Document Actions

Aslak Bonde

Til umheimsins - í gegnum Norðurskautið

Fátt er mikilvægara stjórnmálamönnum í Noregi sem láta sig utanríkismál varða en að fá aðgang að stóru leikendunum í heimspólitíkinni. Áður fyrr var sáttasemjarahlutverkið notað til þess að vekja áhuga m.a. Bandaríkjanna og ESB á Noregi - nú verður starfið í tengslum við Norðurskautið sífellt dýrmætara. Svalbarði er orðið eitt alþjóðlegasta samfélagið í Noregi og þegar Norðurskautsráðið opnar skrifstofu í Tromsø færist stórpólitíkin enn nær.

09/06 2011

Þegar ríkisstjórnin mótaði norðurslóðastefnu sína fyrir sex árum var athyglinni beint að auðlindum, loftlagsmálum, öryggismálum og svæðasamstarfi. Hækkun hitastigs sem búið væri að boða myndu hafa í för með sér að bæði yrði mögulegt að leita eftir olíu og gasi á nýjum svæðum og að stunda reglulegar siglingar um norð-austur siglingaleiðina. Þetta myndi aftur leiða til þess að norðurslóðir yrðu svo aðlaðandi að nauðsynlegt yrði að hugsa öryggispólitíkina upp á nýtt. Þar fyrir utan gæti þessi þróun skapað nýja vinnustaði og stuðlað að myndun nýrra byggða.

Síðan stefnan var mótuð hefur verið rennt stoðum undir þessar hugmyndir. Í fyrrasumar voru í fyrsta skipti reglulegar siglingar með málma frá Kína norður fyrir Rússland til Kirkenes í Noregi. Fyrr í vetur upplýsti yrði Statoil að það hefði fundið tiltölulega mikið af olíu og gasi í nýju olíuleitarsvæði sem liggur norðan við norðlægasta gasvinnslusvæðið sem er í notkun í dag - svæði sem kallast Snjóhvít. Það er mikil bjartsýni tengd jarðefnaeldsneyti í Norður-Noregi - sérstaklega af því að lausn 40 ára landamæradeilu Noregs og Rússlands hefur gert það mögulegt að leita að olíu og gasi á stórum svæðum þar sem ekki hefur verið leitað áður. Finni menn þar mikið af olíu og gasi gefur það tilefni til að ætla að hægt verði að leggja grunn að nýjum olíu- og gashöfuðstað í norðri og þá er kannski hægt að byggja upp mótvægi við rússnesku vinnslusvæðin.

Varðandi öryggismálapólitíkina hafa ekki orðið stórvægilegar breytingar á varnarmálastefnunni en ekki er hægt að halda öðru fram en að um stórt skref sé að ræða að Noregur eigi ekki lengur í neinum deilum um landsvæði við nágrannann í austri. Það hefur jafnframt mikla þýðingu að svo virðist sem alþjóðasamfélagið fallist á norska stjórnsýslu á og í kringum Svalbarða þrátt fyrir að enn sé um að ræða mikinn formlegan óútkljáðan ágreining. Fiskverndarsvæðið í kringum Svalbarða er ekki viðurkennt af öðrum en Finnlandi en öll lönd virða það.

Clinton á Grænlandi

Fátt er mikilvægara fyrir Noreg en óumdeildar reglur um Norðurskautið. Smáþjóð á alltaf á hættu að vera beitt þrýstingi af stórum nágrönnum þegar ekki eru fyrir hendi alþjóðlega viðurkenndar reglur. Þess vegna er vinnan sem fram fer í Norðurskautsráðinu mikilvæg fyrir Noreg. Það er vettvangur þar sem mögulegt er að skapa sameiginlegan skilning á mikilvægi þróun sameiginlegra reglna fyrir allt Norðurskautið og þar sem mögulegt er að byggja á sameiginlegri reynslu um þá þörf sem fyrir hendi er. Fyrsta bindandi samkomulagið sem gert er á vegum Norðurskautsráðsins var undirritað í vor og það er einkennandi að hann snýr að sameiginlegum björgunarmálum á svæðinu. Það eru hin raunverulegu og áþreifanlegu vandamál sem tekið er á fyrst.

