Document Actions

Ókeypis myndefni frá Norðurlöndunum

Í þessu krækjusafni er ókeypis myndefni og fréttamyndir frá Norðurlöndum og af Norðurlandabúum og viðburðum í hágæðaupplausn, sem fréttamenn, starfsmenn dagblaða, stjórnmálamenn, embættismenn, vísindamenn og aðrir sem áhuga hafa á norrænu samstarfi geta nýtt sér að vild.

Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Myndir af norrænum stjórnmálamönnum og viðburðum

Í myndabanka norden.org er myndum raðað eftir efni, grafik, staðsetningu, einstaklingum, viðburðum, fánum og verðlaunum Norðurlandaráðs, allar myndirnar eiga það sameiginlegt að sýna norrænan veruleika. Í listanum yfir einstaklinga eru myndir af:

Flestum myndum er hægt að hlaða niður í hágæðaupplausn, þær má nýta án endurgjalds og án nokkurra hafta svo framarlega sem ljósmyndara og heimld er getið við birtingu myndarinnar.

Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Stokkhólmi, Norden i fokus, rekur einnig myndabanka af norrænum viðburðum og stjórnmálamönnum á Flickr.

Myndir af norrænu ríkisstjórnunum

Allar ríkisstjórnir norrænu ríkjanna eiga sinn eigin myndabanka, með fréttamyndum af ráðherrum, ráðuneytisstjórum og fulltrúum. Myndirnar má nýta án endurgjalds og er oft hægt að nota í ritstjórnarefni ef ljósmyndara og heimildar um myndréttindi er getið, en það er á ábyrgð notandans að kanna hvort nýta má myndirnar. Smellið á krækjurnar hér að neðan til að finna myndirnar.

Myndir af norrænum þingmönnum

Allar ríkisstjórnir norrænu ríkjanna eiga sinn eigin myndabanka, með fréttamyndum af þingmönnum og embættismönnum. Myndir af norrænum stjórnendum og þingmönnum er oft hægt að finna í stafrófsröð, flokkaðar eftir flokkum, kjördæmum o.s.frv. Smellið á meðfylgjandi krækjur til að finna myndirnar.

Myndir frá Norðurlöndum

Ímyndabanka Norden.org er hægt að leita að myndum eftir efni, eða flokkum, þar sem Norðurlönd eru í brennidepli. Flokkarnir eru: Atvinnulíf, Börn og ungmenni, Húsnæði og byggingar, Efnahagsmál, Orka, Fiskveiðar, Rannsóknir og menntun, Heilsuvernd, Upplýsingatækni og tölvuleikir, Landbúnaður og skógrækt, Jafnrétti, Menning, Lög og réttur, Matvæli, Umhverfið, Náttúran, Tungumál, Samgöngur, Utanríkis- og varnarmál, Aldraðir, Landafræði, Dýr og Annað.

Fotoakuten er ókeypis myndabanki þar sem leita má að norrænum myndum, t.d. eftir landi sem þú hefur áhuga á. Myndirnar má nýta án endurgjalds ef heimildar er getið.

Á freeimages er hægt að skrá sig og fá aðgang að ókeypis myndabanka með rúmlega 350.000 myndum. Myndirnar eru ekki allar norrænar en hægt er að leita eftir landi, borg eða norrænum málefnum og finna þannig myndir af umhverfi, myndskreytingum, landslagi, náttúru og fólki.

Myndir fyrir fjölmiðla og ferðaþjónustufyrirtæki

Á vefsíðum Norðurlanda fyrir ferðaþjónustu eru myndabankar til afnota fyrir fjölmiðla og fyrirtæki í ferðaþjónustu og öðrum viðskiptum. Myndirnar má nota án endurgjalds, þær eru teknar af fagfólki og í gæðaupplausn, af náttúru, borgum og landslagi. Nýtingaréttur er yfirleitt skilyrtur, en oft má nota myndirnar í ritstjórnarefni eða til að markaðssetja landið. Frekari upplýsingar um skilyrt réttindi eru á eftirfarandi vefsíðum.

Í Myndabanka Wikimedia Commons og í fjölmiðlaskjalasafni er fjöldinn allur af undirflokkum, þar sem hægt er að leita að norrænum myndum.

Tengiliður

Marita Hoydal
Sími: 0045 29692915
Netfang: