Document Actions
Þetta innihald er ekki til á því tungumáli sem þú hefur valið, því sýnum við innihaldið á dönsku.

Ólafur Stephensen

Íslenzkir peningar leggja land undir fót
Ólafur Stephensen
19/06 2007
Íslenzkt efnahagslíf er í sívaxandi mæli hluti af hinu hnattræna efnahagskerfi. Út af fyrir sig má segja að Ísland hafi alltaf verið háð sveiflum á alþjóðamörkuðum vegna þess að landsmenn hafa lengi stundað mikla utanríkisverzlun. Hagkerfið var annars vegar háð útflutningi á fiski og fáeinum öðrum vörum og hins vegar hafa Íslendingar þurft að flytja inn stóran hluta af neyzluvörum. Breytingin, sem orðið hefur á síðari árum, er að mörg íslenzk fyrirtæki stunda ekki einvörðungu útflutning, heldur eru orðin alþjóðleg í eðli sínu, með starfsemi í mörgum löndum eða heimsálfum.
Stjórnin vann – og féll samt
Ólafur Stephensen
23/05 2007
Alþingiskosningarnar, á Íslandi 12. maí mörkuðu að ýmsu leyti tímamót. Í fyrsta sinn í Íslandssögunni gerðist það að ríkisstjórn hélt meirihluta sínum þriðju kosningarnar í röð. Meirihlutinn var hins vegar ekki nema einn þingmaður og ekki reyndist vilji fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Ísland fær því nýja ríkisstjórn.
Europa splitter partierne
Ólafur Stephensen
24/04 2007
Den gamle historie om, at der er en kløft mellem politikere og vælgere i Europapolitikken, gælder også på Island, blot med omvendt fortegn i forhold til, hvad der sker i de fleste andre europæiske lande. Et flertal af vælgerne vil søge om medlemskab af EU, men et flertal i parlamentet for en sådan ansøgning er ikke under opsejling, og sagen står ikke højt på den politiske dagsorden.
Norrænt öryggissamstarf á Norður-Atlantshafi
Ólafur Stephensen
27/03 2007
Íslendingar hafa orðið að hugsa öryggis- og varnarmál landsins upp á nýtt á skömmum tíma eftir að Bandaríkin lokuðu varnarstöðinni í Keflavík á síðasta ári. Aukið samstarf við Noreg og Danmörku er lykilþáttur í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að fylla upp í öryggistómarúmið, sem Bandaríkin skildu eftir.
Hugsa um heimatorfuna, framkvæma á heimsvísu
Ólafur Stephensen
21/02 2007
Er Ísland fyrirmyndarríki, sem með sinni hreinu orku getur stuðlað að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu? Eða eru Íslendingar í hópi verstu skúrkanna, sem brenna mestu jarðefnaeldsneyti og menga mest? Hvort tveggja getur verið rétt og það gerir umræðuna bæði þversagnakennda og áhugaverða.
Sjálfstætt fólk, lítil sveitarfélög
Ólafur Stephensen
25/01 2007
Ríkisstjórn Íslands gerir nú enn eina ofurvarfærna tilraun til að fá pínulítil sveitarfélög með innan við þúsund íbúa til að sameinast öðrum, þannig að hægt verði að færa valdið nær fólkinu og auka þjónustu sveitarfélaganna. Sagan sýnir að ekki er sennilegt að íbúunum finnist það góð hugmynd.
Menningin blómstrar við skort á menningarpólitík
Ólafur Stephensen
29/11 2006
Menningin blómstrar á Íslandi. Það er sama hvert litið er; í leiklist, kvikmyndum, bókmenntum, tónlist og myndlist er gróskan og fjölbreytnin meiri en áður hefur þekkzt. Íslenzkt menningarlíf er alþjóðavæddara en nokkru sinni fyrr. Allir eru að skapa list til útflutnings, allt frá bílskúrsböndum til Þjóðleikhússins. Er þetta af því að rekin hafi verið árangursrík menningarpólitík? Sennilega ekki.