Fyrir Noreg var þó ekki síður mikilvægt að Norðurskautsráðið ákvað að setja á stofn varanlega skrifstofu sem á að vera í Tromsø Nokkur ný stöðugildi í norðri hafa auðvitað þýðingu í sjálfu sér en mikilvægast er þó áhrifin og áhuginn sem skrifstofunni fylgja. Tromsø verður enn álitlegri kostur að heimsækja fyrir alla þá sem láta sig Norðuskautssvæðið varða.

Við stuðlum að því sjálf að vekja áhuga umheimsins á okkur og það er mikilvægt fyrir Noregi Þegar ríkisstjórnin mótaði norðurslóðastefnu sína gat hún engan veginn vitað hversu mikinn áhuga Bandaríkin og ESB ættu eftir að hafa á Norðurskautsráðinu. Hefði hún vitað það þá hefði það örugglega verið notað sem sérstök röksemd: Að Noregur myndi í gegnum Norðurskautspólitík sína fá aðgang að bæði Kína, Bandaríkjunum og ESB. Nú þegar Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur valið að koma sjálf á síðustu tvo ráðherrafundina í Norðurskautsráðinu hefur það ekki einungis í för með sér að norrænu utanríkisráðherrarnir fá einstakt tækifæri til að kynnast henni. Það hefur jafnframt í för með sér að hin geysistóra utanríkisstjórnsýsla Bandaríkjanna fær ábendingu um það hvaða málaflokk hún eigi að fást við. Bandaríkin verða sífellt uppteknari af Norðurskautinu.

Jonas Gahr Støre lýsir því sjálfur hvernig Norðurskautsráðið hefur þróast frá því að vera samtök sem mjög fáir létu sig varða til að verða ráð sem er að sligast undan því að fást við biðröð biðlara. Kína, Japan, Ítalía, Suður-Kórea og ESB hafa öll látið vita af endurnýjuðum áhuga sínum á því starfi sem fram fer á Norðurskautinu. Sum þessara hafa óskað eftir aukaaðild að Norðurskautsráðinu. Allir vita að Noregur leikur lykilhlutverk í Norðurskautssamstarfinu. Þess vegna vilja þau öll ræða við Noreg. Óskastaða lítils lands í stórum heimi!

Alþjóðlegur Svalbarði

Stóru löndin vilja ekki bara ræða við Noreg, þau vilja stunda rannsóknir líka. Ekki á meginlandi Noregs heldur á Svalbarða þar sem með árunum hefur verið byggðar upp tiltölulega stórar rannsóknarstöðvar. Það er styttra þaðan á Norðurpólinn en frá nokkru öðru byggðu bóli. Þar eru ákjósanlegar aðstæður til að stunda rannsóknir á bæði himni, hafi og landi. Kína hefur fyrir löngu byggt upp sína eigin rannsóknarstöð - í fyrra stundaði menn í henni rannsóknir í meira en 900 rannsóknarsólarhringa. Vísindaráðherra Indlands kom í heimsókn í fyrrasumar og allar stóru evrópsku þjóðirnar hafa verið þar lengi.

Það hefur haft margvíslegar afleiðingar fyrir Svalbarða. Samfélagið á Svalbarða er fyrir vikið til dæmis alþjóðlegt - sérstaklega í Ny Ålesund þar sem stór hluti rannsókna fer fram. Það sem þó skiptir enn meira máli er að grunnur atvinnulífsins á Svalbarða verður breiðari. Þar til á síðustu tveimur áratugum hefur það verið námavinnsla sem hefur verið grundvöllur veru Noregs á Svalbarða. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið sérstaklega hagkvæmt eða umhverfisvænt að sækja kol upp úr námunum höfum við haldið því áfram.

