Document Actions

Markku Heikkilä

Markku Heikkilä (fæddur 1961) er yfirmaður vísindamiðlunar Norðurskautsstofnunarinnar við Lapplandsháskólann í Rovaniemi. Áður starfaði hann lengi sem leiðarhöfundur og pólitískur ritstjóri við dagblaðið Kaleva.

Heikkilä er magister í félagsvísindum (fjölmiðlafræði, frá Háskólanum í Tammerfors). Hann hlaut verðlaun ríkisins fyrir upplýsingamiðlun árið 1997, hann hefur gefið út fjórar bækur um samstarf á norðurslóðum, um Ladogasvæðið og um loftslagsstefnu ESB og Finnlands.

Norden, trots allt
Markku Heikkilä
16/02 2012
Principerna för lagstiftningen, modellen för välfärdssamhället, jämställdhet, små klasskillnader – man hittar de gemensamma och utmärkande egenskaperna hos de nordiska länderna i allt det som är viktigt i Finland. Trots detta pratar man förvånansvärt lite om nordiskhet och den nordiska modellen. Som en hyllning till det allra sista numret av Analys Norden beger jag mig på jakt efter Finland som nordisk stat. Resan börjar så långt bort från huvudstäderna som möjligt, så nära vardagen som möjligt.
Februari 2012: EU har redan vunnit valet i Finland
Markku Heikkilä
02/02 2012
Det finns två kandidater kvar som kan bli Finlands nästa president, men inte två alternativ. Samlingspartiets Sauli Niinistö och De grönas Pekka Haavisto har samma politiska linje i många centrala frågor och i synnerhet när det gäller Finlands EU-politik ligger de mycket nära varandra. Då de EU-kritiska kandidaterna blev utslagna i första omgången står valet nu snarare mellan de återstående kandidaternas personliga egenskaper än deras politiska inriktning.
Klimatdebatten inte längre på modet
Markku Heikkilä
24/11 2011
Finlands klimatpolitik har till stor del handlat om en anpassning till Europeiska unionens allmänna klimatlinje. Detsamma gäller mötet i Durban. Finlands stöd till EU:s mål om 30-procentiga utsläppsminskningar är villkorlig på så sätt att alla viktiga industrialiserade länder uppriktigt måste lova att minska sina utsläpp. Den rena teknologins roll betonas. Trots detta är den största förändringen som skett inom klimatdebatten att hela ämnet förs in på något slags sidospår, i bakgrunden inom politiken men bort från synfältet.
Breytinga hafa átt sér stað í Finnlandi
Markku Heikkilä
26/09 2011
Pólitísk aftaka ráðherra í Finnlandi fór síðast fram árið 1922. Skipulögð samtök öfgamanna á hægri væng stjórnmálanna eru jaðarhópur í Finnlandi. Langt er síðan nokkuð hefur heyrst frá öfgaöflum á vinstri vængnum. Fjölmennar pólitískar kröfugöngur til að berjast með eða á móti málstað hafa verið afar sjaldgæfar um langt árabil. Það hvarflar varla að nokkrum manni að hryðjuverk geti átt sér stað í Finnlandi. Á haustdögum hafa öldurnar í umræðum um öfgamenn risið hátt og í þeim er broddur sem ekki hefur orðið vart við fyrr.
Járnbrautir í Finnlandi ganga úr sér
Markku Heikkilä
25/08 2011
Ásigkomulag lestarteina í Finnland verður sífellt lakara og því verður að draga úr hraða lestanna. Mikil þörf er á fjárfestingum í samgöngum í landinu en að finna fjármagn hefur reynst þrautin þyngri. Ríkissjóður Finna er aðþrengdur og það hefur komið í veg fyrir að hægt sé að hefja ný verkefni á sviði samgangna þrátt fyrir að vegalengdir í Finnlandi séu miklar og þörf fyrir flutninga brýn. Þrátt fyrir þetta horfa menn til þess að byggja göng til Tallin og járnbraut að Íshafinu.
