Document Actions

Greinar

Sigurinn í dægurlagakeppninni var kraftaverki líkastur
Markku Heikkilä
29/11 2006
Það má með sanni segja að sigur Finnlands í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í vor hafi verið græðandi plástur á sárið. Áhrifin voru ennþá meiri vegna þess að sigurlagið sem var flutt af skrímslabandinu Lordi smaug beint inn í hjörtu Finnanna og opnaði augu margra fyrir því að stundum felst áhrifamáttur menningarinnar einmitt í því sérlundaða og frumlega.
Puntmálaflokkurinn nú eitt aðalmálið
Aslak Bonde
29/11 2006
Í Noregi hefur rauð-græna ríkisstjórnin sett sér það takmark að menningin verði „mikilvægur málaflokkur sem leggja beri ríka áherslu á“. Samkvæmt ráðherra menningarmála er það ólíkt því sem verið hefur öll undanfarin ár þar sem menningin hefur verið meira til skrauts, málaflokkurinn sem fékk hratið þegar búið var útdeila öllum stóru fjárhæðunum. Eftir að hafa setið á valdastólum í eitt ár hefur ríkisstjórnin aukið fjárframlög til menningarmála en það er þó enn óljóst hver ætlunin er með aukinni áherslu á menningarmál. Enn hefur ekkert verið aðhafst annað en veita mörgum örlítið fjárframlag.
Ólga í sænsku menningarlífi eftir kosningar
Margit Silberstein
29/11 2006
Allt í einu komst menningin í kastljós stjórnmálaumræðunnar í Svíþjóð. Það sem helst varð þess valdandi var að Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra landsins skipaði nýjan menningarmálaráðherra, í óþökk menningarelítunnar, sem lét heldur betur í sér heyra. En Cecilia Stegö Chilo var einungis búin að vera ráðherra menningarmála í 10 daga þegar hún neyddist til að segja af sér. Í þessum stutta ráðherradómi var hún kjöldregin fyrir að hafa ekki greitt afnotagjöld af sænska ríkissjónvarpinu í 16 ár.
Menningin blómstrar við skort á menningarpólitík
Ólafur Stephensen
29/11 2006
Menningin blómstrar á Íslandi. Það er sama hvert litið er; í leiklist, kvikmyndum, bókmenntum, tónlist og myndlist er gróskan og fjölbreytnin meiri en áður hefur þekkzt. Íslenzkt menningarlíf er alþjóðavæddara en nokkru sinni fyrr. Allir eru að skapa list til útflutnings, allt frá bílskúrsböndum til Þjóðleikhússins. Er þetta af því að rekin hafi verið árangursrík menningarpólitík? Sennilega ekki.
Þegar menningarbaráttan geisar
29/11 2006
Það er ekkert nýtt í því að menningarpólitík sé jafnframt menningarbarátta. En í Danmörku hefur sú staðreynd fengið nýja þýðingu og orðið eitt af aðalmálunum eftir þingkosningarnar árið 2001 þegar Sósíaldemókrataflokkurinn beið niðurlægjandi ósigur fyrir Anders Fogh Rasmussen sem gat myndað sína borgaralegu og frjálslyndu VK-ríkisstjórn Vinstriflokksins og Íhaldsflokksins með stuðningi Danska þjóðarflokksins.
Deilt um nýtt menningarhús á Álandseyjum
Nina Fellman
29/11 2006
Á að gera stórátak í menningarmálum á Álandseyjum - eða hvað? Biðtími er runninn upp fyrir menningarlífið - eða öllu heldur tími eftirvæntingar. Eftir margra ára hik, greiningar, samkeppnir um útlit og innréttingar og útrunna fresti fyrir pólitíska ákvörðun, hefur álenska þingið loksins samþykkt að reist verði stórt ráðstefnu- og menningarhús í miðborg Mariuhafnar, höfuðstað eyjanna.
Menningin mikilvæg fyrir efnahagslífið
Astrid Söderbergh Widding - Professor vid Stockholms Universitet, Filmvetenskapliga institutionen
29/11 2006
Eftir Astrid Söderbergh Widding, prófessor við kvikmyndastofnun háskólans í Stokkhólmi. Nýtt skipulag í norrænu menningarsamstarfi var innleitt líkt og í skjóli myrkurs, því engin umræða eða umfjöllun hefur verið um breytingarnar í fjölmiðlum. Þögnin er óþægileg, því hún sýnir að menningin virðast ávallt lenda í skammarkrók opinberrar umræðu. Sem er í engu samræmi við raunveruleikann eins og bent er á í nýrri skýrslu frá Evrópusambandinu.