Ástæðan er sérstök þjóðréttarleg staða Svalbarða. Í Svalbarðasáttmálanum er ákvæði um að eyjaklasinn eigi að vera opinn öllum þeim sem vilja vera þar með atvinnurekstur - óháð þjóðerni. Staðan er sú að það er Noregur sem er lögfræðilegur yfirboðari en Norðmenn hafa ekki meiri réttindi en fólk af öðru þjóðerni til að reka þar atvinnufyrirtæki. Ef það ekki hefði verið fyrir það að við höfum komið á fót atvinnustarfsemi þar. Hafi maður á annað borð sett einhverja atvinnustarfsemi á fót á maður rétt á að halda áfram, en um leið og henni lýkur er það í raun opið öðrum sem óska að koma undir sig fótunum á Svalbarða.

Þetta lögfræðilega fyrirkomulag hefur í reynd ekki haft þýðingu af því að lítill alþjóðlegur áhugi hefur verið á Svalbarða. En það getur breyst þar sem Norðurskautssvæðið verður aðgengilegra og verður áhugaverðara fyrir stórveldin. Í slíkri stöðu er það mikilvægt fyrir Noreg að fyrir hendi sé skipulag sem henti atvinnustarfsemi sem sé alþjóðleg undir norskri stjórn. Þeim mun mikilvægari sem Svalbarði verður sem rannsóknarmiðstöð þeim mun auðveldara verður að fá viðurkenningu fyrir því í öllum löndum að á eyjaklasanum eigi áfram að vera hægt að stunda óháðar og alþjóðlegar rannsóknir.

Noregur á haus

Veturnir eru kaldir og dimmir á Svalbarða og eyjaklasinn er ekki vel til mikillar fólksfjölgunar fallinn - en það á sér þó stað talsverð fólksfjölgun í Norður-Noregi. Það er vissulega líka talsvert dimmt þar á veturna, en það býr fólk enn í flestum sjávarútvegsbæjum þar og það eru fjórir eða fimm svæðiskjarnar sem eru svo stórir að þeir laða til sín vinnuafl. Ef menn finna olíu og gas eða verðmæt steinefni í Finnmörku gætu mál þróast á þann veg sem mestu eldhugar Norður-Noregs vona - að kortinu verði snúið á haus.

Í Norður-Noregi og meðal helstu forvígismanna norðurslóðapólitíkur er vaninn nefnilega að sýna heiminn frá sjónarhóli Norðurpólsins. Þá verður strandlengjan á milli Tromsø og Kirkenes skyndilega að nafla heimsins og norð-austur siglingaleiðin verður aðal flutningsleiðin milli Asíu og Evrópu. Það hefur aftur í för með sér að fleiri setjast þar að og samfélagið á svæðinu eflist. Það gæti jafnvel skapað grundvöll fyrir járnbraut á milli Kirkenes og Murmansk.

Þessi hugmynd er sérstaklega spennandi af því að fólksfjölgunin í Noregi er meiri en allar spár hafa gert ráð fyrir. Á næstu áratugum verða svo margir nýir Norðmenn að það mun geta orðið grundvöllur fólksfjölgunar á öllum þeim stöðum þar sem atvinnu er að fá. Í norðri myndi það jafnframt hafa í för með sér að hlutfall opinberra starfsmanna yrði lægra - sem myndi gera svæðið ennþá sjálfbærara.

Þetta var framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar þegar hún mótaði norðurslóðastefnu sína en það voru ekki margir sem trúðu henni fyrir sex árum. Nú trúa þessu mun fleiri.

Opnun og enduruppgötvun Norðurskautsins endurvekja þróun sem var gengin yfir. Kortinu verður kannski í raun snúið á höfuðið.