Málefni Norðurskautsins eru eins og flest annað í bið eftir kosningarnar í Finnlandi
Markku Heikkilä
09/06 2011
Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finna, fékk vakningu á fundi utanríkisráðherra Norðurskautsráðsins í Tromsö fyrir tveimur árum. Upp frá því varð kröftug útrás mót norðri þáttur í utanríkisstefnu Finna. En þegar utanríkisráðherrar annarra þjóða í Norðurskautsráðinu hittust í Nuuk í maí síðastliðnum hélt Stubb sig heima. Eftir þingkosningarnar í apríl hafa stjórnmál í Finnlandi, einnig málefni Norðurskautsins, nánast lamast.
Apríl 2011: Lýðskrum nær yfirhöndinni í kosningunum í Finnlandi
Markku Heikkilä
14/04 2011
Þingkosningar verða í Finnlandi sunnudaginn 17. apríl. Þess er vænst er að niðurstöður liggi fyrir um miðnættið. Það er eiginlega það eina sem hægt er að staðhæfa um kosningarnar. Auknar vinsældir, lýðskrums flokks Sannra Finna, í takti við kreppuna í löndum Evrópu hafa svo sannarlega ruglað hefðbundið mynstur stjórnmála í landinu.
Hrein tækni og ný þekking á náttúruauðlindum
Markku Heikkilä
07/04 2011
Í Finnlandi líta menn nýjum augum á þær auðlindir sem alþjóðavæðingin getur ekki tekið frá þeim eftir að glýjan sem fylgdi hringiðunni um Nokia er runnin af þeim. Framvegis verða Finnar að tryggja velferðina í landinu gegnum hreina tækni - með lífrænu eldsneyti frá skógunum, þekkingu á vatni og málmum. Með því að samtvinna þessa þætti, er áformað leggja grunn að sjálfbæru efnahagskerfi og grænum hagvexti.
Nyrsta kjarnorkuver á Norðurlöndum
Markku Heikkilä
11/02 2011
Simo er friðsælt, fámennt bæjarfélag við Austurbotn, um það bil 100 kílómetra norðan Uleå. Pyhäjoki er annar syfjulegur lítill bær sem er í svipaðri fjarlægð fá Uleå nema bara í suðurátt. Í báðum bæjum bíða íbúarnir sumarsins með eftirvæntingu, en sumir eru þó slegnir ótta. Annar hvor bærinn– Simo eller Pyhäjoki – verður meginvettvangur fyrir stefnu Finna í orkumálum, sem að mestu byggir á kjarnorku. Innan skamms verður tekin ákvörðun um í hvoru sveitarfélaginu nyrsta kjarnorkuver á Norðurlöndunum verður byggt.
Finnar beina sjónum til norðurs
Markku Heikkilä
29/11 2010
Augu manna í Helsinki beinast að Norðurskautinu og samtímis hefur brennidepill utanríkistefnunnar víkkað með greinilegu norrænu sjónarsviði.
Sprengjan sem ekki sprakk
Markku Heikkilä
07/10 2010
Í vor áætlaði fjármálaráðuneytið í Finnlandi að atvinnuleysi ungs fólks myndi á árinu aukast og verða að minnsta kosti 24 prósent. Síðan hefur ekkert gerst. Þvert á allar væntingar höfðu tölur um atvinnuleysi í lok sumars lækkað, einnig um atvinnuleysi unga fólksins. Þrátt fyrir það er atvinnusköpun fyrir ungt fólk viðvarandi vandamál.
Afdrifarík ákvörðun um stjórnarsetu
Markku Heikkilä
19/08 2010
Næstu þingkosningar í Finnlandi sem fara eiga fram næsta vor verða afdrifaríkar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn sem nú er í stjórnarandstöðu. Haldi flokkurinn áfram að tapa fylgi, á þessi fyrrum áhrifamikli stjórnmálaflokkur á hættu að verða utanveltu um langan tíma. Meginvandi flokksins (SDP) felst einkum í tvennu: almennum óvinsældum vinstrimanna og tilkomu nýrrar tegundar af lýðskrumi.
Gagnrýni á stefnu í innflytjendamálum og lýðskrum fær byr undir báða vængi
Markku Heikkilä
03/06 2010
