Fagleg viðurkenning erlendra prófgráða í Finnlandi

Hér er sagt frá því hvenær þarf að óska eftir sérstökum úrskurði til að fá nám frá öðru landi viðurkennt í Finnlandi eða til að öðlast þar starfsréttindi, og frá þeim stofnunum sem taka slíkar ákvarðanir. Einnig er sagt frá leiðum til að fá nám, sem lokið hefur verið í Finnlandi, viðurkennt í öðrum löndum.

Þegar fólk kemur til Finnlands til að stunda þar vinnu getur vinnuveitandi í flestum tilvikum metið hæfni út frá erlendri prófgráðu, en þó þarf faglega viðurkenningu til að mega sinna tilteknum starfsgreinum. Með faglegri viðurkenningu er átt við úrskurð viðeigandi yfirvalda um þá hæfni sem erlend gráða veitir á finnskum vinnumarkaði.

Löggiltar starfsstéttir í Finnlandi

Með löggiltri starfsstétt er átt við að um starfsemina gilda lögbundnar hæfniskröfur, sem kveða á um tiltekið nám eða námsgráðu. Til löggiltra starfsstétta teljast stöður á vegum hins opinbera, svo og starfsgreinar sem sérstök starfsréttindi þarf til að mega stunda. Ákvarðanir um leyfisveitingar vegna löggiltra starfa eru teknar af yfirvaldi innan viðkomandi geira. Til dæmis tekur Valvira, leyfis- og eftirlitsskrifstofa velferðar- og heilbrigðissviðs í Finnlandi, ákvarðanir vegna starfa innan heilbrigðisgeirans.

Upplýsingar um allar löggiltar starfsstéttir í Finnlandi og þau yfirvöld sem úrskurða um starfsréttindi er að finna á heimasíðu Fræðsluráðs.

Viðurkenning á finnskum prófgráðum erlendis

Það er alþjóðlegt verklag við viðurkenningu prófgráða, að sú stofnun sem tekur á móti námsfólki sér um að meta prófgráðu erlendis frá og þá hæfni sem hún veitir. Yfirvöld í upprunalandi geta engin bein áhrif haft á ákvarðanatökur erlendra yfirvalda í þessum efnum. Þó að vissar almennar reglur finnist í tilskipunum Evrópusambandsins eða alþjóðasamningum heldur hvert land fyrir sig ákvörðunarrétti um framkvæmd reglnanna og hvernig þeim skuli beitt í einstökum tilvikum.

Í Finnlandi er Fræðsluráð tengiliður vegna viðurkenninga á prófgráðum samkvæmt reglugerðum EB. Hlutverk Fræðsluráðs í því sambandi er að veita upplýsingar um prófgráður og hæfniskröfur, svo og um viðurkenningarferli prófgráða í Finnlandi og öðrum aðildarríkjum.

Fræðsluráð veitir ráðgjöf, eftir þörfum, þeim sem hafa lokið námi í Finnlandi og vilja fá það viðurkennt í öðru aðildarlandi.

Við atvinnuleit í öðrum löndum borgar sig að spyrjast fyrir um það hjá viðkomandi yfirvöldum hvernig viðurkenningarferli náms er háttað þar og hvaða fylgiskjala er krafist.

Þegar sótt er um viðurkenningu á námi í öðru landi má nýta skjöl Evrópska starfsmenntavegabréfsins, sérstaklega þau viðhengi prófskírteina sem ætluð eru til alþjóðlegrar notkunar. Einnig má óska eftir vitnisburði um finnskt nám frá Fræðsluráði. Fræðsluráð veitir, gegn gjaldi, faglegan vitnisburð til alþjóðlegrar notkunar um nám frá Finnlandi. Slíkur vitnisburður er veittur um nám sem hefur verið lokið og sem fellur undir opinbert námsskipulag Finnlands.

Sjá einnig:

Halló Norðurlönd

Gagnlegar upplýsingar (6)

Halló Norðurlönd, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, aðstoðar þá sem hyggjast flytja til annars norræns lands til að stunda vinnu eða nám.


Vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi

Á þessari síðu eru upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa sem slíkir í Noregi.

Að sækja um starf í Noregi

Hér má finna upplýsingar um það að sækja um starf í Noregi og hvar finna má auglýsingar um lausar ...

Þjóðskrá í Danmörku

Eftirfarandi eru upplýsingar um hvenær einstaklingur á rétt á og er skyldugur til að skrá sig í ...

Aðgangur að háskólamenntun í Danmörku

Að neðan eru upplýsingar um aðgang að háskólamenntun í Danmörku.

Almannatryggingar þegar flutt er til eða ...

Hér má lesa um reglur um almannatryggingar þegar flutt er til eða frá Svíþjóð.

Barnagæsla í Svíþjóð

Í Svíþjóð er fjöldi ólíkra möguleika á barnagæslu fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Foreldrar ...

Hafa samband

Hafa samband við Halló Norðurlönd

Hægt er að nota rafrænt eyðublað Halló Norðurlanda til að senda spurningar um að flutning, vinnu eða nám á Norðurlöndum.