Veikindi á námstíma í Finnlandi

Upplýsingar um heilsugæslu námsmanna og sjúkradagpeninga fyrir þiggjendur námsstyrks í Finnlandi. Einnig er sagt frá fyrirkomulagi framfærslu á veikindatíma í tilfelli námsmanna á námsstyrk frá öðrum löndum.

Heilsugæsla fyrir námsmenn í Finnlandi

Nemendur við finnskar menntastofnanir eiga rétt á þjónustu heilsugæslu sem ætluð er námsmönnum, í boði þess sveitarfélags sem nám er stundað í, eða annars aðila með umboði sveitarfélagsins, óháð búsetusveitarfélagi. Undir heilsugæslu námsmanna heyra almenn heilsugæsla, hjúkrun og tannlækningar. Áhersla er lögð á fyrirbyggjandi starfsemi.

Þjónusta hjúkrunarfræðings, sálfræðings og félagsráðgjafa er yfirleitt án endurgjalds. Fyrir læknisþjónustu er yfirleitt innheimt gjald, sem getur ýmist verið árgjald eða innheimt fyrir einstakt skipti. Læknisþjónusta er ókeypis fyrir yngri en 18 ára.

Heilsugæslumiðstöð hvers sveitarfélags fyrir sig ber ábyrgð á heilsugæslu fyrir nemendur grunnskóla, menntaskóla, iðnskóla og iðnháskóla.

Ríkisstofnunin Ylioppilaiden terveydenhoitosäätiö (YTHS) eða Heilsugæsla stúdenta ber ábyrgð á heilsugæslu nemenda við háskóla, æðri rannsóknarstofnanir og listaháskóla.

Doktorsnemar eiga ekki rétt á þjónustu stúdentaheilsugæslunnar.

Sjúkradagpeningar

Námsmenn á finnskum námsstyrk

Námsmönnum með fasta búsetu í Finnlandi er tryggð framfærsla meðan á langvarandi veikindum stendur með sjúkradagpeningum á grundvelli búsetu. Sjúkradagpeningar á grundvelli búsetu eru greiddir nemendum í fullu námi á aldrinum 16-67 ára, veikist viðkomandi á námstíma og geti ekki haldið námi sínu áfram sökum veikindanna.

Ólíkt því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum heyra sjúkratryggingar námsmanna í Finnlandi undir reglugerðir á velferðarsviði, ekki reglugerðir um menntamál. Sem stendur felst eina framfærsluöryggi námsmanns sem þiggur námsstyrk frá Finnlandi, en stundar nám í öðru Norðurlandi, í tekjutengdum sjúkradagpeningum, sem veittir eru í samræmi við atvinnusögu í viðkomandi landi. Nánari upplýsingar hjá Finnsku almannatryggingastofnuninni, Kela, og velferðaryfirvöldum þess lands þar sem nám er stundað.

Ekki borgar sig að sækja um sjúkradagpeninga nema veikindi vari að lágmarki tvo mánuði. Vari veikindi skemur en það skal nemandi vera áfram innan námsstyrkjakerfisins.

Ákveði Almannatryggingastofnun að greiða sjúkradagpeninga stöðvast námsstyrkur viðkomandi sjálfkrafa á meðan. Því þarf nemandi ekki sjálfur að biðja um að greiðsla námsstyrks verði stöðvuð áður en sótt er um sjúkradagpeninga.

Upphæð sjúkradagpeninga sem greiddir eru námsmönnum ákvarðast ýmist af atvinnutekjum eða upphæð námsstyrksins. Hafi nemandi fengið námsstyrk síðustu fjóra mánuðina fyrir veikindi (einn mánuður er nóg) er upphæð sjúkradagpeninga alltaf að minnsta kosti jafnhá námsstyrknum. Vari veikindi lengur en 55 daga samfleytt hækka dagpeningarnir um að minnsta kosti 22,04 evrur á dag. Hafi nemandi ekki fengið námsstyrk áður en hann veiktist, sé hann mjög tekjulágur eða jafnvel tekjulaus með öllu, getur hann aðeins fengið sjúkradagpeninga greidda að loknum 55 daga biðtíma.

Auk sjúkradagpeninga er hægt að fá almennan húsnæðisstyrk meðan á veikindum stendur.

Hægt er að sækja rafrænt um sjúkradagpeninga og almennan húsnæðisstyrk á heimasíðu Almannatryggingastofnunar.

Þar má einnig nálgast leiðbeiningar um veikindafrí námsmanna (aðeins á finnsku).

Námsmenn innan námsstyrkjakerfa annarra Norðurlanda

Námsmenn í Finnlandi sem eiga rétt á námstengdum framfærslustyrk frá öðru Norðurlandaríki fá yfirleitt einnig styrk þaðan meðan á veikindum stendur.

Halló Norðurlönd

Gagnlegar upplýsingar (6)

Halló Norðurlönd, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, aðstoðar þá sem hyggjast flytja til annars norræns lands til að stunda vinnu eða nám.


Vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi

Á þessari síðu eru upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa sem slíkir í Noregi.

Að sækja um starf í Noregi

Hér má finna upplýsingar um það að sækja um starf í Noregi og hvar finna má auglýsingar um lausar ...

Þjóðskrá í Danmörku

Eftirfarandi eru upplýsingar um hvenær einstaklingur á rétt á og er skyldugur til að skrá sig í ...

Aðgangur að háskólamenntun í Danmörku

Að neðan eru upplýsingar um aðgang að háskólamenntun í Danmörku.

Almannatryggingar þegar flutt er til eða ...

Hér má lesa um reglur um almannatryggingar þegar flutt er til eða frá Svíþjóð.

Barnagæsla í Svíþjóð

Í Svíþjóð er fjöldi ólíkra möguleika á barnagæslu fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Foreldrar ...

Hafa samband

Hafa samband við Halló Norðurlönd

Hægt er að nota rafrænt eyðublað Halló Norðurlanda til að senda spurningar um að flutning, vinnu eða nám á Norðurlöndum.