Document Actions

Eva Franchell

Afstaða Svía gagnvart innflytjendum jákvæðari

Viðhorf til þess að taka á móti innflytjendum til Svíþjóðar verður jákvæðara. Það er aðeins Sænski lýðræðisflokkurinn, Sverigedemokraterna, sem lætur í ljósi greinilega andúð á innflytjendum og flóttamönnum. Flokkur sem aldrei hefur komist nálægt því að ná inn fulltrúum á sænska þjóðþingið. Og líkurnar á að það gerist minnka enn, nú á vordögum kosningaársins 2010.

03/06 2010

Helgi nokkra í október 2009 söfnuðust fulltrúar Sænska lýðræðisflokksins saman á landsfundi í Klippan á Skáni. Þá var flokkurinn lítill og fjandsamleg afstaða þeirra til íslam var óþekkt. Á fundinum í Klippan voru einnig teknar ákvarðanir um stefnu í málefnum innflytjenda.

Sænskir blaðamenn nálguðust fundinn af varkárni, í nokkrum vafa um hve ítarlega þeir ættu að gera grein fyrir hinum umdeildu sjónarmiðum.

Það var ekki fyrr en á mánudeginum eftir fundinn að eldingu sló niður. Þann 19. október birti stærsta dagblaðið í Svíþjóð, Aftonbladet, grein sem Jimmie Åkesson, flokksformaður Sverigedemokraterna skrifaði. Aldrei fyrr hafði þessi litli innflytjendafjandsamlegi flokkur fengið jafn mikla athygli.

Tilvitnunin í fyrirsögn var gríðarlega ögrandi: „Alvarlegasta ógnin erlendis frá stafar af múslímum.“ Umfjöllunin í blaðagreininni hrinti af stað víðtækri umræðum um hana. Allir fjölmiðlar gerðu athugasemdir við greinina.

„Aftonbladsáhrifin“

Tölurnar úr skoðanakönnunum hækkuðu og um jólin voru nánast flestir Svíar á því að Sænski lýðræðisflokkurinn, Sverigesdemokraterna, myndu koma fulltrúa á þing í kosningunum í september 2010. Árangri flokksins þótti best lýst með orðinu Aftonbladsáhrifin. Fyrr um haustið höfðu kosningaauglýsingar flokksins vakið deilur í sænskum fjölmiðlum.

Sjónvarpsstöðin TV4, sem er í eigu Bonnierveldisins tilkynnti að hún stefndi að því að selja auglýsingar fyrir margar milljónir.
„Það er ánægjulegt ef flokkarnir snúa sér til okkar“, sagði talsmaður stöðvarinnar Gunnar Gidefeldt.

Ritstjóri Aftonbladets, Jan Helin, ákvað aftur á móti að hætta að birta auglýsingar Sænska lýðræðisflokksins, Sverigedemokraterna.

„Ég vil ekki taka þátt í þaulskipulagðri kosningabaráttu Sænska lýðræðisflokksins og leggja mitt af mörkum við að flokknum takist að hrista af sér stimpil sem fjandsamlegur öfgaflokkur með því að birta auglýsingar þeirra.“ Með þeim orðum færði Jan Helin rök fyrir afstöðu sinni. En eins og hann síðar skrifaði á bloggi sínu, var tækifæri hans til áhrifa álíka mikið og „snjóbolti í helvíti“.

Margir sem tóku þátt í umræðunni héldu því fram að ákveðin hætta væri á að flokkurinn yrði gerður að píslarvotti og um leið myndi velvild í garð flokksins aukast.

En Aftonblade valdi sem sagt að hætta að birta auglýsingar flokksins með myndum af sumarengjum og smábæjarstemningu. En blaðið krafðist þess hins vegar að Jimmie Åkesson svaraði spurningunni um hversvegna flokkurinn teldi að Svíþjóð stafaði ógn af íslam.

Svarið barst í formi greinar sem einnig var birt í blaðinu. Grundvallargildi flokksins voru skýr og greinileg.

Að flokkurinn hélt landsfund sinn á Skáni þetta árið var skiljanlegt, Sverigedemokraterna hafa alltaf notið mestra vinsælda á Skáni. Þar er flokkurinn þegar virkur í mörgum sveitarfélögum. Í Landskrónu var hann meira að segja þriðji stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, náði 12 kjörnum fulltrúum.

