Stúdentaíbúðir í Finnlandi

Upplýsingar um gerðir stúdentaíbúða í Finnlandi og þær stofnanir sem leigja út stúdentaíbúðir í mismunandi sveitarfélögum.

Allir sem stunda nám við framhaldsskóla, eða háskólanám á grunn- eða framhaldsstigi, hafa rétt á að sækja um stúdentaíbúð.

Í Finnlandi er einkum mikil eftirspurn eftir stúdentaíbúðum við upphaf haustannar. Í sumum sveitarfélögum er tilteknum fjölda íbúða, sem skólarnir leigja þá af stúdentaíbúðafélögunum, haldið sérstaklega fyrir skiptinema.

Í öllum háskólabæjum Finnlands, sem eru 21 talsins, starfa stúdentaíbúðafélög sem leigja út stúdentaíbúðir. Auk stúdentaíbúðafélaga á hverjum stað leigja fleiri stofnanir einnig út íbúðir til stúdenta. Úthlutunarviðmið mismunandi stofnana eru breytileg. Skólarnir veita upplýsingar um þau félög og stofnanir sem leigja út íbúðir á hverjum stað. Einnig hafa sumir skólar sína eigin stúdentagarða. Nemendur sem búa á stúdentagarði tiltekins skóla og hafa rétt á námsstyrk, fá lægri húsnæðisstyrk en þeir nemendur sem leigja á almennum markaði.

Stúdentaíbúðir í Finnlandi hf., SOA, eru hagsmuna- og samvinnusamtök stúdentaíbúðafélaga í öllu Finnlandi. Markmið samtakanna er að gæta almennra og sameiginlegra hagsmuna stúdentaíbúðafélaga svo að þau geti boðið stúdentum frambærilegar leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, auk ýmiss konar þjónustu fyrir íbúa. Á heimasíðu SOA hf. er mikið af gagnlegum upplýsingum um húsnæðisúrræði námsmanna.

Stúdentaíbúðir í mismunandi sveitarfélögum

Eftirfarandi stofnanir og samtök eru meðal þeirra sem sjá um að úthluta stúdentaíbúðum í mismunandi sveitarfélögum:

Háskólabæir

Önnur sveitarfélög

Ýmsar gerðir stúdentaíbúða

Stakt herbergi í íbúð

Leiga á stöku herbergi í íbúð sem deilt er með fleirum er talsvert ódýrari kostur en leiga á almennum markaði, sérstaklega í stærri borgum. Slíkar íbúðir eru yfirleitt leigðar út án húsgagna og baðherbergi og eldhúsi er oft deilt með nokkrum öðrum. Hægt er að fá herbergi með húsgögnum leigð til skemmri tíma, til dæmis fyrir skiptinema.

Smáíbúðir

Dýrari og vandfengnari gerð af íbúð er smáíbúð sem ætluð er einum námsmanni. Þar sem takmarkað framboð er af smáíbúðum þarf yfirleitt að bíða eftir þeim. Meira framboð af samskonar íbúðum er á almennum leigumarkaði, en þar er leigan oft hærri.

Hópíbúðir

Hægt er að leigja hópíbúð ásamt vinum, og fær hópurinn þá heila íbúð til sameiginlegra afnota. Í sumum þessara íbúða er sameiginleg vistarvera eða stofa, auk svefnherbergja og eldhúss.

Fjölskylduíbúðir

Í fjölskylduíbúðum eru yfirleitt 2-3 herbergi og eldhús/eldhúskrókur. Íbúðirnar eru ætlaðar sambýlisfólki, hjónum og barnafólki. Hægt er að sækja um fjölskylduíbúð ef annað sambýlisfólks eða hjóna stundar nám. Í nágrenni fjölskylduíbúða er oft ýmis þjónusta sem barnafólk getur nýtt sér, svo sem róluvellir og leikskólar.

Frekari upplýsingar um húsnæðisúrræði námsmanna í Finnlandi fást hjá stúdentaíbúðafélagi á þeim stað þar sem nám er stundað.

Húsnæðisstyrkir námsmanna

Námsmenn sem þiggja námsstyrk frá finnska ríkinu geta fengið húsnæðisbætur til viðbótar námsstyrknum. Húsnæðisbætur eru greiddar þá mánuði ársins sem viðkomandi stundar nám, hvort sem um er að ræða leigu-, búseturéttar- eða hlutaeignarhúsnæði. Almenn viðmið við úthlutun húsnæðisstyrks eru hin sömu og við úthlutun námsstyrks í Finnlandi almennt.

Námsmaður heyrir undir almennt húsnæðisstyrkjakerfi Kela í þeim tilvikum sem viðkomandi á ekki rétt á námsstyrk vegna ófullnægjandi námsframvindu, er ófær til vinnu, námsstyrkstímabili er lokið eða þegar viðkomandi nýtur annarra réttinda sem koma í veg fyrir réttindi til námsstyrks, eða t.d. í þeim tilfellum sem námsmaður býr með barni sínu eða maka síns. Erlendur námsmaður getur fengið almennan húsnæðisstyrk ef hann heyrir undir finnska almannatryggingakerfið.

Frekari upplýsingar um finnska námsstyrkinn má finna hér.

Halló Norðurlönd

Gagnlegar upplýsingar (6)

Halló Norðurlönd, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, aðstoðar þá sem hyggjast flytja til annars norræns lands til að stunda vinnu eða nám.


Vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi

Á þessari síðu eru upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa sem slíkir í Noregi.

Að sækja um starf í Noregi

Hér má finna upplýsingar um það að sækja um starf í Noregi og hvar finna má auglýsingar um lausar ...

Þjóðskrá í Danmörku

Eftirfarandi eru upplýsingar um hvenær einstaklingur á rétt á og er skyldugur til að skrá sig í ...

Aðgangur að háskólamenntun í Danmörku

Að neðan eru upplýsingar um aðgang að háskólamenntun í Danmörku.

Almannatryggingar þegar flutt er til eða ...

Hér má lesa um reglur um almannatryggingar þegar flutt er til eða frá Svíþjóð.

Barnagæsla í Svíþjóð

Í Svíþjóð er fjöldi ólíkra möguleika á barnagæslu fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Foreldrar ...

Hafa samband

Hafa samband við Halló Norðurlönd

Hægt er að nota rafrænt eyðublað Halló Norðurlanda til að senda spurningar um að flutning, vinnu eða nám á Norðurlöndum.