Document Actions

Greinar

Vandi stjórnarandstöðunnar við að ná aftur að stjórnartaumunum
25/01 2006
Hægriflokkurinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann eigi að fara að því að ná aftur stjórnartaumum landsins. Stjórnmálasagan og reynsla frá öðrum löndum benda til þess að flokkurinn eigi að halla sér að miðjunni. Þar er að minnsta kosti möguleiki á að ná til margra kjósenda, sérstaklega þar sem búast má við að núverandi ríkisstjórn eigi eftir að verða róttækari en nokkru sinni áður. Vandamálið er hins vegar að Framfaraflokkurinn, flokkurinn sem er hægra megin við Hægriflokkurinn, er stór og hefur mikinn slagkraft.
Valdabarátta á Íslenska Fjölmiðlamarkaðnum
Björg Eva Erlendsdóttir
25/01 2006
Fréttir fjölmiðla og stjórnmálaumræða á Íslandi hafa síðustu vikur snúist mest um fjölmiðlana sjálfa - stjórn þeirra og rekstur. Siðareglur fjölmiðla, völd fjölmiðla, skyldur fjölmiðla, eigendur fjölmiðla, rekstrarform fjölmiðla, meiðyrðalöggjöf – hvort gul pressa eigi rétt á sér og hvort lítið þjóðfélag þoli gula pressu.
Niðursoðin samningapólitík
Lotte Hansen
25/01 2006
Þar kom að því, nú eru stóru kameljónflokkarnir, Vinstriflokkurinn, Danski þjóðarflokkurinn og Sósíaldemókrataflokkurinn á miðjunni, allir farnir að iðka það sama! – þ.e. að beita spunarökum til að skýra stjórnmálastefnu sína. Á bak og burt eru pólitískar hugsjónir og hugmyndir um hvert þjóðfélagið skuli stefna. Eftir sitja baráttuaðferðir við að ná til miðjukjósenda. Um jólin sagði talsmaður Vinstriflokksins sig úr dönsku þjóðkirkjunni af því að nokkrir prestar gagnrýndu stefnu stjórnarinnar í málefnum nýbúa. Gagnrýni sem að hluta til var endurtekin af sænska dagblaðinu Aftonbladet nokkrum vikum síðar.
Snilldarlögmenn munu sækja að Persson
Margit Silberstein
25/01 2006
Vinstriflokkurinn, samstarfsflokkur sænsku stjórnarinnar, hefur haldið flokksþing og tekið raunverulegt skref til vinstri. Bandalag hægriflokkanna undirbýr orrahríð á Göran Persson forsætisráðherra og aðra ráðherra sem kallaðir hafa verið fyrir stjórnarskrárnefnd þingsins. Snilldarlögmenn hægrimanna munu stjórna yfirheyrslum. Og Göran Lambertz ríkislögmaður/justitiekansler/Attorney General hefur blásið til stórsóknar gegn lögreglunni. Ef marka má hans orð bera lögreglumenn ljúgvitni fyrir dómstólum
Persónur mikilvægari en flokkar í forsetakosningunum
Markku Heikkilä
25/01 2006
Svona gætu málin hvergi æxlast á Norðurlöndunum nema í Finnlandi. Miðjuflokkurinn og Jafnaðarmenn starfa sama í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra Miðjuflokksins Matti Vanhanen reynir að fella sitjandi forseta, frambjóðenda Jafnaðarmanna og Vinstriflokksins Tarja Halonen í forsetakosningunum. Þegar Vanhanen mistókst ákvað hann að veita frambjóðanda Einingarflokksins Sauli Niinistö stuðning sinn. Markmiðið er að fá forseta úr röðum borgarlegu flokkanna. Forsætisráðherrann vinnur sem sagt ötullega að því að koma á framfæri forseta úr röðum stjórnarandstæðinga sem á að leiða utanríkismál landsins í samstarfi við stjórnina.
