Document Actions

Greinar

Barist um völdin á Netinu og hylli kjósenda
Margit Silberstein
21/06 2006
Skipti á tölvuskrám, ólöglegt niðurhal á tónlist og kvikmyndum og aðgerðir lögreglu til að stöðva starfsemi skiptiskrársíðunnar The Pirate Bay hafa verið helstu pólitísku deilumálin í Svíþjóð síðustu vikurnar. Umræðan hefur kveikt heitar tilfinningar og skyndilega skiptu stjórnmálamenn, bæði á vinstri og hægri vængnum, um skoðun á því hvað væri leyfilegt að aðhafast á Netinu. Skipti á tölvuskrám eru umfram allt nauðsynleg fyrir ungt fólk. Og í komandi kosningum munu 400.000 ungmenni kjósa í fyrsta sinn. Það er því um að gera fyrir stjórnmálamennina að vera í "réttu skránni".
Ný ríkisstjórn á Íslandi
Björg Eva Erlendsdóttir
21/06 2006
Forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins Halldór Ásgrímsson hætti óvænt í stjórnmálum í byrjun júní. Nýr forsætisráðherra er Geir H. Haarde formaður sjálfstæðisflokksins. Stórfurðulegar sviptingar í Framsóknarflokknum eru ástæða þess að ný ríkisstjórn, mynduð af sömu flokkum, með sömu stefnu hefur tekið við á Íslandi. Skipt var um marga ráðherra, þótt aðeins séu tíu mánuðir til næstu Alþingiskosninga.
Persson í klípu vegna Ísraelsmanna og Hamas-hreyfingar
Margit Silberstein
24/05 2006
Það vakti hörð viðbrögð innanlands sem utan að Atef Adwan, ráðherra flóttamanna í ríkisstjórn Hamas-hreyfingar Palestínumanna, skyldi fá leyfi til að koma til Svíþjóðar. Deilan var hlaðin tilfinningum og ríkisstjórnin sætti harðri gagnrýni stjórnarandstöðu, ísraelsku ríkisstjórnarinnar og franskra ráðamanna, sem andstætt Svíum neituðu að veita fulltrúa Hamas, sem litið er á sem hryðjuverkasamtök, vegabréfsáritun til Frakklands.
Framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs
Björg Eva Erlendsdóttir
24/05 2006
Íslenskt efnahagslíf hefur átt við veikindi að stríða síðustu mánuði. Eftir fall íslensku krónunnar um í byrjun mars, hefur verðbólgan rokið upp og efnahagslífið sýnt ýmis einkenni ójafnvægis. Deilt er um hvort sjúkdómseinkenni í íslensku efnahagslífið séu til marks um smávægilegt kvef eða hættulega flensu.
Rússneskt rafmagn og stjórnarskrá ESB
Markku Heikkilä
24/05 2006
Áætlun um rafmagnsleiðslu frá Rússlandi til Svíþjóðar um Finnland og staðfestingin á stjórnarskrá ESB eru málefni sem hafa verið áberandi í stjórnmálaumræðum í Finnlandi í vor. Í báðum tilfellum snerta málefnin samband landsins við nágranna sína og séð frá víðara sjónarhorni stöðu þess í Evrópu. Með öðrum orðum afar hversdagsleg málefni í finnskri umræðu.
Pólitísk vakning í staðinn fyrir samningapólitík
Lotte Hansen
24/05 2006
Eftir að Róttæki vinstriflokkurinn sleit flokkssamstarfinu við Sósíaldemókrataflokkinn hefur orðið gjörbylting í danskri pólitík. Það varð flokkspólitísk vakning: Einmitt þegar loforða- og samningapólitík vegnar einum of vel og Sósíalski þjóðarflokkurinn er meira að segja farinn að lofa fátækum ungmennum upphæð, sem nemur 12 þúsundum íslenskra króna, fara flokkarnir að standa á eigin fótum og hafna því að vera rígbundnir við annaðhvort vinstri eða hægri væng stjórnmálanna. Það eru ekki lengur aðeins tvær fylkingar í dönskum stjórnmálum, heldur eru nú sjö flokkar á Þjóðþinginu.
Mikil atvinnuþátttaka ógnar ríkisstjórninni
24/05 2006
Á sama tíma og flest evrópsk lönd vinna hörðum höndum að því að minnka atvinnuleysi, þarf norska ríkisstjórnin að fást við vandamál sem fylgja því að atvinnuleysið er of lítið. Það er hætta á að henni takist ekki að uppfylla markmið sín varðandi opinbera geirann, einfaldlega af því að það er ekki hægt að fá nógu marga til starfa í opinberum leikskólum og í félagslega þjónustu við aldraða, nema það komi til enn meiri innflutningur erlends vinnuafls frá Svíþjóð, Finnlandi og Póllandi.
