Document Actions

Markku Heikkilä

Markku Heikkilä (fæddur 1961) er yfirmaður vísindamiðlunar Norðurskautsstofnunarinnar við Lapplandsháskólann í Rovaniemi. Áður starfaði hann lengi sem leiðarhöfundur og pólitískur ritstjóri við dagblaðið Kaleva.

Heikkilä er magister í félagsvísindum (fjölmiðlafræði, frá Háskólanum í Tammerfors). Hann hlaut verðlaun ríkisins fyrir upplýsingamiðlun árið 1997, hann hefur gefið út fjórar bækur um samstarf á norðurslóðum, um Ladogasvæðið og um loftslagsstefnu ESB og Finnlands.

Finnar telja að allar Norðurlandaþjóðirnar eigi að vera í ESB
Markku Heikkilä
24/06 2009
Í apríl 2009 gerði finnska ríkisstjórnin þinginu grein fyrir stefnu sinni í málefnum ESB. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallaði um stækkun ESB var stefnu Finna lýst á eftirfarandi hátt: „Öll Norðurlöndin auk allra ríkjanna á Balkanskaganum og Tyrklands verða aðilar að ESB þegar þau uppfylla skilyrðin fyrir aðild.“
Hættið öllu tali um skort á vinnuafli
Markku Heikkilä
27/05 2009
Að mati fræðimanna má ætla að fjölgun starfa í Finnlandi verði einungis á sviði mennta- og félagsmála sem og heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustunnar. Í öllum öðrum atvinnugreinum mun störfum fækka, sérstaklega í útflutningsgreinunum, en þar verður fækkunin gríðarleg.
Innflytjendur ennþá í aukahlutverki
Markku Heikkilä
29/04 2009
Eitt helsta einkenni finnsks menningarlífs er einmitt að það er finnskt. Sama á við um stjórnmálin og fjölmiðlaheiminn, já eiginlega allan opinbera geirann í Finnlandi. Innflytjendur er helst að finna a útjaðrinum, stöku sinnum í aukahlutverki en sjaldan sem virka þátttakendur. Þetta á jafnt við um finnskumælandi og sænskumælandi menningargeirann.
Lítil sátt um aðildarviðræður í Finnlandi
Markku Heikkilä
25/03 2009
Um þessar mundir fara fram stöðugar umræður í Finnlandi um hvað mæli með og á móti aðild Finna að Norður-Atlantshafsbandalaginu. Fram til þessa hefur aðild eiginlega þótt fjarstæðukennd. Næstu þingkosningar, að tveimur árum liðnum, geta hinsvegar haft afgerandi áhrif á samband Finna við Norður-Atlantshafsbandalagið. Þeir sem styðja aðild hugsa til 2012 sem ársins þegar hægt verður að komast að niðurstöðu í málinu.
Áhrifa hnattvædds hagkerfis gætir helst í útflutningsgreinunum
Markku Heikkilä
24/02 2009
Strax í upphafi ársins urðu Finnar að horfast í augu við blákaldan raunveruleikann. Þrátt fyrir trausta stöðu finnska hagkerfisins nægði hún ekki til þess að draga úr áhrifum skellsins sem varð þegar hnattvætt hagkerfi hrundi. Pantanir útflutningsgreinanna hurfu eins og hendi væri veifað og um leið skruppu væntingar um frekari þróun í ár saman. Ríkisstjórnin beitir öllum tiltækum ráðum til þess að örva vöxt og tekur fleiri lán, en atvinnuleysið eykst hratt.
Finnar héldu að þeir myndu sleppa auðveldlega
Markku Heikkilä
18/12 2008
Fréttir af fækkun starfsmanna hafa, eins og á öðrum Norðurlöndum, verið daglegt brauð nú á haustdögum í Finnlandi. Fyrirtækin fresta fjárfestingum eða hætta algerlega við þær, útflutningur dregst saman og óvissan eykst í takti við fyrirsjáanlegt vaxandi atvinnuleysi. Þrátt fyrir allt telur almenningur í Finnlandi að þjóðin muni komast í gegnum fjármálakreppuna með færri skakkaföllum en flestar aðrar þjóðir.
