Framhaldsskólanám í Finnlandi

Upplýsingar um nám í Finnlandi að loknum grunnskóla, þ.e. menntaskóla- og iðnskólanám.

Einstaklingur sem lokið hefur grunnskólaprófi eða öðru sambærilegu námi getur sótt um inngöngu í finnskan framhaldsskóla.

Sótt er um gegnum sameiginlegt umsóknarkerfi á vefsvæðinu Studyinfo.fi Nemendur sem lokið hafa grunnskóla eða sambærilegu námi í öðrum löndum en Finnlandi geta líka sótt um menntaskóla- eða iðnnám í Finnlandi.

Hægt er að sækja um námsstyrk vegna náms að loknum grunnskóla. Ríkisborgarar annarra Norðurlanda, sem koma til náms í Finnlandi, fá yfirleitt námsstyrk frá heimalandi sínu. Meðal annarra fríðinda sem nemendum standa til boða í finnskum menntaskólum eru heitar máltíðir þeim að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar um nám á mismunandi skólastigum í Finnlandi eru á vefsvæðinu Studyinfo.fi.

Menntaskólanám

Finnskir menntaskólar veita almenna bóklega menntun. Meðallengd námsins er þrjú ár og því lýkur alla jafna með stúdentsprófi. Menntaskólagengnir nemendur hafa rétt til áframhaldandi náms á háskólastigi, bóklegs eða verklegs..

Menntaskólar eru ýmist ríkis- eða einkareknir, en námið er ávallt án endurgjalds. Nemendur þurfa þó sjálfir að verða sér úti um námsefnið. Greiða þarf fyrir þátttöku í stökum námskeiðum í kvöldskóla, en nám sem stundað er í því skyni að ljúka stúdentsprófi er án endurgjalds.

Í finnskum menntaskólum er yfirleitt kennt á finnsku eða sænsku. Í stærri borgum eru einnig alþjóðlegir menntaskólar, þar sem stunda má nám á t.d. ensku, þýsku eða frönsku.

Sótt er um inngöngu í menntaskóla gegnum sameiginlegt umsóknakerfi á vefsvæðinu Studyinfo.fi.

Nánari upplýsingar um framhaldsskólanám eru einnig á vefsvæði Fræðsluráðs í Finnlandi.

Iðnnám

Iðnskólaprófi má ýmist ljúka með námi í verklegum greinum, með stöðuprófum og námsmati eða á námssamningi. Ungmenni sem hefja nám í iðnskóla strax að grunnskólanámi loknu stunda yfirleitt fullt nám í dagskóla. Fullorðnir geta stundað námið með vinnu og byggist það þá á færnimati.

Auk kennslu í verklegum greinum samanstendur námið af almennri bóklegri menntun, valfrjálsum námskeiðum og starfsþjálfun. Samhliða námi í verklegum greinum er hægt að stunda menntaskólanám eða gangast undir stúdentspróf.

Að iðnnámi loknu er hægt að sækja um nám á háskólastigi , ýmist iðnnám eða bóklegt nám.

Sótt er um iðnnám sem hefst að hausti á vorin, gegnum sameiginlegt umsóknakerfi á vefsvæðinu Studyinfo.fi. Á sumum iðnnámsbrautum er hægt að hefja nám í janúar. Slíkt nám er einnig sótt um á Studyinfo.fi, en umsóknartímar eru breytilegir eftir námsbrautum.

Iðnnám er hægt að stunda á finnsku eða sænsku. Ekki eru allar námsleiðir í boði á sænsku. Lítið framboð er af iðnnámi á ensku og yfirleitt er sótt um það beint til skólanna.

Nánari upplýsingar um iðnnám fyrir ungmenni og fullorðna eru einnig á heimasíðu Fræðsluráðsins í Finnlandi.

Halló Norðurlönd

Gagnlegar upplýsingar (6)

Halló Norðurlönd, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, aðstoðar þá sem hyggjast flytja til annars norræns lands til að stunda vinnu eða nám.


Vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi

Á þessari síðu eru upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa sem slíkir í Noregi.

Að sækja um starf í Noregi

Hér má finna upplýsingar um það að sækja um starf í Noregi og hvar finna má auglýsingar um lausar ...

Þjóðskrá í Danmörku

Eftirfarandi eru upplýsingar um hvenær einstaklingur á rétt á og er skyldugur til að skrá sig í ...

Aðgangur að háskólamenntun í Danmörku

Hér er að finna upplýsingar um aðgang að háskólamenntun í Danmörku.

Almannatryggingar þegar flutt er til eða ...

Hér er að finna upplýsingar um reglur varðandi almannatryggingar þegar flutt er til eða frá Svíþjóð.

Barnagæsla í Svíþjóð

Hér er að finna upplýsingar um gæslu barna á aldrinum eins til fimm ára í Svíþjóð.

Hafa samband

Hafa samband við Halló Norðurlönd

Hægt er að nota rafrænt eyðublað Halló Norðurlanda til að senda spurningar um að flutning, vinnu eða nám á Norðurlöndum.