Til umheimsins - í gegnum Norðurskautið

Fátt er mikilvægara stjórnmálamönnum í Noregi sem láta sig utanríkismál varða en að fá aðgang að stóru leikendunum í heimspólitíkinni. Áður fyrr var sáttasemjarahlutverkið notað til þess að vekja áhuga m.a. Bandaríkjanna og ESB á Noregi - nú verður starfið í tengslum við Norðurskautið sífellt dýrmætara. Svalbarði er orðið eitt alþjóðlegasta samfélagið í Noregi og þegar Norðurskautsráðið opnar skrifstofu í Tromsø færist stórpólitíkin enn nær.

Þegar ríkisstjórnin mótaði norðurslóðastefnu sína fyrir sex árum var athyglinni beint að auðlindum, loftlagsmálum, öryggismálum og svæðasamstarfi. Hækkun hitastigs sem búið væri að boða myndu hafa í för með sér að bæði yrði mögulegt að leita eftir olíu og gasi á nýjum svæðum og að stunda reglulegar siglingar um norð-austur siglingaleiðina. Þetta myndi aftur leiða til þess að norðurslóðir yrðu svo aðlaðandi að nauðsynlegt yrði að hugsa öryggispólitíkina upp á nýtt. Þar fyrir utan gæti þessi þróun skapað nýja vinnustaði og stuðlað að myndun nýrra byggða.

Síðan stefnan var mótuð hefur verið rennt stoðum undir þessar hugmyndir. Í fyrrasumar voru í fyrsta skipti reglulegar siglingar með málma frá Kína norður fyrir Rússland til Kirkenes í Noregi. Fyrr í vetur upplýsti yrði Statoil að það hefði fundið tiltölulega mikið af olíu og gasi í nýju olíuleitarsvæði sem liggur norðan við norðlægasta gasvinnslusvæðið sem er í notkun í dag - svæði sem kallast Snjóhvít. Það er mikil bjartsýni tengd jarðefnaeldsneyti í Norður-Noregi - sérstaklega af því að lausn 40 ára landamæradeilu Noregs og Rússlands hefur gert það mögulegt að leita að olíu og gasi á stórum svæðum þar sem ekki hefur verið leitað áður. Finni menn þar mikið af olíu og gasi gefur það tilefni til að ætla að hægt verði að leggja grunn að nýjum olíu- og gashöfuðstað í norðri og þá er kannski hægt að byggja upp mótvægi við rússnesku vinnslusvæðin.

Varðandi öryggismálapólitíkina hafa ekki orðið stórvægilegar breytingar á varnarmálastefnunni en ekki er hægt að halda öðru fram en að um stórt skref sé að ræða að Noregur eigi ekki lengur í neinum deilum um landsvæði við nágrannann í austri. Það hefur jafnframt mikla þýðingu að svo virðist sem alþjóðasamfélagið fallist á norska stjórnsýslu á og í kringum Svalbarða þrátt fyrir að enn sé um að ræða mikinn formlegan óútkljáðan ágreining. Fiskverndarsvæðið í kringum Svalbarða er ekki viðurkennt af öðrum en Finnlandi en öll lönd virða það.

Clinton á Grænlandi

Fátt er mikilvægara fyrir Noreg en óumdeildar reglur um Norðurskautið. Smáþjóð á alltaf á hættu að vera beitt þrýstingi af stórum nágrönnum þegar ekki eru fyrir hendi alþjóðlega viðurkenndar reglur. Þess vegna er vinnan sem fram fer í Norðurskautsráðinu mikilvæg fyrir Noreg. Það er vettvangur þar sem mögulegt er að skapa sameiginlegan skilning á mikilvægi þróun sameiginlegra reglna fyrir allt Norðurskautið og þar sem mögulegt er að byggja á sameiginlegri reynslu um þá þörf sem fyrir hendi er. Fyrsta bindandi samkomulagið sem gert er á vegum Norðurskautsráðsins var undirritað í vor og það er einkennandi að hann snýr að sameiginlegum björgunarmálum á svæðinu. Það eru hin raunverulegu og áþreifanlegu vandamál sem tekið er á fyrst.