Ódýrt áfengi skilur eftir sig ljót spor
Markku Heikkilä
24/10 2006
Það er engin goðsögn að Finnar þoli ekki áfengi. Allt síðan gjöldin á áfengi voru lækkuð mjög mikið árið 2004 hefur neysla áfengra drykkja í Finnlandi aukist gríðarlega og samfara neyslunni tjónið sem drykkjan hefur í för með sér. Það bitnar fyrst og fremst á fjölskyldum sem minna mega sín, síðast og ekki síst þar sem finnskt velferðarsamfélag skiptist í æ ríkara mæli í meirihluta þeirra sem gengur allt í haginn og hinn sundraðan minnihluta.
Baráttan fyrir velferð í Danmörku hefur áhrif á kjósendur
24/10 2006
Stjórnmál í Danmörku eru að taka breytingum. Skoðanakannanir sýna að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og ríkisstjórnin ásamt stuðningsflokknum Danska þjóðarflokknum missi fylgi en fylgi stjórnarandstöðunnar með Sósíaldemókrataflokkinn í broddi fylkingar fari vaxandi. Framgang sinn á Sósíaldemókrataflokkurinn því að þakka að flokkurinn er aftur að ná tökum á velferðarpólitíkinni og þar með má búast við að brátt skapist á ný „hefðbundnara ástand“ í dönskum stjórnmálum. Sögulega séð hefur það verið afar óvenjulegt að Anders Fogh Rasmussen, sem formaður hins borgaralega og frjálslynda Vinstriflokks, skuli í allnokkur ár hafa getað eignað flokknum velferðarmálin. Erlendum stjórnmálaskýrendum sést oft yfir þá staðreynd.
Norræna velferðarkerfið stendur frammi fyrir þremur vandamálum
Silje Asplund Hole - Ukebrevet Mandag Morgen
24/10 2006
Í rannsóknarverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um velferð er komist að þeirri niðurstöðu að við búum við norrænt velferðarkerfi sem byggir á sameiginlegum gildum, þrátt fyrir að löndin reki mismunandi velferðarpólitík á ýmsum sviðum. Sameiginlegu gildin eru augljós þegar við berum Norðurlönd saman við önnur lönd Evrópu og OECD.
Norræna velferðarmódelið yfirgefið?
Ólafur Stephensen
24/10 2006
Íslenzka efnahagsundrið hefur á undanförnum árum skilað Íslendingum miklum kjarabótum. Allir hafa það betra en fyrir tíu árum og ríkidæmi Íslendinga fer ekki framhjá neinum. En misskipting tekna og eigna eykst engu að síður. Afmarkaðir hópar hafa orðið útundan í góðærinu og sumir halda því fram að Ísland sé á hraðri siglingu í burtu frá hinu skandinavíska velferðarmódeli.
Grænland: Örari þróun – minni meðferð
Gert Mulvad
24/10 2006
Velferð snýst um félagslegt og efnahagslegt öryggi borgaranna. Eigi börnin að leggja sitt af mörkum til að tryggja meiri velferð fyrir alla í Grænlandi í framtíðinni, er forsendan að þau kynnist velferð og öryggi í uppvexti sínum auk þess sem þeim sé tryggð góð heilsa. Það verður að leggja áherslu á uppvöxtinn í fjölskyldunni og framboð samfélagsins á barnagæslu, þróun og menntun á næstu áratugum. Hin hraða þróun í Grænlandi þar sem fjölskyldugerðin, vinnumarkaður og efnahagur hefur tekið miklum breytingum, hefur skapað þörf fyrir félagslegt kerfi sem virkar vel við að vinna upp það tap sem fylgt hefur þróun síðustu áratuga.
Daður hægrimanna náði til vinstri kjósenda
Margit Silberstein
24/10 2006
Kosningarnar í haust voru frábrugðnar fyrrum pólitískum átökum, þar sem velferðin skildi ekki pólitísku fylkingarnar tvær að, í þetta sinn. Frederik Reinfeldt formaður hófsamra lofaði meira að segja í hita leiksins að sama hve miklu fjármagni jafnaðarmenn lofuðu í opinbera geirann, væri hann tilbúinn að leggja jafn mikið eða jafnvel meira af mörkum. Stefna borgaralegu ríkisstjórnarinnar felst hins vegar í niðurskurði félagslegra trygginga og þar með lækkun bóta til sjúklinga, þeirra sem þiggja eftirlaun og ekki síst til atvinnulausra. Sparnaður sem af þessu hlýst verður nýttur til nýsköpunar starfa með það markmið að bjarga velferðarkerfinu.
Olíupeningar auka þrýstinginn á velferðarkerfið
Aslak Bonde
24/10 2006
Olíupeningar eður ei, þá stendur Noregur frammi fyrir sömu vandamálum tengdum velferðaríkinu og öll önnur vesturevrópsk ríki – meðalaldur hækkar, sífellt stærri hluti þjóðarinnar er utan vinnumarkaðarins, innflytjendahópar sem eiga erfitt með að samlagast þjóðfélaginu, sífellt dýrara heilbrigðiskerfi og fjölmiðlasamfélag sem hefur lítið umburðalyndi gagnvart óvinsælum stjórnvöldum. Svo ekki sé talað um vaxandi óánægju sem fylgir auknum væntingum sem enginn skortur er á í landi sem á ofgnótt olíudollara.