Norræna velferðarmódelið yfirgefið?
Ólafur Stephensen
24/10 2006
Íslenzka efnahagsundrið hefur á undanförnum árum skilað Íslendingum miklum kjarabótum. Allir hafa það betra en fyrir tíu árum og ríkidæmi Íslendinga fer ekki framhjá neinum. En misskipting tekna og eigna eykst engu að síður. Afmarkaðir hópar hafa orðið útundan í góðærinu og sumir halda því fram að Ísland sé á hraðri siglingu í burtu frá hinu skandinavíska velferðarmódeli.
Orkuhlaðin stjórnmálaumræða
Ólafur Stephensen
26/09 2006
Stefnan í orkumálum er stærsta pólitíska deilumálið á Íslandi nú um stundir. Íslendinga vantar ekki orku; þeir sitja á gríðarmiklum, hreinum og endurnýjanlegum orkulindum í formi vatnsfalla og jarðhita. En, svo þversagnakennt sem það hljómar, orkar nýting þessara orkulinda mjög tvímælis út frá umhverfissjónarmiðum og afstaðan til orkumála skiptir þjóðinni í vaxandi mæli í tvær fylkingar.
Álmilljónir á Íslandi
Ólafur Stephensen
22/02 2006
Ætlar Ísland sér framtíð í þungaiðnaði sem einn helsti álframleiðandi í heiminum eða eru aðrir kostir vænlegri? Deilt er um virkjanir og ál um allt Ísland, frá höfuðborginni Reykjavík til ystu útnesja. Erlend álfyrirtæki vilja semja um þrjár nýjar stórframkvæmdir. Álframleiðsla á Íslandi gæti þannig orðið fjögur prósent af heimsframleiðslunni ef öll áform ganga eftir. Ýmislegt bendir til þess að ekki ríki fullkomin eining á stjórnarheimilinu um það hversu mikið sé skynsamlegt að auka álframleiðslu á Íslandi.
Ísland kemur út úr skápnum
Ólafur Stephensen
14/12 2005
Hvernig má það vera að litla landið, þar sem fordómar gagnvart samkynhneigðum voru fyrir aðeins fáeinum árum svo yfirþyrmandi, að fólk fann sig knúið til að flytja úr landi – gjarnan til Kaupmannahafnar – sé allt í einu að taka forystuna í réttindabaráttu samkynhneigðra? Fáir hefðu trúað því fyrir áratug, en eftir áramótin verður löggjöf um réttindi homma og lesbía líklega hvergi frjálslyndari en á Íslandi.
Hver er til vinstri og hver til hægri?
Ólafur Stephensen
16/11 2005
Flokkarnir sem eru yzt til vinstri og hægri í íslenzkri pólitík héldu landsfundi í október. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var stefnan tekin inn á miðjuna. Á landsfundi Vinstri grænna var hins vegar kallað eftir hreinræktaðri vinstristjórn með Samfylkingunni. Vandinn er þó sá að í VG trúa ekki allir því að Samfylkingin sé vinstriflokkur.
Lítið ríki í stóru framboði
Ólafur Stephensen
12/10 2005
Ísland veit stundum ekki alveg hvort það á að haga sér eins og smáríki eða stórveldi. Nýjasta dæmið um þetta er vandræðagangurinn, sem kom upp í tengslum við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem vakið hefur nokkra furðu hjá ríkisstjórnum hinna norrænu ríkjanna.
Davíð stígur af sviðinu
Ólafur Stephensen
14/09 2005
Davíð Oddsson, maðurinn sem ætlaði að verða leikari eða leikskáld en varð stjórnmálamaður, yfirgefur senn hið pólitíska leiksvið eftir að hafa leikið aðalhlutverk í 23 ár. Hann hefur staðið í sterkasta sviðsljósinu lengur en flestir aðrir stjórnmálaleiðtogar, ekki bara á Íslandi eða á Norðurlöndum, heldur í Evrópu. Þetta eru stærstu tíðindin í íslenzkum stjórnmálum nú í haust, ásamt dómsmálinu gegn stjórnendum alþjóðafyrirtækisins Baugs Group og andláti Reykjavíkurlistans.
Nýjar línur í stjórnmálunum
