Document Actions

Markku Heikkilä

Markku Heikkilä (fæddur 1961) er yfirmaður vísindamiðlunar Norðurskautsstofnunarinnar við Lapplandsháskólann í Rovaniemi. Áður starfaði hann lengi sem leiðarhöfundur og pólitískur ritstjóri við dagblaðið Kaleva.

Heikkilä er magister í félagsvísindum (fjölmiðlafræði, frá Háskólanum í Tammerfors). Hann hlaut verðlaun ríkisins fyrir upplýsingamiðlun árið 1997, hann hefur gefið út fjórar bækur um samstarf á norðurslóðum, um Ladogasvæðið og um loftslagsstefnu ESB og Finnlands.

Asía orðin nágranni Finnlands
Markku Heikkilä
19/06 2007
Í Finnlandi hafa margar verksmiðjur verði lagðar niður eftir að framleiðslan hefur verið flutt til Kína eða einhvers annars lands þar sem launin eru lægri. Það má til sanns vegar færa að hnattvæðingin hefur haft í för með sér afgerandi breytingar á Finnlandi en nú telja menn breytingarnar frekar til tækifæra en ógnana.
Breyting yfir í stafrænar útsendingar ergir Finnan
Markku Heikkilä
23/05 2007
Í Finnlandi verður hætt að senda út sjónvarpsefni með hliðrænum hætti í lok ágúst. Þrátt fyrir það hefur meiri hluti þjóðarinnar greinilega ekki orðið sér úti um stafrænan myndlykil. Umræðurnar um hve skynsamlegt það er talið að breyta yfir í stafrænar útsendingar hafa staðið lengi yfir og þess er vænt að hitna eigi eftir í kolunum eftir því sem breytingarnar nálgast.
Finland vill verka i EU:s kärna
Markku Heikkilä
24/04 2007
Europeiska unionen har fått en framträdande roll i Finlands nya regeringsprogram. Finland skall aktivt verka för revideringen av EU och initierar ett stärkt Östersjösamarbete inom unionen.
Sögulegt fylgistap vinstrimanna
Markku Heikkilä
27/03 2007
Því hafði verið spáð að þingkosningarnar í Finnlandi yrðu atkvæðalitlar og myndu ekki valda neinum breytingum. En sá spádómur rættist ekki. Fylgi jafnaðarmanna hrapaði og náði sögulegu lágmarki og að öllum líkindum verður næsta ríkisstjórn borgarleg. Í kosningabaráttunni var aðeins litið með öðru auganu á umheiminn og engar nýjar lausnir komu fram. Í þessum kosningum beindu Finnar sjónum inn á við.
Finnska þjóðin krefst aðgerða vegna loftlagsbreytinga
Markku Heikkilä
21/02 2007
Andrúmsloftið fyrir þingkosningarnar í Finnlandi í mars er óvenjulega þrúgað. Í þvinguðum viðræðum milli flokkanna er reynt að draga fram skoðanamun án þess að hleypa þeim upp á móti hver öðrum. Á meðal þeirra mála sem hlotið hafa sérstaka athygli eru loftlagsbreytingarnar, en jafnvel hvað þær varðar, er varla hægt að merkja neinn ágreining á milli flokkanna.
Haparanda Torneå – undraverð þróun fyrir norðan.
Markku Heikkilä
25/01 2007
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að mestu framfarirnar í Finnlandi eigi sér stað á hinu ört vaxandi svæði í kring um Helsinki. En það kemur hins vegar á óvart að tvö framfarasvæði á alþjóða vísu skuli vera í norðlægum hlutum landsins. Annað þeirra er tækniundrið Oulu . Hina framfarasöguna er einmitt verið að skrifa um þessar mundir á landamærum Finnlands og Svíþjóðar og hún fjallar um einn ótrúlegasta árangur sem orðið hefur af norrænu samstarfi.
Sigurinn í dægurlagakeppninni var kraftaverki líkastur
Markku Heikkilä
29/11 2006
Það má með sanni segja að sigur Finnlands í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í vor hafi verið græðandi plástur á sárið. Áhrifin voru ennþá meiri vegna þess að sigurlagið sem var flutt af skrímslabandinu Lordi smaug beint inn í hjörtu Finnanna og opnaði augu margra fyrir því að stundum felst áhrifamáttur menningarinnar einmitt í því sérlundaða og frumlega.
Ódýrt áfengi skilur eftir sig ljót spor
Markku Heikkilä
24/10 2006
Það er engin goðsögn að Finnar þoli ekki áfengi. Allt síðan gjöldin á áfengi voru lækkuð mjög mikið árið 2004 hefur neysla áfengra drykkja í Finnlandi aukist gríðarlega og samfara neyslunni tjónið sem drykkjan hefur í för með sér. Það bitnar fyrst og fremst á fjölskyldum sem minna mega sín, síðast og ekki síst þar sem finnskt velferðarsamfélag skiptist í æ ríkara mæli í meirihluta þeirra sem gengur allt í haginn og hinn sundraðan minnihluta.
Finnar hyggjast nota meiri kjarnorku
Markku Heikkilä
26/09 2006
Í Finnlandi er vaxandi eftirspurn eftir orku ekki mætt á sama hátt og á hinum Norðurlöndunum vegna þess að þar í landi hyggja menn á frekari notkun kjarnorku. Auðvitað er mikið rætt um lífræna orkugjafa og hvernig hægt sé að komast hjá því að vera háður olíu en í iðnaðargeiranum reikna menn meðal annars að fullnægja grunnþörfum fyrir orku með kjarnorku.