Fyrir Noreg var þó ekki síður mikilvægt að Norðurskautsráðið ákvað að setja á stofn varanlega skrifstofu sem á að vera í Tromsø Nokkur ný stöðugildi í norðri hafa auðvitað þýðingu í sjálfu sér en mikilvægast er þó áhrifin og áhuginn sem skrifstofunni fylgja. Tromsø verður enn álitlegri kostur að heimsækja fyrir alla þá sem láta sig Norðuskautssvæðið varða.

Við stuðlum að því sjálf að vekja áhuga umheimsins á okkur og það er mikilvægt fyrir Noregi Þegar ríkisstjórnin mótaði norðurslóðastefnu sína gat hún engan veginn vitað hversu mikinn áhuga Bandaríkin og ESB ættu eftir að hafa á Norðurskautsráðinu. Hefði hún vitað það þá hefði það örugglega verið notað sem sérstök röksemd: Að Noregur myndi í gegnum Norðurskautspólitík sína fá aðgang að bæði Kína, Bandaríkjunum og ESB. Nú þegar Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur valið að koma sjálf á síðustu tvo ráðherrafundina í Norðurskautsráðinu hefur það ekki einungis í för með sér að norrænu utanríkisráðherrarnir fá einstakt tækifæri til að kynnast henni. Það hefur jafnframt í för með sér að hin geysistóra utanríkisstjórnsýsla Bandaríkjanna fær ábendingu um það hvaða málaflokk hún eigi að fást við. Bandaríkin verða sífellt uppteknari af Norðurskautinu.

Jonas Gahr Støre lýsir því sjálfur hvernig Norðurskautsráðið hefur þróast frá því að vera samtök sem mjög fáir létu sig varða til að verða ráð sem er að sligast undan því að fást við biðröð biðlara. Kína, Japan, Ítalía, Suður-Kórea og ESB hafa öll látið vita af endurnýjuðum áhuga sínum á því starfi sem fram fer á Norðurskautinu. Sum þessara hafa óskað eftir aukaaðild að Norðurskautsráðinu. Allir vita að Noregur leikur lykilhlutverk í Norðurskautssamstarfinu. Þess vegna vilja þau öll ræða við Noreg. Óskastaða lítils lands í stórum heimi!

Alþjóðlegur Svalbarði

Stóru löndin vilja ekki bara ræða við Noreg, þau vilja stunda rannsóknir líka. Ekki á meginlandi Noregs heldur á Svalbarða þar sem með árunum hefur verið byggðar upp tiltölulega stórar rannsóknarstöðvar. Það er styttra þaðan á Norðurpólinn en frá nokkru öðru byggðu bóli. Þar eru ákjósanlegar aðstæður til að stunda rannsóknir á bæði himni, hafi og landi. Kína hefur fyrir löngu byggt upp sína eigin rannsóknarstöð - í fyrra stundaði menn í henni rannsóknir í meira en 900 rannsóknarsólarhringa. Vísindaráðherra Indlands kom í heimsókn í fyrrasumar og allar stóru evrópsku þjóðirnar hafa verið þar lengi.

Það hefur haft margvíslegar afleiðingar fyrir Svalbarða. Samfélagið á Svalbarða er fyrir vikið til dæmis alþjóðlegt - sérstaklega í Ny Ålesund þar sem stór hluti rannsókna fer fram. Það sem þó skiptir enn meira máli er að grunnur atvinnulífsins á Svalbarða verður breiðari. Þar til á síðustu tveimur áratugum hefur það verið námavinnsla sem hefur verið grundvöllur veru Noregs á Svalbarða. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið sérstaklega hagkvæmt eða umhverfisvænt að sækja kol upp úr námunum höfum við haldið því áfram.

