Tungumálanámskeið í Finnlandi

Upplýsingar um það hvar hægt er að læra finnsku og önnur norðurlandamál í Finnlandi.

Finnskukennsla í Finnlandi

Byrjenda- og framhaldsnámskeið í finnsku eru í boði um allt landið, til dæmis í símenntastofnunum sem finnast í nær hverju sveitarfélagi. Kennslan fer að jafnaði fram á finnsku, sænsku eða ensku. Í sumum sveitarfélögum standa innflytjendum tungumálanámskeið til boða án endurgjalds.

Lista yfir allar símenntastofnanir Finnlands má nálgast á heimasíðu Sambands finnskra símenntastofnana.

Símenntastofnanir tíu stærstu sveitarfélaganna eru:

Finnskukennsla fer einnig fram í opnum háskólum í Helsinki, Oulu og Rovaniemi. Nánari upplýsingar á vefsvæði opnu háskólanna í Finnlandi..

Ýmsir lýðháskólar víða um land bjóða einnig upp á tungumálanámskeið. Nánari upplýsingar um starfsemi lýðháskólanna hér.

CIMO (Center for International Mobility) stendur einnig fyrir finnskukennslu í Finnlandi, m.a. sumarnámskeiðum. CIMO stendur einnig fyrir námskeiðum og starfsnámi í háskólum erlendis fyrir erlenda finnskunema.

Kennsla í norðurlandamálum í Finnlandi

Sænskunámskeið eru í boði víða um landið í símenntastofnunum, opnum háskólum og lýðskólum. Kennslan fer oftast fram á finnsku.

Minna er um kennslu í dönsku, norsku og íslensku, en símenntastofnanir stærstu sveitarfélaganna, svo og opnir háskólar, tungumálamiðstöðvar háskóla, sumarmenntaskólar (aðeins upplýsingar á finnsku) og lýðskólar bjóða þó slík námskeið í einhverju mæli. Einnig stendur Norræna menningargáttin fyrir námskeiðum á höfuðborgarsvæðinu. Norræna félagið í Finnlandi, Pohjola-Norden, býður einnig upp á námskeið í norðurlandamálum öðru hverju. Kennsla í dönsku, norsku og íslensku fer yfirleitt fram á sænsku eða finnsku.

Halló Norðurlönd

Gagnlegar upplýsingar (6)

Halló Norðurlönd, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, aðstoðar þá sem hyggjast flytja til annars norræns lands til að stunda vinnu eða nám.


Vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi

Á þessari síðu eru upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa sem slíkir í Noregi.

Að sækja um starf í Noregi

Hér má finna upplýsingar um það að sækja um starf í Noregi og hvar finna má auglýsingar um lausar ...

Þjóðskrá í Danmörku

Eftirfarandi eru upplýsingar um hvenær einstaklingur á rétt á að skrá sig í þjóðskrá í Danmörku.

Aðgangur að háskólamenntun í Danmörku

Að neðan eru upplýsingar um aðgang að háskólamenntun í Danmörku.

Almannatryggingar þegar flutt er til eða ...

Hér má lesa um reglur um almannatryggingar þegar flutt er til eða frá Svíþjóð.

Barnagæsla í Svíþjóð

Í Svíþjóð er fjöldi ólíkra möguleika á barnagæslu fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Foreldrar ...

Hafa samband

Hafa samband við Halló Norðurlönd

Hægt er að nota rafrænt eyðublað Halló Norðurlanda til að senda spurningar um að flutning, vinnu eða nám á Norðurlöndum.