Document Actions

Norðurlönd og hnattvæðingin

Analys Norden beinir sjónum að hnattvæðingunni í tengslum við hnattvæðingarráðstefnu sem haldin er á Íslandi. Hefur fjármálakreppan stöðvað allar umræður um alþjóðlegan markað og erum við á leið frá nýfrjálshyggju yfir í nýverndarhyggju? Er grænn hagvöxtur framtíðin, eða höfum við ekki efni á fjárfestingum í loftslagsverkefnum? Greinahöfundar okkar reyna að gefa svör við þessum spurningum, og að þessu sinni einnig með greinum frá Brussel og tveimur stofnunum Norrænu ráðherranefndarinnar, Norrænu rannsóknamiðstöðinni NordForsk og Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni.

Ísland

Hvað kostar evran marga fiska?

Íslendingar vilja taka upp Evruna. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að íslenska krónan er ónýtur gjaldmiðill og flestir telja ómögulegt að landið nái sér upp úr djúpri kreppunni án þess að taka upp annan og öflugri. En þótt evran sé helsta ástæða þess að æ fleiri Íslendingar horfa vonaraugum til Evrópusambandsins eru allar líkur á að aðildarviðræður við ESB muni fyrst og fremst snúast um fisk. „Við missum yfirráðin yfir fiskimiðunum, ef við göngum í ESB,“ er algengasta viðkvæði ESB-andstæðinga. „Já, en evran . . .“ svara stuðningsmenn þess að gjaldmiðill ESB verði tekinn upp hér og teljast allt upp í 80% þjóðarinnar í skoðanakönnunum.

Lesa meira

Finnland

Áhrifa hnattvædds hagkerfis gætir helst í útflutningsgreinunum

Strax í upphafi ársins urðu Finnar að horfast í augu við blákaldan raunveruleikann. Þrátt fyrir trausta stöðu finnska hagkerfisins nægði hún ekki til þess að draga úr áhrifum skellsins sem varð þegar hnattvætt hagkerfi hrundi. Pantanir útflutningsgreinanna hurfu eins og hendi væri veifað og um leið skruppu væntingar um frekari þróun í ár saman. Ríkisstjórnin beitir öllum tiltækum ráðum til þess að örva vöxt og tekur fleiri lán, en atvinnuleysið eykst hratt.

Lesa meira

Danmörk

Norðurlönd eiga á hættu að missa forystuna

Norðurlönd hafa spjarað sig ótrúlega vel í alþjóðlegri samkeppni. Nú blasa við erfið viðfangsefni vegna versnandi efnahagsástands og aldurssamsetningar þjóðanna; fjölmennir árgangar aldraðra yfirgefa brátt vinnumarkaðinn og hætt er við að það komi niður á velferðarkerfinu. Fjárveitingar til rannsókna og umhverfisvænna tæknigreina eiga að styrkja stöðu Norðurlanda í samkeppninni.

Lesa meira

Svíþjóð

Bílakreppa og verndarstefna í kjölfar alþjóðavæðingarinar

Eftir að hin alþjóðlega fjármálakreppa skall á heyrast tónar þjóðernis- og verndarstefnu frá stjórnmálamönnum. Mona Sahlin, formaður jafnaðarmanna, leggur til að hætt verði að flytja út rafmagn til svæða utan Norðurlanda. Þetta myndi halda verðinu niðri heima fyrir, en rafmagn framleitt í Svíþjóð er þegar ódýrara en annars staðar í Evrópu. Ekki er langt síðan Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra skoraði á fólk að kaupa sænskt.

Lesa meira

Noregur

Trúin á hnattvæðinguna styrkist – til skamms tíma

Í norskri umræðu um efnahagskreppuna – og leiðina út úr henni – halda allir því fram að brýn þörf sé á yfirþjóðlegri stjórn og eftirliti með kapítalismanum. Hnattvæðingarsjónarmiðið hefur alltaf verið ráðandi varðandi lofslagsmál og þegar við verðum vitni að því að yfirvöld varnarmála opna fyrir möguleikann á því að í framtíðinni munum við ekki hafa hreinar norskar landvarnir þá er vel hægt að halda því fram að hnattvæðingarhugsunin standi sterkar um þessar mundir en nokkurn tíma áður í Noregi. En viðbrögð við þessu sjónarmiði geta komið skyndilega.

Lesa meira

Fjármálakreppan setur þrýsting á ESB samstarfið

Þegar Dr. Burton H. Lee yfirmaður námskeiða við Stanford háskóla ákvað að leita að samstarfsaðilum fyrir nýja námskeiðið sitt „European Entrepreneurship and Innovation Thought Leaders“ sendi hann erindi til 22 landa víðs vegar um Evrópu. Hugsunin bak við þetta nýja námskeið var að það ætti að ná til allrar Evrópu, frá Írlandi til Moskvu, frá Skandinavíu til Miðjarðarhafs. En þegar námskeiðið hófst í janúar 2009 var það aðeins stutt af fjórum evrópskum samstarfsaðilum, Eistlandi, Finnlandi, Danmörku og Noregi.

Lesa meira

Tengiliður

Michael Funch
Netfang:

Leit í Analys Norden