Document Actions

Thomas Larsen

Thomas Larsen fæddist árið 1964 og útskrifaðist frá Blaðamannaháskóla Danmerkur árið 1988. Hann starfar sem ritstjóri og stjórnmálaskýrandi hjá dagblaðinu Berlingske Tidende, en er einnig áberandi sem stjórnmálagagnrýnandi í dönsku útvarpi og sjónvarpi, m.a. er hann fastráðinn stjórnmálaskýrandi í sjónvarps- og útvarpsfréttum.

Hann hefur einnig starfað sem aðstoðarritstjóri og stjórnmálaskýrandi hjá fréttatímariti Berlingske Tidende og verið blaðamaður hjá fréttatímaritum viðskiptablaðsins Børsen, dagblaðinu Jyllands-Posten og Det Fri Aktuelt.

Thomas Larsen hefur ritað og verið meðhöfundur nokkurra umtalaðra ævisagna stjórnmálamanna, þar á meðal ævisögu Poul Schlüter, Niels Helveg Petersen,Uffe Ellemann-Jensen, Auken, Mogens Lykketoft og Anders Fogh Rasmussen. Hann er auk þess höfundur bókarinnar um stofnanda RCT/IRCT, Inge Genefke – Persónulýsing eldhuga.

Thomas Larsen heldur fyrirlestra um stjórnmál ogfréttamennsku í skólum og stofnunum og stýrir námskeiði hjá endurmenntun Blaðamannaskólans, DJE, auk þess að stýra sérfræðinganefnd hjá viðskipta- og stjórnmálafræðistofnun Viðskipaháskólans í Kaupmannahöfn. Árið 1995 hlaut hann Marshall Memorial styrkinn og árin 1999-2000 var hann John S. Knight styrkþegi í Stanford háskólanum í Bandaríkjunum.

