Document Actions

Markku Heikkilä

Forsetakosningarnar nálgast

Á lokaspretti kosningabaráttunnar um forsetaembættið kom upp ágreiningur um ákvæði stjórnarskrárinnar í Finnlandi. Það sem verra þykir er að ágreiningurinn snýst um stjórnvaldsákvæði forsetans. Lausn ríkistjórnarinnar á ágreiningnum var að ákveða snarlega að breyta stjórnarskránni. Í þessu landi sáttar og sameiningar hefur hvatinn að ákvörðuninni leitt til mun harðari stjórnmálabaráttu en áður hefur þekkst.

14/12 2005

Á lokaspretti kosningabaráttunnar um forsetaembættið kom upp ágreiningur um ákvæði stjórnarskrárinnar í Finnlandi. Það sem verra þykir er að ágreiningurinn snýst um stjórnvaldsákvæði forsetans. Lausn ríkistjórnarinnar á ágreiningnum var að ákveða snarlega að breyta stjórnarskránni. Í þessu landi sáttar og sameiningar hefur hvatinn að ákvörðuninni leitt til mun harðari stjórnmálabaráttu en áður hefur þekkst.

Það er næsta víst að úrvalslið stjórnmálamanna bar í brjósti blendnar tilfinningar við komuna í forsetahöllina til þess að taka þátt í hinum hefðbundna sjálfstæðisdansleik þann 6. desember síðast liðinn. Deilurnar snúast aðallega um vinnuskiptingu forsetans og forsætisráðherrans. Um mánaðamótin nóvember, desember tókst að magna rás atburða svo að þeir sem fylgjast með stjórnmálum í Finnlandi stóðu á öndinni. Jafnvægið á milli ráðandi afla í landinu, þingsins, ríkisstjórnarinnar og forsetans hefur um langa tíð ekki verið skekið á þennan hátt.

Margir telja að lausn þessa muni einnig gefa vísbendingu um það hvernig næsta ríkistjórn muni verða samsett þrátt fyrir að enn sé hálft annað ár í þingkosningarnar.

Hver á að skera úr um styrk við ESB liðsaflann?

Kjarni vandans liggur í nýjum lögum um hvernig skuli bregðast við kreppu. Finnland á að taka þátt í að manna liðsafla ESB og til þess þarf lagalegan grunn. Þar með talið úrskurð um hver tekur ákvörðum um að senda liðsafla í aðgerðir ESB. Samkvæmt frumvarpinu ætti forsetinn að taka úrslitaákvörðunina eins og honum ber að gera við ákvarðanir vegna aðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins.

Þegar stjórnarskrá Finnlands var endurskoðuð í upphafi níunda áratugar síðust aldar var það gert út frá þeirri grundvallarhugmynd að auka bæri völd þingræðisins en draga úr stjórnvaldsákvörðunum forsetans. Það var svo sannarlega gert en í lögunum er ennþá ein grein sem sumir sérfræðingar kalla „öngstræti“.

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er það forsetinn sem stjórnar utanríkismálum ásamt forsætisráðherranum. Forsetinn fer með æðsta vald í varnarmálum. Samt sem áður á forsætisráðherrann að hafa úrslita vald í öllu sem lýtur að ESB.

Í fyrri greinum mínum hér í AnalysNorden í haust hef ég skrifað um að vinnuskiptingin samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar sé vandmeðfarin, sérstaklega hvað varðar hver á að stjórna utanríkismálum í Finnandi þá einkum í málefnum sem tengjast öryggis- og utanríkisstefnu ESB. Alla jafna hefur vandamálið snúist um hver á að koma fram fyrir Finnlands hönd í æðstaráði ESB? Nú snýst spurningin um innra ákvörðunarferlið í Finnlandi og frumvarpið um hvernig skuli bregðast við kreppu leiddi til kreppu sem ennþá hefur ekki tekist að leysa.

Æðstu verðir stjórnarskrárinnar

Stjórnaskrárnefnd finnska þingsins ber að gæta þess að í frumvörpum til laga séu engin ákvæði sem brjóta í bága við stjórnarskrána. Ákvörðun nefndarinnar er ekki hægt að breyta.