Ólafur Stephensen
23/06 2005
Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur eignazt nýjan leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, var kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi í maí, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ingibjörg fékk þannig tvo þriðjuhluta atkvæðanna en Össur Skarphéðinsson, svili hennar, sem verið hefur formaður flokksins frá árinu 2000, fékk aðeins þriðjung.
Allir vegir til Reykjavíkur?
Ólafur Stephensen
25/05 2005
Undir lok vorþings Alþingis var á dögunum helst deilt um vegamál. Ástæðan er að mestur hluti fjárveitinga til vegamála fer venju samkvæmt til dreifbýliskjördæma en minnst rennur til höfuðborgarsvæðisins, þótt þar búi flestir og þar sé meirihluti bíla. Að þessu sinni mótmæltu ýmsir forystumenn bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur Þ. Stephensen greinir deilumálið og skýrir hvernig valdahlutföll á Alþingi eru að breytast.
Hverjir eiga að eiga Ísland?
Ólafur Stephensen
27/04 2005
Fleiri og fleiri Íslendingar hafa áhyggjur af samþjöppun eignarhalds og valda í atvinnulífinu. Þessar áhyggjur hafa sýnt sig með a.m.k. tvennum hætti undanfarnar vikur, en birtingarmynd þeirra var afar mismunandi – annars vegar formleg niðurstaða margra mánaða vinnu stjórnmálamanna og embættismanna, hins vegar óskipulögð fjöldahreyfing, sem varð til eftir að ein blaðakona skrifaði eina grein – og kom henni sjálfri mest á óvart.
Þarf viðskiptalífið lög til að nýta mannauð kvenna?
Ólafur Stephensen
23/03 2005
Það eru fáar konur í stjórnum stórra fyrirtækja á Íslandi. Af 87 stjórnarsætum í 15 leiðandi fyrirtækjum landsins eru aðeins 2,3% skipuð konum. Þetta hefur leitt til mikillar umræðu um stöðu kvenna í atvinnulífinu á Íslandi. Viðskiptaráðherra hefur hvatt fyrirtæki til að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Gagnrýnendur telja hana þó ekki ganga nógu langt og sumir hafa hvatt hana til þess að beita lagasetningu.
Fjölskylduerjur á vinstri vængnum
Ólafur Stephensen
23/02 2005
Kosið verður til formanns Samfylkingarinnar, næststærsta flokks Íslands, í maí. Baráttan stendur á milli sitjandi formanns, Össurar Skarphéðinssonar, og fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavíkur, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Í baráttuna blandast bæði fjölskyldutengsl frambjóðendanna sem og gamalt deilumál um hvernig tengslum stjórnmálaflokka og verkalýðshreyfingar ber að hátta. Frambjóðendurnir virðast sækja fylgi sitt á ólíkar slóðir og enn er of snemmt að spyrja að leikslokum.
Evrópuumræður á nýju ári
Ólafur Stephensen
26/01 2005
Á Íslandi hefur Samfylkingin ein stjórnmálaflokka sett aðild að ESB á stefnuskrá sína. Málið hefur þó ekki verið efst á baugi í íslenskum stjórnmálum undanfarin ár. Umræða um Evrópumál hafa hins vegar verið áberandi frá áramótum. Það á annars vegar rætur að rekja til óvæntra ummæla Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra um að ekki sé útilokað að Ísland verði aðili að stærra ESB og hins vegar tillögu prófessors við Háskóla Íslands um að segja upp EES-samningnum. Ólafur Stephensen greinir umræðuna og þær leiðir sem Ísland hefur á milli að velja í samskiptunum við ESB.

Tengiliður

Michael Funch
Netfang:

Leit í Analys Norden