Danmark hjem til Norden
Thomas Larsen
23/02 2012
Der skal være mere og ikke mindre nordisk samarbejde, lyder det fra den nye danske minister for nordisk samarbejde, Manu Sareen. Han håber, at Norden får større gennemslagskraft i Europa.
Danmark skal – igen! - være grønt foregangsland
Thomas Larsen
02/12 2011
Den nye danske regering med socialdemokraten Helle Thorning-Schmidt i spidsen kan gå over i historien som en grøn regering. Et nyt energiudspil rummer tårnhøje ambitioner. Erhvervslivet er forsigtigt positivt – men frygter for konkurrenceevnen.
Nýjar ógnir
Thomas Larsen
27/10 2011
Danmörku stendur enn mest hryðjuverkaógn af öfgafullum múhameðstrúarmönnum. En eftir harmleikinn í Noregi hefur athyglin beinst í auknum mæli að pólitískum öfgum– bæði til hægri og vinstri.
September 2011: Heading towards a change of government in Denmark?
Thomas Larsen
13/09 2011
The leader of the Social Democrats, Helle Thorning-Schmidt, is the favourite to win the election in Denmark on Thursday, 15 September. She will have a tough challenge. She is leading a party that is on its way towards a disappointing result, and she will have to lead a disconnected coalition.
Verða bómurnar látnar síga á landamærum Danmerkur?
Thomas Larsen
24/08 2011
Danmörk er komin í fyrirsagnir heimspressunnar vegna áætlana um hert landamæraeftirlit. Danir hafa uppskorið reiði framkvæmdastjórnar ESB og orðið fyrir harðri gagnrýni frá Þýskalandi. Svo kaldhæðið sem það hljómar var eftirlitið var reyndar hugsað sem unnið mál.
Þrengsli í Íshafinu
Thomas Larsen
09/06 2011
Með þátttöku Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna varð leiðtogafundur Norðurskautsráðsins í maí vitnisburður um að refskákin um Norðurskautið er orðið að alþjóðlegu pólitísku stórmáli. Danmörk er aðili að Norðurskautsráðinu - í gegnum ríkissambandið við Grænland - og býr sig undir baráttuna um olíu og gas sem leynist langt í norðri.
Danir stefna að grænum vexti
Thomas Larsen
07/04 2011
Norðurlandabúar hafa árum saman gengið út frá að vöxtur og sjálfbærni væru andstæður. Tvær nýjar afgerandi skýrslur í Danmörku gera ráð fyrir að Danir verði algerlega óháðir jarðefnaeldsneyti og að stefnt verði að grænum vexti.
Á leið til umhverfisvænnar framtíðar
Thomas Larsen
11/02 2011
Danskir stjórnmálamenn úr öllum flokkum eru sammála um að gagngert skuli stefnt að því að hætta allri notkun á mengandi kolum, gasi og olíu í landinu. En umbreytingin yfir í umhverfisvæna orku verður gríðarlega erfitt verkefni að kljást við.
Samvinna styrkir stöðu Norðurlanda í heiminum
Thomas Larsen
06/12 2010
Lengi vel hafa þetta fyrst og fremst verið innantóm orð í skálaræðum. En ný tillaga að umræðum um utanríkis- og öryggismálastefnu Danmerkur sýnir fram á að aukið norrænt samstarf er ein leiðin til að komast til áhrifa á alþjóðavettvangi.
Ungt fólk má ekki standa á hliðarlínunni
Thomas Larsen
07/10 2010
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hyggst koma í veg fyrir að ungt fólk í Danmörku lendi úti á jaðri þjóðfélagsins með því að gera nákvæma athugun á danska grunnskólanum og breyta reglum um örorkulífeyri. Markmiðið er að ungt fólk öðlist nauðsynlega þekkingu í skólanum til að afla sér frekari menntunar og atvinnu. Jafnframt verði minna um að ungmenni endi sem örorkulífeyrisþegar.
Eitrað skattamál með áhrifamiklum afleiðingum.
Thomas Larsen
19/08 2010
Sósíaldemókrataflokkurinn með Helle Thorning-Schmidt í broddi fylkingar átti fastlega von á því fyrir sumarleyfi að komast að völdum í ríkisstjórn. Síðan hefur eitrað skattamál laskað mjög traust á flokksformanninum og gefið ríkisstjórninni undir forystu Lars Løkke Rasmussen færi á að halda völdum.
Danski þjóðarflokkurinn setur dagskipan
Thomas Larsen
03/06 2010
Endurreisnaráætlun sem ætlað er að styrkja danskt efnahagslíf á næstu árum inniheldur ýmis ákvæði sem að áliti gagnrýnenda beinast eindregið að innflytjendum. En gagnrýnin er veikburða því að Danski þjóðarflokkurinn hefur unnið baráttuna um stefnu í útlendinga- og samþættingarmálum.
Bankar – aftur í eðlilegt horf
Thomas Larsen
14/04 2010
Eftir mikla óróatíð eru dönsku bankarnir að komast aftur í eðlilegt horf og losna við stórfelld inngrip hins opinbera eftir efnahagskreppuna. Eftir er þó að gera út um laun bankastjóranna.
Frá Kaupmannahöfn til Mexíkó
Thomas Larsen
04/02 2010
Mexíkó á að vera í forystu fyrir loftslagsráðstefnunni COP 16 og reyna að ná fram metnaðarfullu alþjóðlegu samkomulagi um loftslagsmál sem rann út í sandinn í Kaupmannahöfn. Gestgjafarnir biðu alvarlegan álitshnekki vegna skipulagslausra og ruglingslegra umræðna. Heldur hefur þó dregið úr gagnrýninni á samkomulagið.
Orrustan um Afganistan
Thomas Larsen
17/12 2009
Eitt mál stendur upp úr varðandi utanríkis- og öryggismálastefnu Dana: Hversu lengi ætla Danir að halda áfram að styðja hernaðarþátttöku Danmerkur í Afganistan? Hingað til hafa kjósendur stutt þátttökuna og pólitísk samstaða hefur ríkt um málið. En það hriktir í samstöðunni.
Fátækleg tækifæri
Thomas Larsen
26/11 2009
Félagslegur ágreiningur í norrænum velferðarþjóðfélögum nútímans birtist á annan hátt en í stéttskiptu þjóðfélagi fyrri tíma. Allir eiga til hnífs og skeiðar og enginn er á götunni. En ekki hafa allir sömu tækifæri í lífinu.
Erfitt verður að borga fyrir velferðina
Thomas Larsen
21/10 2009
Vegna versnandi efnahagsástands verður erfiðara að fjármagna velferðina í framtíðinni. Í Danmörku vita stjórnmálamenn hvað til þeirra friðar heyrir. Og þeir vita nokkurn veginn hvaða meðöl gagnast. En þeir þora ekki að fylgja læknisráðunum út í ystu æsar af ótta við að fæla frá kjósendur.
Norræn sókn í loftslagsmálum
Thomas Larsen
23/09 2009
Vegna stöðu sinnar gegna Danmörk og Svíþjóð hvort um sig mikilvægu hlutverki í þeirri viðleitni að fá þjóðir heims til að komast að metnaðarfullu samkomulagi á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn. Það var ekki með ráðum gert, en fyrir sögulega tilviljun eru Danmörk og Svíþjóð í sérstöku aðalhlutverki við að fá þjóðir heims til að gera með sér allsherjarsamkomulag um loftslagsmál á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember.
Nýir grannar á fjarlægum slóðum
Thomas Larsen
26/08 2009
Við loftslagsbreytingarnar á norðurskautssvæðinu eignast Danmörk brátt nágranna sem munu leita að möguleikum á flutningaleiðum og vinnslu hráefna af vaxandi áhuga. Það verður æ augljósara því meir sem íshellan bráðnar.
Danir draga lappirnar
Thomas Larsen
24/06 2009
Erfiðlega gengur fyrir Lars Løkke forsætisráðherra að koma fram metnaðarfullum áformum um að losna við dönsku fyrirvarana gagnvart ESB. Eftir kosningarnar til Evrópuþingsins er komið á hreint að Danir vilja að vera í Evrópusambandinu. En það á að vera Evrópusamband sem ekki tekur sér of mikil völd.

Leit í Analys Norden