Ríkisborgararéttur í Svíþjóð

Hér eru upplýsingar um reglur sem gilda fyrir þá sem vilja verða sænskir ríkisborgarar og um sænskar reglur um tvöfalt ríkisfang.

Hjá Útlendingastofnun fást upplýsingar um hvaðsænskur ríkisborgararéttur felur í sér ásamt upplýsingum um kosti og galla við tvöfalt ríkisfang.

Ríkisfang við fæðingu

Ríkisfang barns við fæðingu ákvarðast af ríkisfangi foreldra. Hægt er að lesa lög um sænskan ríkisborgararétt á vefsetri sænska þingsins (Riksdag). Á vefsetri Notsium eru eldri lög um sænskan ríkisborgararétt.

Börn sem fædd eru eftir 1. apríl 2015 verða sjálfkrafa sænskir ríkisborgarar óháð því hvar þau fæðast ef annað foreldrið er sænskur ríkisborgari.

Börn sem fædd eru fyrir 1. apríl 2015 í öðru landi en Svíþjóð og sem eiga sænskan föður og erlenda móður sem ekki eru gift verða ekki sjálfkrafa sænskir ríkisborgarar. Til þess að barnið verði sænskur ríkisborgari þarf faðir þess að skila inn yfirlýsingu um sænskan ríkisborgararétt fyrir barnið..

Svona er séð til þess að barn fái ríkisborgararétt í öðru norrænu ríki

Ef barnið á að vera ríkisborgari í öðru norrænu ríki skal hafa samband við sendiráð viðkomandi lands í Svíþjóð og veitir það nánari upplýsingar og gefur út vegabréf þess lands fyrir barnið. Hafa skal meðferðis fæðingarvottorð og hjónavígsluvottorð eða önnur gögn um foreldrana ef foreldrar eru ekki giftir.

Nánari upplýsingar um reglur um ríkisborgararétt í einstökum norrænum ríkjum Danmörk, Finnland, Ísland og Noregur.

Nánari upplýsingar um reglur um ríkisborgararrétt við fæðingu á vefsíðu Útlendingaeftirlitsins.

Tvöfalt ríkisfang

Svíþjóð leyfir tvöfalt ríkisfang eins og Danmörk, Finnland og Ísland. Í Noregi gilda strangari reglur um tvöfalt ríkisfang.

Einstaklingur sem er sænskur ríkisborgari og fær ríkisborgararétt í Danmörku, Finnlandi eða á Íslandi, getur því haldið sænska ríkisborgararéttinum. Fái hann hins vegar ríkisborgararétt í Noregi missir hann sænska ríkisborgararéttinn þar sem þessi ríki leyfa ekki tvöfalt ríkisfang.

Öll norrænu ríkin leyfa hins vegar tímabundið að barn fái tvöfalt ríkisfang við fæðingu. Norrænu ríkin hafa þó þá reglu að barnið missir sjálfkrafa ríkisborgararéttinn hafi það ekki búið í landinu fyrir 22 ára aldur. Nánari upplýsingar um þetta fyrir Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð.

Norrænn ríkisborgari sem sækir um sænskt ríkisfang

Ef einstaklingur er ríkisborgari í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða á Íslandi getur hann sótt um að verða sænskur ríkisborgari hjá Lénsstjórninni.

Sem ríkisborgari í norrænu ríki getur einstaklingur orðið sænskur ríkisborgari á tvo mismunandi vegu: með yfirlýsingu (tilkynningu) eða með veitingu ríkisborgararéttar (umsókn).

Ríkisborgari með yfirlýsingu

Norrænir ríkisborgarar, geta undir vissum kringumstæðum orðið sænskir ríkisborgarar með því að gefa yfirlýsingu til ríkisins. Þeir sem gefa út yfirlýsingu um sænskan ríkisborgararétt verða sænskir ríkisborgararétt um leið og þeir skrifa undir, ef þeir uppfylla kröfurnar. Lénsyfirvöld (Länsstyrelsen) senda staðfestingu á sænskum ríkisborgararétti heim til viðkomandi.