Ástæðan er sérstök þjóðréttarleg staða Svalbarða. Í Svalbarðasáttmálanum er ákvæði um að eyjaklasinn eigi að vera opinn öllum þeim sem vilja vera þar með atvinnurekstur - óháð þjóðerni. Staðan er sú að það er Noregur sem er lögfræðilegur yfirboðari en Norðmenn hafa ekki meiri réttindi en fólk af öðru þjóðerni til að reka þar atvinnufyrirtæki. Ef það ekki hefði verið fyrir það að við höfum komið á fót atvinnustarfsemi þar. Hafi maður á annað borð sett einhverja atvinnustarfsemi á fót á maður rétt á að halda áfram, en um leið og henni lýkur er það í raun opið öðrum sem óska að koma undir sig fótunum á Svalbarða.

Þetta lögfræðilega fyrirkomulag hefur í reynd ekki haft þýðingu af því að lítill alþjóðlegur áhugi hefur verið á Svalbarða. En það getur breyst þar sem Norðurskautssvæðið verður aðgengilegra og verður áhugaverðara fyrir stórveldin. Í slíkri stöðu er það mikilvægt fyrir Noreg að fyrir hendi sé skipulag sem henti atvinnustarfsemi sem sé alþjóðleg undir norskri stjórn. Þeim mun mikilvægari sem Svalbarði verður sem rannsóknarmiðstöð þeim mun auðveldara verður að fá viðurkenningu fyrir því í öllum löndum að á eyjaklasanum eigi áfram að vera hægt að stunda óháðar og alþjóðlegar rannsóknir.

Noregur á haus

Veturnir eru kaldir og dimmir á Svalbarða og eyjaklasinn er ekki vel til mikillar fólksfjölgunar fallinn - en það á sér þó stað talsverð fólksfjölgun í Norður-Noregi. Það er vissulega líka talsvert dimmt þar á veturna, en það býr fólk enn í flestum sjávarútvegsbæjum þar og það eru fjórir eða fimm svæðiskjarnar sem eru svo stórir að þeir laða til sín vinnuafl. Ef menn finna olíu og gas eða verðmæt steinefni í Finnmörku gætu mál þróast á þann veg sem mestu eldhugar Norður-Noregs vona - að kortinu verði snúið á haus.

Í Norður-Noregi og meðal helstu forvígismanna norðurslóðapólitíkur er vaninn nefnilega að sýna heiminn frá sjónarhóli Norðurpólsins. Þá verður strandlengjan á milli Tromsø og Kirkenes skyndilega að nafla heimsins og norð-austur siglingaleiðin verður aðal flutningsleiðin milli Asíu og Evrópu. Það hefur aftur í för með sér að fleiri setjast þar að og samfélagið á svæðinu eflist. Það gæti jafnvel skapað grundvöll fyrir járnbraut á milli Kirkenes og Murmansk.

Þessi hugmynd er sérstaklega spennandi af því að fólksfjölgunin í Noregi er meiri en allar spár hafa gert ráð fyrir. Á næstu áratugum verða svo margir nýir Norðmenn að það mun geta orðið grundvöllur fólksfjölgunar á öllum þeim stöðum þar sem atvinnu er að fá. Í norðri myndi það jafnframt hafa í för með sér að hlutfall opinberra starfsmanna yrði lægra - sem myndi gera svæðið ennþá sjálfbærara.

Þetta var framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar þegar hún mótaði norðurslóðastefnu sína en það voru ekki margir sem trúðu henni fyrir sex árum. Nú trúa þessu mun fleiri.

Opnun og enduruppgötvun Norðurskautsins endurvekja þróun sem var gengin yfir. Kortinu verður kannski í raun snúið á höfuðið.

Höfundurinn ber sjálfur ábyrgð á innihaldi greinarinnar

Leit í Analys Norden