppistöðulón eru nánast tóm og spáð er háu orkuverði í vetur. Reiknað er með að orkuverðið verði næstum því jafnhátt og það sem við þekkjum frá löndunum á meginlandi Evrópu.
Olíuleit og nýir möguleikar varðandi raforku eru hitamál í Færeyjum
Jákup Magnussen
26/09 2006
Menn bíða og vona að brátt finnist auðugar olíulindir á hafsvæðunum í kringum Færeyjar. En það er þó ennþá óvíst hvort olían verður framtíðartekjulind Færeyja. Þrátt fyrir að það líti ágætlega út á pappírnum að 45% orkuframleiðslu á landi komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum (vatns- og vindorku), þá eru það einungis 3% af heildarorkunotkuninni. Svo mikið af orkunni á rætur sínar að rekja til olíunnar. Olía er jafnvel notuð til húshitunar. Það er ráðgert að auka framleiðsluna á grænni orku, meðal annars með því að nota vetni og með því að nota í auknum mæli hina umdeildu vatnsorku. En Færeyjar menga mikið. Skortur á stefnu og tölfræðilegum upplýsingum gerir það að verkum að erfitt er að fylgja Kyotosamningnum.
Orkuhlaðin stjórnmálaumræða
Ólafur Stephensen
26/09 2006
Stefnan í orkumálum er stærsta pólitíska deilumálið á Íslandi nú um stundir. Íslendinga vantar ekki orku; þeir sitja á gríðarmiklum, hreinum og endurnýjanlegum orkulindum í formi vatnsfalla og jarðhita. En, svo þversagnakennt sem það hljómar, orkar nýting þessara orkulinda mjög tvímælis út frá umhverfissjónarmiðum og afstaðan til orkumála skiptir þjóðinni í vaxandi mæli í tvær fylkingar.
Kjarnorka ekki kosningamál
Margit Silberstein
26/09 2006
Hátt rafmagnsverð varð að þrætuepli borgaralegu flokkanna og jafnaðarmanna í kosningabaráttunni í Svíþjóð. Það hefði einnig mátt deila hart um kjarnorkuframleiðslu, því nokkrum vikum fyrir kosningar kom upp alvarleg bilun í kjarnakljúfum tveggja kjarnorkuvera, í Oskarshamn og Forsmark. En svo varð ekki, því hvorug stjórnmálafylkingin vildi taka þá áhættu að opinbera innbyrðis ágreining og þar með gera kjarnorkuframleiðslu að kosningamáli.
Norrænn sýningarsalur fyrir nýja orkutækni
Nordisk Energiforskning
26/09 2006
Norðurlönd eru í fararbroddi hvað varðar þróun á nýrri, umhverfisvænni orkuframleiðslutækni. En erum við nógu sýnileg? Geta Norðurlönd nýtt sér stöðu sína sem leiðandi afl í heiminum í framleiðslu á endurnýjanlegri orku, t.d. með því að vera svæði sem prófar og sýnir nýja orkutækni? Það var þema málstofunnar „Top of Europe - Demonstrating New Energy Technologies“ sem haldin var í Bodø í Noregi 6. – 7. september. Málstofan var skipulögð af Norðmönnum sem hafa formennsku í norrænu orkumálasamstarfi og Norrænu orkurannsóknarstofnuninni. Hún var haldin á undan ráðherraráðsfundi norrænu orkumálaráðherranna 7. – 8. september.
Ný umhverfisstefna í Danmörku
26/09 2006
Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hefur tekið forystuna í meiriháttar stefnumótun þar sem ríkisstjórn Vinstriflokksins og Íhaldsflokksins snýr óvænt við blaðinu í umhverfis- og orkumálapólitík. Fogh ætlar að leggja fram metnaðarfulla orkuáætlun sem á að koma Danmörku á heimskortið sem brautryðjanda og gefa ríkisstjórn hans græna ásýnd. Átakið sýnir áhrifamikil umskipti.
Finnar hyggjast nota meiri kjarnorku
Markku Heikkilä
26/09 2006
Í Finnlandi er vaxandi eftirspurn eftir orku ekki mætt á sama hátt og á hinum Norðurlöndunum vegna þess að þar í landi hyggja menn á frekari notkun kjarnorku. Auðvitað er mikið rætt um lífræna orkugjafa og hvernig hægt sé að komast hjá því að vera háður olíu en í iðnaðargeiranum reikna menn meðal annars að fullnægja grunnþörfum fyrir orku með kjarnorku.
Anders Fogh og Bush í hjólreiðatúr, en í Danmörku eru lesbíur í brennidepli
Lotte Hansen
21/06 2006
Stjórnmálamennirnir hafa sig ótrúlega lítið í frammi meðan þeir þinga á fullu við að koma öllu heim og saman í nýju velferðarumbótunum. Það fréttist ekki mikið af því. En réttur lesbía til tæknifrjóvgunar hefur um tíma verið um það bil að kljúfa stærsta stjórnmálaflokk Danmerkur, stjórnarflokkinn Vinstri. Forsætisráðherra eyðir ekki tímanum í þess háttar deilur, heldur fer í hjólreiðatúr með Bush Bandaríkaforseta í Camp David og fræðir hann um nokkur sannleikskorn á leiðinni.