Áherslur í stjórnmálaumræðum í Finnlandi hafa breyst á skömmum tíma. Gagnrýni á málefni innflytjenda hefur færst frá jaðri stjórnmálanna yfir í að vera eitt vinsælasta umræðuefni almennings og útlit er fyrir að lýðskrum njóti aukinna vinsælda. Í fjármálakreppunni verður vart við aukna andúð Finna gagnvart innflytjendum. Nú er svo komið að hluti samræðnanna fer fram utan þess ramma sem leyfilegur er samkvæmt lögum.
Bankakreppan sem ekkert varð úr
Markku Heikkilä
14/04 2010
Síðast þegar kreppan skall á í Finnlandi, í upphafi tíunda áratugs síðusta aldar, var þar fyrst og fremst um að kenna stjórn bankanna. Bankakerfið hrundi gjörsamlega til grunna. Nú er ekki hægt að greina neina kreppu hjá bönkunum, þrátt fyrir að óhugnanlegar hagtölur séu farnar að birtast.
Loftslagsmálin viku fyrir skákinni um forsætisráðherraembættið
Markku Heikkilä
04/02 2010
Fyrir loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn voru umræðurnar um loftagsbreytingarnar í Finnlandi líflegri en nokkru sinni. Að henni lokinni er eins og allt loft sé úr umræðunum. Enginn hefur haft áhuga á að taka þær upp aftur.
Erfitt að uppfylla markmið Sameinuðu þjóðanna um þróunaraðstoð
Markku Heikkilä
17/12 2009
Urho Kekkonen forseti Finnlands var viðstaddur þegar ríku iðnvæddu þjóðirnar, lofuðu á þingi Sameinuðu þjóðanna árið 1970, að auka framlög sín til þróunaraðstoðar í 0,7 prósent af vergri landframleiðslu. Kekkonen hét því einnig að Finnar myndu leggja sig fram við að ná þessu markmiði.
Atvinnuleysissprengja tifar
Markku Heikkilä
26/11 2009
Stærsta einstaka útflutningsvara í sögu Finnlands kom í byrjun nóvember að brúnni yfir Stóra Beltið. Hið tröllvaxna Oasis of the Seas, heimsins stærsta skemmtiferðaskip, er 72 metrar á hæð en hæðin frá yfirborði vatnsins og upp í brúarloftið er aðeins 65 metrar. Í fréttatímum um víða veröld var varpað út myndum af því hvernig súperskipið lækkaði reykháfinn og rann undir brúna án þess að snerta hana.
Atvinnuleysi eykst, skuldir vaxa og skattar hækka
Markku Heikkilä
21/10 2009
Þrátt fyrir að velferðarkerfinu í Finnlandi standi ekki ógn af efnahagskreppunni, hefur óöryggi gripið um sig, meðal ríkisstjórnarinnar, sveitarstjórnarmanna og einstaklinga, um að endar nái ekki saman. Og þrátt fyrir að umræður um peningamál í Finnlandi hafi verið býsna fjörugar upp á síðkastið þá hafa þær snúist um allt önnur mál. Uppákomur um fjármögnun kosningasjóða stjórnmálamanna hafa grafið alvarlega undan trausti Finna á stjórnmálaflokkum.
Finnar stefna að því að minnka losun um 80 prósent
Markku Heikkilä
24/09 2009
Finnar hafa, í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn, sett sér umtalsvert háleitari markmið um losun en þeir hafa gert fram til þessa. Markmið ríkisstjórnarinnar er að leggja fram tillögur í október að því hvernig hægt verði að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent fram til ársins 2050. Fram til þessa hefur stefna Finna fyrst og fremst beinst að því að aðlaga sína stefnu að ákvörðunum Evrópusambandsins.
Frá hættulegri velferðargjá að mörkum tækifæranna
Markku Heikkilä
26/08 2009
Félagslegur, efnahagslegur og pólitískur stöðugleiki. Voru rökin sem Finnar lögðu til grundvallar við mótun stefnu um samskipti við grannþjóðirnar á tíunda áratug síðust aldar. Þá voru landamærin á milli Finnlands og Rússlands talin marka lengstu og dýpstu velferðgjá Evrópu og óttast var um að ýmiskonar óstöðugleiki gæti borist til Finnlands úr austurátt.

Leit í Analys Norden