Finnland hvarf af landakortunum í Washington
Markku Heikkilä
20/11 2008
Eins og margir aðrir Evrópubúar óskuðu Finnar þess að Barack Obama myndi vinna forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Jafnt almennir borgarar og stjórnmálamenn deildu þeirri frómu ósk . Á átta ára stjórnartíð Georg W. Bush hrundi ímynd Finna á Bandaríkjunum til grunna, einkum allt sem snerti stjórn landsins. Afleiðingin er að bilið á milli Finna og Bandaríkjamanna hefur breikkað.
Ungir menn með myrka huga
Markku Heikkilä
15/10 2008
Það verða sveitastjórnarkosningar í Finnlandi þann 27. október. Allir væntu þess að öldrun þjóðarinnar og öldrunarþjónustan yrðu aðalmálefni kosningabaráttunnar en alls ekki aðstæður unglinga. Harmleikurinn í Kauhajoki breytti andrúmsloftinu fyrir kosningarnar. Fólk í Finnlandi fylltist sársaukafullri örvæntingu yfir öðru fjöldamorðinu í almennum skóla og sálarástand unglinganna varð mikilvægasta umfjöllunarefnið í landinu.
Timburtollar eitt helsta vandamálið í samskiptum við Rússland
Markku Heikkilä
17/09 2008
Viðburðirnir í Georgíu hafa vakið heitar umræður í Finnlandi um hvert stefni í þróun Rússlands en þeir virðast ekki hafa haft nein afgerandi áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Brýnustu spurningarnar varða hagkerfið. Hækkaðir tollar á timbur hafa nú þegar valdið því að þúsund störf í timburiðnaði tapast og hin ógnar þunga umferð flutningabíla við landamærin í austri teppist stundum og myndar langar raðir.
Ofbeldi gegn konum ennþá vandamál
Markku Heikkilä
28/08 2008
Ríkisstjórn Finnlands birti nýja jafnréttisáætlun sína í júlímánuði síðastliðnum. Eitt mikilvægasta atriðið í áætluninni er baráttan gegn kynbundnu ofbeldi, vandamál sem lengi hefur verið viðvarandi í Finnlandi. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um mismunun kvenna fékk leyfi til þess að gefa út eftirfarandi mat í New York í júlí á þessu ári: Ofbeldi gegn konum er algengt í Finnlandi þrátt fyrir að í landinu sé yfirleitt ríkjandi jafnrétti.
Framlög í kosningasjóð valda hneyksli og varða loftslagsmál
Markku Heikkilä
11/06 2008
Um mánaðamótin maí, júní var það eitt málefni fremur öðrum sem sætti tíðindum í finnskri stjórnmálaumræðu: Óvissan sem er ríkjandi um fjárhagsstuðning við kosningasjóði stjórnmálamanna. Hvað varðar forsætisráðherrann, Matti Vanhanen snertu umræðurnar einnig stefnuna í loftslagsmálum og hvernig standa beri að byggingum í finnsku samfélagi.
Áfengi deyðir, öldrun er kostnaðarsöm
Markku Heikkilä
07/05 2008
Þegar heilsu Finna ber á góma er óhjákvæmilegt að tvo þætti ber hæst: áfengi og aldraða. Áfengisneysla er án efa langstærsta heilbrigðisvandamál Finna. Að íbúarnir eldast hefur hinsvegar í för með sér ótal áskoranir fyrir finnskt samfélag, áskoranir sem allir hafa átt von á en ekki undirbúið sig neitt sérstaklega undir. Báðir þessir þættir eru samtvinnaðir allri pólitískri umræðu.
Utanríkisráðherra lætur af störfum eftir smáskilaboðahneyksli
Markku Heikkilä
02/04 2008
Að kvöldi mánudagsins 31. mars héldu utanríkisráðherrar Finnlands, Svíþjóðar og Noregs sameiginlegan blaðamannafund í Helsinki. Salurinn fylltist af fjölmiðlafólki. Carl Bildt og Jonas Gahr Støre fylgdust vandræðalegir með þegar Kanerva utanríkisráðherra Finna staðhæfði að hann hygðist ekki láta af störfum.