Til þess að fá sænskt ríkisfang með yfirlýsingu verður einstaklingur að:

  • vera orðinn 18 ára
  • vera búsettur í Svíþjóð og hafa verið það í fimm ár
  • ekki hafa veið dæmdur í fangelsi eða til annarar refsivistar undanfarin fimm ár
  • ekki hafa orðið danskur, finnskur, íslenskur eða norskur ríkisborgari með umsókn (veitingu ríkisborgararéttar).

Nánari upplýsingar eru á vefsetri Útlendingarstofnunar þar sem einnig er umsóknareyðublað og upplýsingar um kostnað.

Veiting ríkisborgararréttar

Ef einstaklingur uppfyllir ekki skilyrðin um að gefa yfirlýsingu um sænskan ríkisborgararétt, getur hann sem norræn ríkisborgari sótt um sænskan ríkisborgararétt. Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði:

  • að geta styrkt sjálfsímyndina
  • að vera orðinn 18 ára
  • að hafa verið búsettur í Svíþjóð í tvö ár
  • að hafa hagað sér vel í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar eru á vefsetri Útlendingarstofnunar þar sem einnig er umsóknareyðublað og upplýsingar um kostnað. Þar eru einnig upplýsingar um hvernig sótt er um sænskan ríkisborgararétt á Netinu.

Þeir sem sækja um sænskt ríkisfang og eru ekki norrænir ríkisborgarar

Ef einstaklingur er ríkisborgari í landi utan Norðurlanda getur hann sótt um að verða sænskur ríkisborgari hjá Útlendingastofnun. Upplýsingar um skilyrði fyrir því að verða sænskur ríkisborgari eru á vefsíðum Útlendingastofnunar.

Annað

Herskylda hefur verið afnumin í Svíþjóð. Það þýðir að þeir sem ganga í herinn gera það af fúsum og frjálsum vilja. Einstaklingur fær því ekki herkvaðningu vegna þess að hann er sænskur ríkisborgari.

Sænskum ríkisborgararétti fylgir hins vegar réttur til að kjósa í þingkosningum og kosningum til Evrópuþingsins. Nánari upplýsingar um kosningarétt á vefsíðum Halló Norðurlanda.

Sænskur ríkisborgararéttur veitir einnig rétt til menntunarstyrkja samkvæmt gildandi reglum. Nánari upplýsingar þar að lútandi eru á vefsíðuCentrala Studienämnden.

Halló Norðurlönd

Gagnlegar upplýsingar (6)

Halló Norðurlönd, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, aðstoðar þá sem hyggjast flytja til annars norræns lands til að stunda vinnu eða nám.


Vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi

Á þessari síðu eru upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa sem slíkir í Noregi.

Að sækja um starf í Noregi

Hér má finna upplýsingar um það að sækja um starf í Noregi og hvar finna má auglýsingar um lausar ...

Þjóðskrá í Danmörku

Eftirfarandi eru upplýsingar um hvenær einstaklingur á rétt á að skrá sig í þjóðskrá í Danmörku.

Aðgangur að háskólamenntun í Danmörku

Að neðan eru upplýsingar um aðgang að háskólamenntun í Danmörku.

Almannatryggingar þeirra sem flytja til ...

Hér eru upplýsingar um reglur sem gilda um almannatryggingar, þegar flutt er til eða frá Svíþjóð.

Barnagæsla í Svíþjóð

Í Svíþjóð er fjöldi ólíkra möguleika á barnagæslu fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Foreldrar ...

Hafa samband

Hafa samband við Halló Norðurlönd

Hægt er að nota rafrænt eyðublað Halló Norðurlanda til að senda spurningar um að flutning, vinnu eða nám á Norðurlöndum.