Þegar frumvarpið um hvernig skuli bregðast við kreppu í varnamálum var lagt fyrir nefndina ákváðu þeir eftir vandlega yfirvegun að frumvarpið bryti í bága við stjórnarskrána. Í lögunum er kveðið á um að ESB-sveitir og ESB-spurningar heyri aðeins undir forsætisráðherrann.

Það er þingmaður í stjórnarandstöðu  Kimmo Sasi, úr Einingarflokknum sem er formaður stjórnarskrárnefndarinnar. Nefndin fékk álit sérfræðinga og ræddi málið ýtarlega en í úrslita atkvæðagreiðslunni voru það aðeins fulltrúar Vinstrimanna sem greiddu atkvæði á móti tillögunni, formaður Miðjuflokksins skilaði auðu, og aðrir álitu að hafna bæri frumvarpinu.  Fulltrúar stjórnarflokkanna eru í meirihluta í öllum þingnefndum en það var samt sem áður  greinilegt að stjórnarskrárnefndinni var sammála um að frumvarpið bryti í bága við stjórnarskrána.

Þetta  nægði til þess að setja stefnu innanríkismála í Finnlandi út af sporinu

Ríkisstjórnin styður áhrifamikinn forseta

Rótin að vandamálinu er að forsætisráðherra landsins Matti Vanhanen er einnig forsetaefni Miðjuflokksins. Hann hefur engan áhuga á því að draga úr valdi forsetans til að taka stjórnvaldsákvarðanir. Fulltrúi Jafnaðarmanna Tarja Halonen nýtur samkvæmt skoðanakönnunum trausts meirihluta fólks og að öllum líkindum mun hún bera sigur úr býtum í kosningunum í janúar. Jafnaðarmenn vilja heldur ekki að hrófla við stjórnvaldsákvörðununum. En sökum þess að forsetinn er kjörinn í beinum kosningum telja þegnarnir í samfélaginu að völd forsetans séu meiri en þau raunverulega eru. Þetta er skoðun sem flokkarnir helst vilja halda óbreyttri fram yfir kosningar. Til þess að kóróna allt hafa stærstu stjórnmálaflokkarnir: Miðjuflokkurinn, Jafnaðarmenn og Einingarflokkurinn gert með sér samkomulag um að ekki skuli hnika við stjórnvaldsákvörðununum á þessu kjörtímabili.

Sú staðreynd að það var þingmaður úr stjórnarandstöðunni, þekktur fyrir að vera einþykkur sem fór fyrir nefndinni dró síður en svo úr gremju ríkisstjórnarinnar. Valdamaskínan í landinu ályktaði sem svo að lögin yrðu að duga eins og þau væru. Niðurstöðum nefndarinnar er ekki hægt að breyta, svo eitthvað varð að gera. Málið snerist ekki aðeins um frumreglur, til þess að áætlunin um þátttökuna í ESB standist verða lögin að vera tilbúin ekki síðar en í vor.

Sérfræðingum lá einnig á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla og það kom á daginn að þeir túlkuðu málið á mismunandi hátt. Allt í einu var farið að leggja áherslu á mikilvægi hlutverks forsetans sem æðsta yfirmanns hermála – verkefni sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum er talin fara eftir siðareglum og sem samkvæmt lögum auðveldlega er hægt að fela öðrum ef  þess gerist þörf. Halonen staðfesti sjálf, þrátt fyrir að vera eins óhernaðarleg og hægt er að vera, að hún héldi fast við að það sé forsetinn sem eigi að fara með æðsta yfirvald í hermálum.

En snýst spurningin um þessa einstæðu kreppuáætlun um hernað eða stjórnmál? Og hefur ákvörðunin yfirhöfuð eitthvað með hlutverk æðsta yfirvalds í hermálum að gera? Um það voru sérfræðingarnir ekki heldur sammála.

Ríkisstjórnin íhugaði málið í nokkra daga og dengdi svo sinni lausn á borðið: Stjórnarskránni skyldi breytt þannig að vandamálið hverfi og ákvarðanataka sem varðar hernaðaraðgerðir á vegum ESB skal vera á höndum forsetans.