Mestur styr um sumarbústaði Rússa í málefnum útlendinga
Markku Heikkilä
06/03 2008
Umræður um innflytjendur og minnihlutahópa eru öðruvísi í Finnlandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Nú standa deilurnar um kaup Rússa á öllum sumarhúsalóðum við strandlengjur í Austur-Finnlandi. Fjöldi innflytjenda frá öðrum löndum eykst einnig statt og stöðugt en fram til þessa hafa eins og kunnugt er einungis verið afar fáir innflytjendur í Finnlandi.
Skólarnir bestir, háskólarnir á villigötum
Markku Heikkilä
07/02 2008
Staðfest hefur verið í hverri könnuninni á fætur annarri að námsárangur nemenda í finnskum skólum er sá besti í heiminum. Hið sama á því miður ekki við um háskólastigið. Háskólarnir í Finnlandi er enn að leita að nýjum hugmyndum og hafa ekki fundið sér hlutverk við hæfi.
Spenna í stjórnmálunum í haust
Markku Heikkilä
19/12 2007
Finnar fögnuðu 90 ára sjálfstæði sínu þann sjötta desember síðastliðinn og vörpuðu öndinni léttar eftir mikla spennu sem hefur verið ríkjandi í stjórnmálunum í haust. Öllum létti stórum þegar ljóst var að ekkert yrði úr fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. En síðan hefur sambandið á milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar verið viðkvæmara en áður.
Sorg í Finnlandi eftir fjöldamorð í skóla
Markku Heikkilä
21/11 2007
Ef það er eitthvað sem Finnar hafa getað sett traust sitt á, þá eru það skólar og sjúkrahús. En í byrjun nóvember breyttist nemandi í skóla nokkrum í kaldrifjaðan morðingja og tólf þúsund hjúkrunarfræðingar voru reiðubúnir til þess að segja upp störfum. Andrúmsloftið í landinu endurspeglar hryssingslegt nóvemberveðrið, það er drungalegt og niðurdrepandi. Það er langt síðan reynt hefur jafn rækilega á grundvallaröryggi þjóðarinnar.
Blása nýir vindar í putalandi vindorkunnar?
Markku Heikkilä
25/10 2007
Hlutfall vindorku í orkuframleiðslunni í Finnlandi er hverfandi en þrýstingurinn á að auka það eykst stöðugt. Loftslagsbreytingar þvinga Finna til þess að endurskoða aðrar endurnýtanlegar orkulindir í landinu. Aðeins tíu prósent af allri orkuneyslu í Finnlandi er framleidd með vindorku. Afkastageta vindorkuveranna er um það bil eitthundrað megavött og aðeins örfáar nýjar vindmyllur eru byggðar. Finnar geta með þessum móti á engan hátt borið sig saman við Svía, Norðmenn svo ekki sé talað um Dani.
Finnar flytja inn erlent vinnuafl
Markku Heikkilä
25/09 2007
Staðan á finnskum vinnumarkaði þar sem atvinnuleysi hefur verið mikið og viðvarandi hefur snúist við og nú stefnir allt í skort á vinnuafli. Það eru alveg nýjar kringumstæður fyrir Finna. Fram til þessa hefur innflutningur á vinnuafli verið hverfandi og fátíður en nú eru horfurnar aðrar.
Nýr og stór nýsköpunarháskóli
Markku Heikkilä
28/08 2007
Áætlanir eru uppi um að sameina þrjá háskóla í Helsinki í einn nýsköpunarháskóla og eru bæði ríkisstjórnin og atvinnulífið eru reiðubúin til þess að leggja fjármagn til. Markmiðið er að skapa nýtt lærdómssetur á heimsvísu og samtímis efla finnskar rannsóknir. Lykilorðin í allri umræðu í samfélaginu og háskólunum eru „nýsköpun“ og „framúrskarandi frammistaða“ og það einmitt það sem allir stefna að.

Tengiliður

Michael Funch
Netfang:

Leit í Analys Norden