Evrópa-Rússland – mikilvæg spurning i finnskum stjórnmálum.
Markku Heikkilä
26/04 2006
Finnland tekur við formennsku í ESB í júlí. Það er mikilvægt fyrir Norðurlöndin að á þeim tímamótum að innihald norrænu víddarinnar verði endurskoðað rækilega. Markmið Finnlands er að leggja áherslu á vensl Evrópu og Rússlands.
Uppgjör nálgast í stjórnmálum Danmerkur
Lotte Hansen
26/04 2006
Múhammeðsfárið er afstaðið og nú er tímabært að kasta tölu á hina særðu og gera upp stöðuna: Hver vann sigur og hver tapaði? Þeir sem bjuggust við að Múhammeðsfárið mundi ekki hafa varanleg áhrif á danska innanríkispólitík verða að minnsta kosti að snúa við blaðinu því að teikningarnar tólf hafa umbylt öllu pólitísku landslagi. Róttæki flokkurinn gerir hosur sínar grænar fyrir ríkisstjórninni, Danski þjóðarflokkurinn er sem yfirgefinn maki og enginn vill hafa neitt saman við Sósíaldemókrataflokkinn að sælda en gengi hans hefur verið slakt í skoðanakönnunum. Sósíaldemókratar beina nú kröftum sínum að því að tefla fram nýrri drottningu. Hún heitir Ritt Bjerregaard.
Sakamál varpa skugga á kosningabaráttuna í Svíþjóð
Margit Silberstein
26/04 2006
Síðustu vikur hafa verið sem martröð hjá sænskum Jafnaðarmönnum. Fyrst mátti fjórði hver ráðherra, þeirra á meðal Göran Persson forsætisráðherra, sæta harðri gagnrýni frá einróma stjórnarskrárnefnd sænska þingsins. Viku síðar, á einum og sama deginum, voru tveir þungavigtarmenn í Jafnaðarmannaflokknum ákærðir. Annar fyrir mútuþægni og hinn fyrir hatursfull ummæli í garð útlendinga. Sjálfur er forsætisráðherrann grunaður um að hafa brotið gegn ákvæðum vinnuverndarlaga.
Draumurinn um norðursvæðin
26/04 2006
Noregi snúið á haus. Á ótrúlega skömmum tíma er búið að skapa væntingar í öllu landinu um nýtt olíu- og gasævintýri í Finnmörku, sem myndi flytja efnahagslega þungamiðju Noregs frá syðri hluta landsins til nyrstu svæða. Athyglisvert er að það eru fremur pólitískar ástæður en jarðfræðilegar sem vakið hafa væntingarnar. Bráðabirgðarannsóknir benda til þess að olíuna og gasið sé ekki að finna innan Noregs, heldur handan landamæranna í Rússlandi.
Bandaríkjaher yfirgefur Ísland
Björg Eva Erlendsdóttir
26/04 2006
Der har hersket uvished om Islands forsvar siden 15. marts i år, da de amerikanske myndigheder meddelte deres ensidige beslutning om at rejse fra Island med deres tropper. Óvissa ríkir um varnir Íslands frá því fimmtánda mars síðastliðinn, þegar bandarísk stjórnvöld tilkynntu einhliða ákvörðun sína um að fara með herlið sitt burt af Íslandi. Ákvörðunin var tilkynnt í símtali til Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra. Hinumegin á línunni var Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Íslenskum stjórnvöldum varð bylt við þar sem samningaviðræður stóðu yfir við Bandaríkjamenn um framtíð varnarsamningsins. Hvorki Íslendingar né Bandaríkjamenn hafa sagt honum upp. En það má gera, með átján mánaða fyrirvara.
Harðar deilur um vatn
Björg Eva Erlendsdóttir
22/03 2006
Stærsta pólitíska deilan á Íslandi þetta vorið er um eignarrétt á vatni. Ríkisstjórnin vill að sett verði ný lög um vatn og lagði iðnaðarráðherra frumvarpið fram á Alþingi fyrir jól. Lög um rennandi vatn, bráðnaða jökla, stöðuvötn, fossa, uppsprettur og íslenska rigningu. Tekið er á vatni í öllum sínum myndum. En stjórnarandstaðan er á móti setningu laganna og hefur spurningin um hver á vatnið staðið algjörlega föst á Alþingi Íslendinga í meira en tvær vikur. Samkomulag hefur nú náðst um að ljúka málinu. Ágreiningur um kjarna málsins stendur enn óleystur.