Lögfræðilega rétt aðferð til þess að leysa málið, en aldrei fyrr hefur verið ákveðið að breyta stjórnarskránni á þennan hátt, án nokkurs undirbúnings. Margir innan stjórnarandstöðunnar og  í fjölmiðlum túlkuðu kringumstæður þannig að með þessu ykjust völd forsetans sem á síðustu árum hefur markvisst verið stefnt að því að minnka.

Þar með er þessu þó ekki lokið. Breytingar á stjórnarskránni er ekki hægt að gera án þess að einfaldur meirihluti sitjandi ríkisstjórnar styðji það og að starfshæfur meirihluti náist eftir kosningar. Í grundvallaratriðum krefst það sterkrar meirihlutastjórnar að loknum kosningum til þess að fylgja málinu eftir. Ef stóru stjórnarflokkarnir, Jafnaðarmenn og  Miðjuflokkurinn setja þetta fram sem afgerandi lið í stjórnarsáttmála eru þeir einnig búnir að ryðja brautina fyrir sömu stjórn til áframhaldandi samstarfs eftir kosningarnar.

Þar fyrir utan átti tillagan um breytingar á stjórnarskránni aðeins að eyða þessu eina vandamáli. Um önnur atriði varðandi vinnuskiptinguna á milli forseta og forsætisráðherra í utanríkis- og öryggismálum áttu að verða óbreytt.

Kosningabaráttan um forsetaembættið öðlaðist með öðrum orðum nýtt innihald við upphlaupið. Leiktækni margra var eyðilögð. Skoðanakannanirnar sem gerðar voru í byrjun desember, fyrir allt þetta sjónarspil, sýndu að stuðningur við Halonen hafði dalað þrátt fyrir að hún nyti ennþá stuðnings 50 af hundraði kjósenda. Frambjóðandi Einingarflokksins Sauli Niinistö hafði náð öðru sæti með stuðningi 25 af hundraði kjósenda og Vanhanen var í þriðja sæti. Aðrir frambjóðendur deildu smáræðinu sem eftir var. Kosningarnar verða í janúar og ákvarðana er að vænta um nýárið. Til þess að flækja málið enn frekar; í ríkisstjórninni virðast Jafnaðarmenn og Miðjuflokkurinn vel geta unnið saman en í sambandi við forsetakosningarnar hafa Miðjuflokkurinn og Einingarflokkurinn fyrir alllöngu síðan gert með sér heiðursmannasamkomulag um að þeir styðji frambjóðendur hvors annars í hugsanlegri annarri umferð til þess að tryggja landinu borgaralegan forseta.

Gestgjafinn á dansleiknum í höllinni

Á deginum þegar Finnar fagna sjálfstæði sínu, þann 6. desember hefur aldrei leikið neinn vafi á um hlutverk forsetans. Þar er forsetinn æðsti siðameistari lýðveldisins og gestgjafi á  hefðbundnum dansleik í höllinni sem einnig er sjónvarpað á opinni rás fyrir alla þegnana. Vegna þess að við eigum enga konungshirð þá fjalla dagblöðin dögum saman um kjóla kvennanna og hver var með hverjum. Boðsgestir eru úr röðum æðstu stjórnmálamanna, embættismanna, stjórnendur fyrirtækja, úr fjármála- og fjölmiðlaheiminum, kryddað með öldnum hermönnum, íþróttastjörnum, listamönnum, diplómötum og nokkrum venjulegum samfélagsþegnum.

Á dansleik Halonens komu sem sagt bæði þeir sem vilja taka við af henni og nokkrir þeirra sem álíta að auðveldlega mætti takamarka verkefni forsetans við að taka í höndina á fólki.

Finnland  er lítið land, þar sem allir  sem starfa að stjórnmálum og í fjármálaheiminum þekkja hvern annan. Á dansleiknum í höllinni sitja menn í sátt og samlyndi meðan kvöldið líður. Til grundvallar ríkir einhugur sem ekkert fær ógnað þrátt fyrir að raddirnar verði ef til vill aðeins hárværari en annars og gerist og gengur opinberlega.

Höfundurinn ber sjálfur ábyrgð á innihaldi greinarinnar

Tengiliður

Michael Funch
Netfang:

Leit í Analys Norden