Ný ríkisstjórn á Íslandi
Björg Eva Erlendsdóttir
21/06 2006
Forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins Halldór Ásgrímsson hætti óvænt í stjórnmálum í byrjun júní. Nýr forsætisráðherra er Geir H. Haarde formaður sjálfstæðisflokksins. Stórfurðulegar sviptingar í Framsóknarflokknum eru ástæða þess að ný ríkisstjórn, mynduð af sömu flokkum, með sömu stefnu hefur tekið við á Íslandi. Skipt var um marga ráðherra, þótt aðeins séu tíu mánuðir til næstu Alþingiskosninga.
Barist um völdin á Netinu og hylli kjósenda
Margit Silberstein
21/06 2006
Skipti á tölvuskrám, ólöglegt niðurhal á tónlist og kvikmyndum og aðgerðir lögreglu til að stöðva starfsemi skiptiskrársíðunnar The Pirate Bay hafa verið helstu pólitísku deilumálin í Svíþjóð síðustu vikurnar. Umræðan hefur kveikt heitar tilfinningar og skyndilega skiptu stjórnmálamenn, bæði á vinstri og hægri vængnum, um skoðun á því hvað væri leyfilegt að aðhafast á Netinu. Skipti á tölvuskrám eru umfram allt nauðsynleg fyrir ungt fólk. Og í komandi kosningum munu 400.000 ungmenni kjósa í fyrsta sinn. Það er því um að gera fyrir stjórnmálamennina að vera í "réttu skránni".
Borgaraleg sumarhelgi
Markku Heikkilä
21/06 2006
Í Finnlandi er menn þegar farnir að hugsa um hvernig ástandið verði eftir kosningarnar í mars á næsta ári. Nú þegar flokksþingunum er lokið lítur út fyrir að borgaraleg stjórn sé raunhæfur kostur. Að minnsta kosti munu umræðurnar um aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu fá byr undir báða vængi aftur.
Fyrsta uppnámið í nýrri ríkisstjórn Noregs
21/06 2006
„Rauðasta ríkisstjórn Evrópu“ er ekki mjög róttæk. Kjósendur Sósíalíska vinstriflokksins eru vonsviknir og leiðtogar atvinnulífsins eru í meginatriðum ánægðir með að stjórnarmeirihlutinn er stöðugur undir góðri stjórn hófsemdarmannsins Jens Stoltenbergs. Skortur á áræðni og róttækni ríkisstjórnarmeirihlutans hefur leitt til óróa í ríkisstjórnarflokkunum þremur, og óróinn kann að hafa umtalsverðar afleiðingar, sérstaklega fyrir Verkamannaflokkinn.
Pólitísk vakning í staðinn fyrir samningapólitík
Lotte Hansen
24/05 2006
Eftir að Róttæki vinstriflokkurinn sleit flokkssamstarfinu við Sósíaldemókrataflokkinn hefur orðið gjörbylting í danskri pólitík. Það varð flokkspólitísk vakning: Einmitt þegar loforða- og samningapólitík vegnar einum of vel og Sósíalski þjóðarflokkurinn er meira að segja farinn að lofa fátækum ungmennum upphæð, sem nemur 12 þúsundum íslenskra króna, fara flokkarnir að standa á eigin fótum og hafna því að vera rígbundnir við annaðhvort vinstri eða hægri væng stjórnmálanna. Það eru ekki lengur aðeins tvær fylkingar í dönskum stjórnmálum, heldur eru nú sjö flokkar á Þjóðþinginu.
Framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs
Björg Eva Erlendsdóttir
24/05 2006
Íslenskt efnahagslíf hefur átt við veikindi að stríða síðustu mánuði. Eftir fall íslensku krónunnar um í byrjun mars, hefur verðbólgan rokið upp og efnahagslífið sýnt ýmis einkenni ójafnvægis. Deilt er um hvort sjúkdómseinkenni í íslensku efnahagslífið séu til marks um smávægilegt kvef eða hættulega flensu.
Rússneskt rafmagn og stjórnarskrá ESB
Markku Heikkilä
24/05 2006
Áætlun um rafmagnsleiðslu frá Rússlandi til Svíþjóðar um Finnland og staðfestingin á stjórnarskrá ESB eru málefni sem hafa verið áberandi í stjórnmálaumræðum í Finnlandi í vor. Í báðum tilfellum snerta málefnin samband landsins við nágranna sína og séð frá víðara sjónarhorni stöðu þess í Evrópu. Með öðrum orðum afar hversdagsleg málefni í finnskri umræðu.