Rógur varpar skugga á sænska Jafnaðarmenn
Margit Silberstein
22/03 2006
Fyrsti pólitíski skandall kosningaársins í Svíþjóð snýst um tjáningarfrelsið. Ekki er þó hægt að jafna honum við uppnámið sem skopteikningarnar af Múhameð spámanni ollu í Danmörku. En atlaga í formi tölvubréfa úr innsta hring Jafnaðarmanna í því augnamiði að varpa rýrð á Fredrik Reinfeldt leiðtoga hægrimanna (moderaterne) kveikti slíkt ófriðarbál að um fátt annað er rætt í sænskum stjórnmálum. Ný frétt í AnalysNorden um afsögn Freivalds!
Svellandi tilfinningar vinstri manna
Markku Heikkilä
22/03 2006
Sá minni af vinstri flokkunum í Finnlandi þ.e.a.s. Vinstrabandalagið lenti í mikilli kreppu um mánaðamótin febrúar, mars: Formanninum Suvi-Anne Siimes var nóg boðið og hætti, með því að hella sér yfir flokksbræður sína. Suma félaga, bæði úr röðum Jafnaðarmanna og í Vinstrabandalaginu fór um leið að dreyma um sameiningu allra finnskra vinstri manna, en ekkert slíkt er þó á döfinni. Vinstrabandalagið verður hinsvegar enn einu sinni að gera upp fortíð sína.
Tjáningarfrelsi, en...
Lotte Hansen
22/03 2006
Þar með var það á enda, ...nei ekki Múhameðsfárið, heldur vopnahléið sem stjórnmálaflokkarnir veittu ríkisstjórninni svo hún hefði vinnufrið til að einbeita sér að lausn deilunnar vegna Múhameðsteikninganna. Forsætisráðherra sjálfur gaf rásmerkið um lok vopnahlésins þegar hann lýsti yfir að Múhameðsfárið hefði gert það að verkum að hann skipti hópum í samfélaginu í sauði og hafra. Þá fóru allir að jarma, og því lýkur væntanlega ekki um sinn því er tjáningarfrelsið ekki einmitt falið í því að bæði sauðir og hafrar jarmi hver með sinni snoppu? Sauðirnir jörmuðu af ánægju yfir því að vera sauðir og hafrarnir jörmuðu af því að þeir vildu ekki að sökinni væri varpað á þá.
Óttast deilur vegna innflytjendamála í Noregi
22/03 2006
Teikningarnar af Múhameð spámanni, gott gengi Framfaraflokksins í skoðanakönnunum, ofbeldisfull valdabarátta í mosku í Osló og blaðaviðtal við andvestrænan kúrdískan trúarleiðtoga sem er í útlegð í Noregi eru allt saman mál sem skerpt hafa deilurnar um innflytjendamál og samþættingu þeirra í norskt samfélag. Eða hvað? Það er jafnlíklegt að atburðir síðustu tveggja mánaða hafi skerpt línurnar milli „hvítra“ og „brúnna“ Norðmanna.
Leitað að hægrivofu í kosningaslagnum í Svíþjóð
Margit Silberstein
22/02 2006
Leiðtogar Jafnaðarmanna gera atlögu að stóreignamönnum til að fá meira fjör í kosningabaráttuna og efla baráttuandann í eigin röðum. Thomas Bodström dómsmálaráðherra er sakaður um apa eftir Bandaríkjamönnum og vilja breyta Svíþjóð í eftirlitssamfélag. Bandalag hægriflokkanna hefur enn forskot á Jafnaðarmenn og samstarfsflokka þeirra samkvæmt skoðanakönnunum, en spár um uppsveiflu í efnahagsmálum og betri horfur á vinnumarkaði gætu bjargað stjórninni frá falli í komandi kosningum.
Margar hliðar deilnanna um Múhameðsteikningarnar
22/02 2006
Í eina viku sýndu Norðmenn ótrúlega mikla samstöðu þar sem allir lögðust á eitt við að stuðla að sáttum og samræðu. Þá kom áfallið: Ritstjórinn sem hafði prentað Múhameðsskopteikningarnar kom fram sem iðrandi syndari á skrifstofu ráðherra innflytjendamála ásamt leiðtoga Múhameðstrúarráðsins í Noregi. Það var ekki annað að sjá en að hinn samþjappaði meirihluti hafi þvingað hugrakka ritstjórann niður á hnén. Það varð til þess að umræðurnar um teikningarnar komust inn á nýtt stig.
Tólf teikningar sem móðguðu milljarð múslima
Lotte Hansen
22/02 2006
Svona fór um sjóferð þá. Þó að Dani greini mjög á um hvort yfirleitt hefði átt að birta teikningarnar sem nú eru orðnar bæði þekktar og alræmdar, þá er landsmenn þrumu lostnir yfir þeirri mynd sem „Múhameðsfárið“ hefur tekið á sig og yfir því hve mikið að vöxtum það er orðið.