Landskróna stendur í skugga Kaupmannahafnar, Málmeyjar og Helsingjaborgar. Einu sinni var borgin velstæð hafnarborg með stórri skipasmíðastöð. En svo skall á kreppa og 1983 var Eyrarsundsskipasmíðastöðinni lokað.

Landskróna hefur ekki náð sér á strik síðan, atvinnuleysið hefur búið um sig og er nú hvergi meira á Skáni. Fjöldi ungmenna hefur neyðst til þess að yfirgefa borgina til að leita sér að vinnu í stóru borgunum í grenndinni. Í stað þeirra hafa sænskir nýbúar flutt til borgarinnar og spennan á milli eldri íbúa og nýju innflytjendanna aukist.

Dauðsfall í Landskrónu

Hámarkinu var náð í lok mars sl. á bifreiðastæði fyrir utan matvælaverslun. Eldri hjón óku þangað til þess að versla, ökumaðurinn, 71 árs að aldri átti í erfiðleikum með að beygja inn á bílastæði vegna þess að það var annar bíll fyrir honum. Sá 71 árs þeytti bílflautuna, og þegar hann hafði lagt bílnum upphófst orðaskak á milli hans og 23 ára ökumans hins bílsins.

Mennirnir fóru að fljúgast á. Eiginkona eldri mannsins, 78 ára að aldri, flýtti sér út úr bifreiðinni til þess að bjarga manni sínum, en hún hlaut einnig högg og féll niður á jörðina og lést því miður af fallinu. Eldri konan var af sænskum uppruna. Sá 23 ára var innflytjandi.

Fyrst var afbrotið tilkynnt sem morð og það vakti gríðarlega athygli. Smám saman breyttust yfirskriftirnar, manndráp af gáleysi og það kom í ljós að konan hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða, var með æðagúlpa í heilanum sem gerðu hana sérstaklega viðkvæma fyrir höfuðhnjaski.

Dagana eftir dauðsfallið óttuðust margir að í kjölfarið myndu átök blossa upp í Landskrónu. Ábyrgir stjórnmálamenn hvöttu til rósemi og lögreglan kallaði út auka liðstyrk.

Ríkisfjölmiðlarnir skrifuðu langar greinargerðir um óvildina í Landskrónu og flykktust til borgarinnar í þeirri von að geta sent út fréttir um fyrstu innflytjendaóspektirnar í Svíþjóð.

Innflytjendafjandsamlegi öfgaflokkurinn Lýðræðislegi þjóðernisflokkurinn, Nationaldemokraterna ætluðu að efna til mótmæla. Óháðir hópar tilkynntu að þeir myndu bregðast við mótmælaaðgerðunum. En það varð ekkert úr aðgerðunum og myndirnar sem fjölmiðlar sendu út voru aðeins af stökum vandræðagemlingum úti á torgi.

Umræðurnar sem nokkrum mánuðum fyrr höfðu verið svo ákafar hljóðnuðu. Íbúar Landskrónu lögðu blóm á dánarstaðinn og leituðu athvarfs hver hjá öðrum. Þegar ákafinn óx og hætta var á að átök brytust út tóku íbúarnir höndum saman. Þá var ekki lengur um „þá“ eða „okkur“  að ræða heldur snerist allt um okkur „íbúa Landskrónu“.

Ef til vill var það greinin í Aftonbladet sem vakti fólk til umhugsunar. Sænski lýðræðisflokkurinn, Sverigedemokrarerna, hafði lagt hart að sér við að hreinsa orðspor sitt, farið í jakkafötin og rekið alla fyrrum glæpamenn og nasista úr flokknum. Flokkurinn hafði gert tilraun til þess að höfða sérstaklega til fjölskyldna og eldri borgara.

Eitt af baráttumálum flokksins er að embætti umboðsmanns eldri borgara verði komið á laggirnar í hverju sveitarfélagi.

En í greininni rann kvað við annan tón: „Múslímar eru stærsta ógn okkar, og sem félagi í Sverigedemokraterna tel ég að okkur hafi ekki staðið meiri ógn af neinu erlendis frá eftir síðari heimsstyrjöldina, og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að breyta þeirri þróun í aðdraganda kosninganna“.

Þrátt fyrir allt sem flokkurinn hefur lagt á sig til þess að byggja upp ímynd sem abyrgur stjórnmálaflokkur, virðast Svíar eftir birtingu greinarinnar fyrst og fremst tengja flokkinn við óttann við íslam.