Örlítil áherslubreyting í pólitík Noregs gagnvart BNA og ESB
14/12 2005
Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV) telur að utanríkispólitík Bandaríkjanna „sé mesta ógnin við heimsfriðinn í dag“. Eitt helsta baráttumál Miðjuflokksins er andstaðan við aðild Noregs að Evrópusambandinu (ESB). En utanríkisráðherrann kemur úr þriðja og stærsta ríkisstjórnarflokknum. Enn er Verkamannaflokkurinn trygging fyrir samfellu í utanríkis- og varnarmálastefnu Noregs þó með smávægilegum breytingum sé.
Forsetakosningarnar nálgast
Markku Heikkilä
14/12 2005
Á lokaspretti kosningabaráttunnar um forsetaembættið kom upp ágreiningur um ákvæði stjórnarskrárinnar í Finnlandi. Það sem verra þykir er að ágreiningurinn snýst um stjórnvaldsákvæði forsetans. Lausn ríkistjórnarinnar á ágreiningnum var að ákveða snarlega að breyta stjórnarskránni. Í þessu landi sáttar og sameiningar hefur hvatinn að ákvörðuninni leitt til mun harðari stjórnmálabaráttu en áður hefur þekkst.
Hamfarakreppa í sænsku ríkisstjórninni
Margit Silberstein
14/12 2005
Vægðarlaus gagnrýni á sænsku stjórnina fyrir hvernig brugðist var við hamförunum við Indlandshaf um síðustu jól. Ofbeldi og útskúfun í úthverfunum. Trúarofstæki meðal múslima. Ofsóknir klerka gegn samkynhneigðum. Ásakanir um að flóttamenn ali á andúð barna sinna gegn umhverfi sínu. Þetta hefur verið viðburðarríkur mánuður í Svíþjóð, tími sterkra tilfinninga og heitra umræðna.
Nýjum velferðarboðskap hafnað
Lotte Hansen
14/12 2005
Velferðarnefndin, sem heitir þessu glæsilega nafni, lagði nýverið fram áætlun um hvernig Danir eigi að bregðast við því að við blasir að fjölmenn kynslóð fólks fer senn út af vinnumarkaðnum og fámenn kynslóð tekur við. Nefndin vill að fólk komi fyrr inn á vinnumarkaðinn og yfirgefi hann seinna, ásamt því að breyting verði gerð á sköttum, menntun og uppbyggingu húsnæðis- og vinnumarkaðarins. Þremur klukkustundum síðar hafnaði Anders Fogh Rasmussen flestum tillögum nefndarinnar 43 talsins.
Ísland kemur út úr skápnum
Ólafur Stephensen
14/12 2005
Hvernig má það vera að litla landið, þar sem fordómar gagnvart samkynhneigðum voru fyrir aðeins fáeinum árum svo yfirþyrmandi, að fólk fann sig knúið til að flytja úr landi – gjarnan til Kaupmannahafnar – sé allt í einu að taka forystuna í réttindabaráttu samkynhneigðra? Fáir hefðu trúað því fyrir áratug, en eftir áramótin verður löggjöf um réttindi homma og lesbía líklega hvergi frjálslyndari en á Íslandi.
Pólitíska elítan
16/11 2005
Fyrstu dagarnir voru nýrri ríkisstjórn Noregs erfiðari en reiknað var með. Karlmenn hlutu mikilvægustu embættin en nýbúar og eldri borgarar nánast engin.
Sósíaldemókratar settust í borgarstjórasætin
Lotte Hansen
16/11 2005
Sósíaldemókratar tóku stjórnina í fjórum stærstu bæjum Danmerkur, að einum undanteknum og um leið fékk flokkurinn næstum helming allra borgarstjóraembætta í landinu. Kosningabaráttan einkenndist af tali sem ýmist snerist um hryðjuverkaógn eða beindist að ákveðnum persónum en minna var um pólitíska forgangsröðun. Í þessari grein er kosningabaráttunni lýst, ásamt þeirri staðreynd að umræðan snerist mikið um hryðjuverkaógn.
Hver er til vinstri og hver til hægri?
