Document Actions
Þetta innihald er ekki til á því tungumáli sem þú hefur valið, því sýnum við innihaldið á sænsku.

Egill Helgason

Vandræði norrænu velferðarstjórnarinnar
Egill Helgason
23/02 2012
Það er ágætlega viðeigandi að norræna módelið skuli vera til umfjöllunar í þessu síðasta hefti Analys Norden. Um fátt erum við Norðurlandabúar oftar spurðir en þessi samfélög okkar á norðurhveli sem mörgum virðast lýsandi fyrirmynd um velferð, jöfnuð, frelsi og mannréttindi.
Stóriðja, neysluhyggja og bílismi í landi hreinnar orku
Egill Helgason
02/12 2011
Íslenska ríkisstjórnin samþykkti á síðasta ári aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, stefnan sem þar var mörkuð var að dregið yrði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30 prósent til ársins 2020 miðað við það sem var árið 2005 – markmiðið frá 2007 var að draga úr losun um 50-75 prósent fyrir 2050. Þetta er í samræmi við stefnu Evrópusambandsins.
Tími pólitískrar upplausnar
Egill Helgason
27/10 2011
Mikill pólitískur órói hefur verið á Íslandi síðan í hruninu í október 2008. Eftir að bankarnir féllu voru fjöldamótmæli í Reykjavík dag eftir dag. Þau náðu hámarki í janúar 2009 í svokallaðri búsáhaldabyltingu þegar kveiktir voru eldar í miðborginni, Alþingishúsið var grýtt og lögregla beitti táragasi á reiðan mannfjöldann.
Bílaþjóðin
Egill Helgason
24/08 2011
Íslendingar eru bílaþjóð, stórneytendur bifreiða. Hér eru fleiri bílar á hvern íbúa en annars staðar í Evrópu, um 665 bílar á 1000 íbúa, það þarf að fara til Bandaríkjanna til að finna viðlíka bílafjölda. Bílaflotinn er líka einn sá orkufrekasti í heimi miðað við fólksfjölda. Íslendingar eiga stóra bíla og Íslendingar fara helst allt sem þeir geta í einkabíl. Bíllinn er ekki bara samgöngutæki, yfirfrakki Íslendingsins, þarfasti þjónn hans, heldur líka stöðutákn og partur af sjálfsmynd.
Norðurheimskautið, Ísland og ESB
Egill Helgason
09/06 2011
Umræðan um norðurslóðir er mjög lifandi á Íslandi. Hún fjallar um tækifæri sem gætu skapast, hættur sem blasa við, um stöðu Íslands í heiminum, en norðrið er líka notað í pólitískum átökum samtíðarinnar, stundum á nokkuð ruglingslegan hátt.
Neysluglöð þjóð í viðkvæmri náttúru
Egill Helgason
07/04 2011
Um fjórðungur Íslands var líklega skógi vaxinn við landnám. Á stuttum tíma tókst landnemunum að eyða skóginum. Ísland er frægt fyrir óspillta náttúru, víðáttur, öræfi og eyðisanda, en staðreyndin er sú að mikið af þessu hefur orðið til vegna gróðureyðingar og uppblásturs. Íslendingar verða að huga að umgengni sinni við náttúruna.
Hinar langvinnu deilur um orkuauðlindirnar
Egill Helgason
11/02 2011
Lykillinn að velferð Íslands er orkan. Um það virðast allir sammála. Menn sjá í hillingum framtíð Íslands sem orkulands. En þar endar samstaðan. Um fátt hafa geisað hatrammari deilur á Íslandi síðustu ár en einmitt orkuna. Þær náðu hámarki á árunum 2003-2007 þegar deilt var um risavirkjunina á Kárahnjúkum sem framleiðir rafmagn fyrir hið tröllaukna álver í Reyðarfirði.
Ringluð smáþjóð í stórum heimi
Egill Helgason
06/12 2010
Íslendingar eru mjög ringluð þjóð eftir efnahagshrunið haustið 2008. Það birtist ekki síst í umræðum um utanríkismál. Eftir kosningarnar í apríl 2009 myndaðist glufa til að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Tveimur árum eftir hrunið á Íslandi: Hættan á að unga fólkið flytji burt
Egill Helgason
07/10 2010
Raunveruleikinn á Íslandi er allur annar nú en var fyrir fáum árum. Þá vantaði vinnuafl. Erlent fólk fluttist til landsins í stórum stíl. Á ótrúlega stuttum tíma fjölgaði erlendum borgurum á Íslandi. Það var talin þörf á þessu fólki til að vinna störf á tíma efnahagsþenslunnar þegar atvinnuleysi var tæplega mælanlegt. Eftir hrunið snerist þetta allt við.
Ísland horfir til Norðurlandanna
Egill Helgason
19/08 2010
Á Íslandi situr ríkisstjórn sem beinlínis kallar sig „norræna velferðarstjórn“. Það var nafnið sem hún gaf sjálfri sér þegar hún tók við vorið 2009. Skilaboðin voru þau að nú væri kominn nýr tími eftir frjálshyggjuvæðingu undangenginna áratuga. Þetta er hreinræktaðasta vinstri stjórn í sögu Íslands – að minnsta kosti lítur hún þannig út á pappírum – mynduð af sósíaldemókrataflokknum Samfylkingunni og Vinstri grænum en það er flokkur sem getur rakið sögu sína aftur til Sósíalistaflokks Íslands og þaðan reyndar til Kommúnistaflokksins.
Afhroð stjórnmálaflokkanna: Grínframboð tekur yfir Reykjavík
Egill Helgason
03/06 2010
Það sem einkennir íslensk stjórnmál einu og hálfu ári eftir hrun efnahagskerfisins er algjört vantraust á stjórnmálaflokkum. Andúðin beinist ekki aðeins gegn flokkum sem voru við völd í hruninu sjálfu, heldur gegn flokkunum almennt, kerfinu sem hefur verið kallað fjórflokkurinn. Þetta birtist glöggt í sveitarstjórnarkosningunum sem fóru fram 29. maí. Gömlu flokkarnir biðu afhroð, í Reykjavík vann framboð undir forystu frægs grínista stórsigur og er nú stærsti flokkurinn.

Leit í Analys Norden