Afstaðan gagnvart innflytjendum batnar

Í lok maí kynnti SOM rannsóknastofnunin við Gautaborgarháskóla skýrslu. Rannsóknastofnunin fylgist með viðhorfum Svía með reglubundnum mælingum og nýtur mikils trausts. Höfundur skýrslunnar er Marie Demeker, prófessor í þjóðhagfræði.

Í skýrslunni kemur fram að Svíar eru smám saman að verða mun jákvæðari í garð innflytjenda. Þrátt fyrir tilraun Sænska lýðræðisflokksins, Sverigedemokraterna, hafa Svíar aldrei verið jafn hliðhollir innflytjendum og um þessar mundir.

Í grein í dagblaðinu Dagens Nyheter skrifar Marie Demeker að viðhorf til flóttamanna séu einnig að verða jákvæðari. Einkum eru það íbúar stórborganna sem eru jákvæðir í garð innflytjenda. Þrátt fyrir að langsamlega flestir innflytjendur setjist einmitt að í og í kringum stórborgirnar Stokkhólm, Gautaborg og Málmey.

Konur og yngra fólk eiga auðveldara með að viðurkenna innflytjendur. Þeir íhaldssamari efast einna helst en grænir umhverfissinnar eiga auðveldast með að viðurkenna innflytjendur. Stuðningsmenn Þjóðarflokksins eru ekki jafn umburðarlyndir gagnvart trúarlegum athöfnum nú og þeir voru þegar mælingar hófust fyrir sautján árum síðan.

Rannsóknin verður kynnt í heild í júní undir fyrirsögninni „Norrænt ljós“ ”Nordiskt ljus” (ritst. Weibull & Holmberg).

Svíum sem telja að of margir innflytjendur búi í landinu fer fækkandi. Oft er umburðarlyndið meira ef fólk er sjálft ekki í beinni snertingu við innflytjendurna. Þess vegna vekur það athygli að viðhorf til þess að fá innflytjanda í eigin fjölskyldu hefur einnig orðið jákvæðara.

Haustið 2009, einmitt þegar greinin var birt, voru aðein tólf prósent sem sögðust mótfallnir því að einhver úr fjölskyldu þeirra giftist innflytjenda frá öðrum heimshlutum.

Það er greinilegt að breytingarnar á viðhorfinu, samfélagslegu sem og í einkalífi verða jákvæðari í takt. Afstaða gagnvart því að veita fleiri flóttamönnum hæli í Svíþjóð verður einnig jákvæðari. Það er aðeins Sænski lýðræðisflokkurinn, Sverigedemokraterna, sem hefur greinilega andúð á innflytjendum og flóttamönnum. Flokkur sem aldrei hefur komist nálægt því að ná inn fulltrúum á sænska þjóðþingið.

Það dregur einnig heldur úr líkunum á því að þeir nái inn fulltrúa á þing í aðdraganda kosninga, vorið 2010. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana minnkar fylgi flokksins og það nálgast nú að vera tvö prósent. Til þess að koma fulltrúa á þjóðþingið eftir kosningarnar í september verður flokkurinn að fjórfalda fylgi sitt. Eins og ástandið er í dag ná þeir ekki manni á þing og þar með munu umræðurnar á milli fylkinganna fjara út.

Rauðgræna stjórnarandstaðan hefur verið algerlega mótfallinn öllu samstarfi við Sverigesdemokraterna en borgaraflokkarnir í stjórnarsamstarfinu hafa leitt spurninguna hjá sér. Fjölmiðlar hafa hætt allri umfjöllun um flokkinn og í lok maí féll einnig dómur í héraðsdómi Landskrónu.

Hinn 23 ára innflytjandi var dæmdur til fangelsisvistar í eitt ár og tíu mánuði og innflytjendur í Landskrónu tóku dómnum án nokkurra mótmæla.

Höfundurinn ber sjálfur ábyrgð á innihaldi greinarinnar

Annika Persson says:
03/06 2010 22:31

Så det är okej för en 23 årig man att attackera och slå en 71-årig man och 78-årig kvinna? Oavsett nationell bakgrund? Det är sådana här dumma resonemang som ökar invandringsfientligheten. Lagen skall vara densamma oavsett bakgrund men den är tyvärr inte det nu.

Commenting has been disabled.

Tengiliður

Michael Funch
Netfang:

Leit í Analys Norden