Ólafur Stephensen
16/11 2005
Flokkarnir sem eru yzt til vinstri og hægri í íslenzkri pólitík héldu landsfundi í október. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var stefnan tekin inn á miðjuna. Á landsfundi Vinstri grænna var hins vegar kallað eftir hreinræktaðri vinstristjórn með Samfylkingunni. Vandinn er þó sá að í VG trúa ekki allir því að Samfylkingin sé vinstriflokkur.
Finnland - miðja vegu milli Moskvu og Brussel
Markku Heikkilä
16/11 2005
Norðurlönd, Evrópa, Rússland og Bandaríkin. Umræðan um utanríkismál í Finnlandi skoppar fram og aftur yfir málefni þessara landa eins og skopparabolti sem aldeilis óvíst er hvar lendir. Norðurlöndin sem upp á síðkastið hafa verið á jaðri leiksins, lentu skyndilega í aðalhlutverkinu fyrir skömmu, þegar haldið var upp á að fimmtíu ár eru liðin frá því að Finnland gerðist aðili að Norðurlandaráði.
Andstaða við Göran Persson á þingi sósíaldemókrata
Margit Silberstein
16/11 2005
Sósíaldemókratar héldu 35. flokksþing sitt um daginn. Göran Persson var endurkjörinn formaður flokksins, en hann lenti líka upp á kant við þingið eftir hrokafull ummæli sem hann neyddist til að draga til baka. Bosse Ringholm varaforsætisráðherra á yfir höfði sér ákæru vegna gruns um skattalagabrot fótboltafélagsins sem hann var eitt sinn formaður í. Leiðtogi Vinstriflokksins Lars Ohly hefur beðist afsökunar opinberlega og er hættur að kalla sig kommúnista.
Hægrivængurinn sem hvarf
Lotte Hansen
12/11 2005
Til vinstri snú! Allir flokkarnir, sem eitt sinn mynduðu hægri vænginn í dönskum stjórnmálum, hafa nú breytt um stefnu eftir nákvæmum fyrirmælum æðstu manna í flokkunum. Vinstri (sem þrátt fyrir nafnið er hægriflokkur), Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn hafa allir sveigt stefnuna til vinstri. Vinstri vill jöfnuð, Íhaldsflokkurinn vill ekki vera eins borgaralegur og áður og Danski þjóðarflokkurinn ekki eins óvinveittur útlendingum Þetta minnir á...
Lítið ríki í stóru framboði
Ólafur Stephensen
12/10 2005
Ísland veit stundum ekki alveg hvort það á að haga sér eins og smáríki eða stórveldi. Nýjasta dæmið um þetta er vandræðagangurinn, sem kom upp í tengslum við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem vakið hefur nokkra furðu hjá ríkisstjórnum hinna norrænu ríkjanna.
Finnar uppteknir af forsetakjöri
12/10 2005
Finnar ganga að kjörborði í janúar og kjósa sér forseta. Allir vita að Tarja Halonen verður endurkjörin, hún er einfaldlega vinsælasti frambjóðandinn. Kosningarnar skipta engu að síður miklu máli fyrir almenning og stjórnmálaflokkanna, ekki vegna þess að forsetinn sé svo valdamikill heldur vegna þess að hann er þjóðkjörinn í beinum kosningum.
Nýir flokkar vekja ugg
Margit Silberstein
12/10 2005
Á innan við þremur vikum hafa sprottið fram tveir nýir stjórnmálaflokkar í Svíþjóð sem bjóða munu fram í þingkosningunum, á sama tíma er einn af rótgrónu flokkunum að liðast í sundur vegna innbyrðis deilna. Nýliðarnir, Feministiskt Initiativ og Junilistan valda óvissu og taugatitringi í stjórnmálalífinu. Sökum þess að flokkarnir tveir geta haft afgerandi áhrif á niðurstöður kosninganna á næsta ári.
Breytt stjórnarfyrirkomulag í Noregi
12/10 2005
Það er ekki eingöngu skipt um ríkisstjórn í Noregi í haust. Stjórnarfyrirkomulagið breytist jafnframt og verður í fyrsta skipti í 20 ár skipuð ríkisstjórn sem er með meirihluta þingmanna Stórþingsins á bak við sig. Bundnar eru miklar vonir við stjórnina.