Orkukreppa leiðir hugsanlega til ríkistjórnarkreppu
Aslak Bonde
26/09 2006
Síðasta ríkisstjórnarkreppa í Noregi kom í kjölfarið á langvarandi pólitískri deilu um byggingu á gasorkuveri. Orkumálaumræðan inniheldur ennþá nógu mikið pólitískt sprengiefni til þess að geta leitt til pólítískrar kreppu, sérstaklega núna eftir þurrt og heitt sumar í Suður-Noregi sem hefur leitt til þess að uppistöðulón eru nánast tóm og spáð er háu orkuverði í vetur. Reiknað er með að orkuverðið verði næstum því jafnhátt og það sem við þekkjum frá löndunum á meginlandi Evrópu.
Olíuleit og nýir möguleikar varðandi raforku eru hitamál í Færeyjum
Jákup Magnussen
26/09 2006
Menn bíða og vona að brátt finnist auðugar olíulindir á hafsvæðunum í kringum Færeyjar. En það er þó ennþá óvíst hvort olían verður framtíðartekjulind Færeyja. Þrátt fyrir að það líti ágætlega út á pappírnum að 45% orkuframleiðslu á landi komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum (vatns- og vindorku), þá eru það einungis 3% af heildarorkunotkuninni. Svo mikið af orkunni á rætur sínar að rekja til olíunnar. Olía er jafnvel notuð til húshitunar. Það er ráðgert að auka framleiðsluna á grænni orku, meðal annars með því að nota vetni og með því að nota í auknum mæli hina umdeildu vatnsorku. En Færeyjar menga mikið. Skortur á stefnu og tölfræðilegum upplýsingum gerir það að verkum að erfitt er að fylgja Kyotosamningnum.
Orkuhlaðin stjórnmálaumræða
Ólafur Stephensen
26/09 2006
Stefnan í orkumálum er stærsta pólitíska deilumálið á Íslandi nú um stundir. Íslendinga vantar ekki orku; þeir sitja á gríðarmiklum, hreinum og endurnýjanlegum orkulindum í formi vatnsfalla og jarðhita. En, svo þversagnakennt sem það hljómar, orkar nýting þessara orkulinda mjög tvímælis út frá umhverfissjónarmiðum og afstaðan til orkumála skiptir þjóðinni í vaxandi mæli í tvær fylkingar.
Kjarnorka ekki kosningamál
Margit Silberstein
26/09 2006
Hátt rafmagnsverð varð að þrætuepli borgaralegu flokkanna og jafnaðarmanna í kosningabaráttunni í Svíþjóð. Það hefði einnig mátt deila hart um kjarnorkuframleiðslu, því nokkrum vikum fyrir kosningar kom upp alvarleg bilun í kjarnakljúfum tveggja kjarnorkuvera, í Oskarshamn og Forsmark. En svo varð ekki, því hvorug stjórnmálafylkingin vildi taka þá áhættu að opinbera innbyrðis ágreining og þar með gera kjarnorkuframleiðslu að kosningamáli.
Norrænn sýningarsalur fyrir nýja orkutækni
Nordisk Energiforskning
26/09 2006
Norðurlönd eru í fararbroddi hvað varðar þróun á nýrri, umhverfisvænni orkuframleiðslutækni. En erum við nógu sýnileg? Geta Norðurlönd nýtt sér stöðu sína sem leiðandi afl í heiminum í framleiðslu á endurnýjanlegri orku, t.d. með því að vera svæði sem prófar og sýnir nýja orkutækni? Það var þema málstofunnar „Top of Europe - Demonstrating New Energy Technologies“ sem haldin var í Bodø í Noregi 6. – 7. september. Málstofan var skipulögð af Norðmönnum sem hafa formennsku í norrænu orkumálasamstarfi og Norrænu orkurannsóknarstofnuninni. Hún var haldin á undan ráðherraráðsfundi norrænu orkumálaráðherranna 7. – 8. september.
Ný umhverfisstefna í Danmörku
26/09 2006
Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hefur tekið forystuna í meiriháttar stefnumótun þar sem ríkisstjórn Vinstriflokksins og Íhaldsflokksins snýr óvænt við blaðinu í umhverfis- og orkumálapólitík. Fogh ætlar að leggja fram metnaðarfulla orkuáætlun sem á að koma Danmörku á heimskortið sem brautryðjanda og gefa ríkisstjórn hans græna ásýnd. Átakið sýnir áhrifamikil umskipti.