Borgaraleg sumarhelgi
Markku Heikkilä
21/06 2006
Í Finnlandi er menn þegar farnir að hugsa um hvernig ástandið verði eftir kosningarnar í mars á næsta ári. Nú þegar flokksþingunum er lokið lítur út fyrir að borgaraleg stjórn sé raunhæfur kostur. Að minnsta kosti munu umræðurnar um aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu fá byr undir báða vængi aftur.
Rússneskt rafmagn og stjórnarskrá ESB
Markku Heikkilä
24/05 2006
Áætlun um rafmagnsleiðslu frá Rússlandi til Svíþjóðar um Finnland og staðfestingin á stjórnarskrá ESB eru málefni sem hafa verið áberandi í stjórnmálaumræðum í Finnlandi í vor. Í báðum tilfellum snerta málefnin samband landsins við nágranna sína og séð frá víðara sjónarhorni stöðu þess í Evrópu. Með öðrum orðum afar hversdagsleg málefni í finnskri umræðu.
Evrópa-Rússland – mikilvæg spurning i finnskum stjórnmálum.
Markku Heikkilä
26/04 2006
Finnland tekur við formennsku í ESB í júlí. Það er mikilvægt fyrir Norðurlöndin að á þeim tímamótum að innihald norrænu víddarinnar verði endurskoðað rækilega. Markmið Finnlands er að leggja áherslu á vensl Evrópu og Rússlands.
Svellandi tilfinningar vinstri manna
Markku Heikkilä
22/03 2006
Sá minni af vinstri flokkunum í Finnlandi þ.e.a.s. Vinstrabandalagið lenti í mikilli kreppu um mánaðamótin febrúar, mars: Formanninum Suvi-Anne Siimes var nóg boðið og hætti, með því að hella sér yfir flokksbræður sína. Suma félaga, bæði úr röðum Jafnaðarmanna og í Vinstrabandalaginu fór um leið að dreyma um sameiningu allra finnskra vinstri manna, en ekkert slíkt er þó á döfinni. Vinstrabandalagið verður hinsvegar enn einu sinni að gera upp fortíð sína.
Finnland heldur áfram á sömu braut eftir forsetakosningarnar
Markku Heikkilä
22/02 2006
Eftir forsetakosningarnar hefur pólitískur hversdagsleiki nú aftur tekið við í Finnlandi, en nú eykst spennan í innanríkismálum. Vissulega höfum við orðið vör við það í Finnlandi, að okkar eigin vandamál eru lítil og hversdagsleg samanborið við vandamálin í nágrannalöndunum. Ástandið sem skapast hefur vegna skopmyndanna sem Jyllands-Posten birti hefur farið úr böndum og kemur Finnum einnig á óvart. Aldrei áður hafa Finnar fylgst svo vel með því sem gerist í Danmörku.
Persónur mikilvægari en flokkar í forsetakosningunum
Markku Heikkilä
25/01 2006
Svona gætu málin hvergi æxlast á Norðurlöndunum nema í Finnlandi. Miðjuflokkurinn og Jafnaðarmenn starfa sama í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra Miðjuflokksins Matti Vanhanen reynir að fella sitjandi forseta, frambjóðenda Jafnaðarmanna og Vinstriflokksins Tarja Halonen í forsetakosningunum. Þegar Vanhanen mistókst ákvað hann að veita frambjóðanda Einingarflokksins Sauli Niinistö stuðning sinn. Markmiðið er að fá forseta úr röðum borgarlegu flokkanna. Forsætisráðherrann vinnur sem sagt ötullega að því að koma á framfæri forseta úr röðum stjórnarandstæðinga sem á að leiða utanríkismál landsins í samstarfi við stjórnina.
Forsetakosningarnar nálgast
Markku Heikkilä
14/12 2005
Á lokaspretti kosningabaráttunnar um forsetaembættið kom upp ágreiningur um ákvæði stjórnarskrárinnar í Finnlandi. Það sem verra þykir er að ágreiningurinn snýst um stjórnvaldsákvæði forsetans. Lausn ríkistjórnarinnar á ágreiningnum var að ákveða snarlega að breyta stjórnarskránni. Í þessu landi sáttar og sameiningar hefur hvatinn að ákvörðuninni leitt til mun harðari stjórnmálabaráttu en áður hefur þekkst.
Finnland - miðja vegu milli Moskvu og Brussel
Markku Heikkilä
16/11 2005
Norðurlönd, Evrópa, Rússland og Bandaríkin. Umræðan um utanríkismál í Finnlandi skoppar fram og aftur yfir málefni þessara landa eins og skopparabolti sem aldeilis óvíst er hvar lendir. Norðurlöndin sem upp á síðkastið hafa verið á jaðri leiksins, lentu skyndilega í aðalhlutverkinu fyrir skömmu, þegar haldið var upp á að fimmtíu ár eru liðin frá því að Finnland gerðist aðili að Norðurlandaráði.
Óvenju stutt fjárlagaumræða
Markku Heikkilä
14/09 2005
Í sumar snerist opinber umræða í Finnlandi um tvö stórmál; vega- og járnbrautarkerfið og fjölda sveitarfélaga í landinu. Í fjárlaganefndinni beindist öll athyglin að samgöngumálum, en önnur mál fengu nánast enga umfjöllun áður en þau voru afgreidd.

Tengiliður

Michael Funch
Netfang:

Leit í Analys Norden