Bifreið í Svíþjóð

Eftirfarandi reglur gilda fyrir þá sem hyggjast hafa með sér bifreið þegar þeir flytja til Svíþjóðar.

Meginreglan er sú að bifreið á að vera skráð í búsetulandi eiganda. Ef eigandi bifreiðarinnar flytur til í Svíþjóðar á bifreiðin að vera skráð þar.

Öll ökutæki sem flutt eru til Svíþjóðar og notuð þar, verður að upprunaskoða áður en þau eru skráð. Sótt er um upprunaskoðun á bifreiðum hjá bifreiðaeftirlitinu, Transportstyrelsen. Þegar upprunaskoðun hefur verið gerð og samþykkt, skal hafa samband við bifreiðaskoðunina til að fá skráningarskoðun.

Minnislisti vegna innflutnings á bifreið til Svíþjóðar

Bifreiðaeftirlitið hefur gefið út gátlista þar sem farið er yfir allt ferlið við innflutning á ökutæki. Þar eru útskýringar á því hvað gera skal og í hvaða röð, frá því að komið er með bifreið að sænsku landamærunum og þar til nýta má bifreiðina. Þar eru einnig upplýsingar um tolla,skatta, tryggingar, upprunaskoðun, skráningarskoðun og skráningarnúmer.

Hversu lengi mega þeir sem hafa tímabundna búsetu í Svíþjóð aka bifreið sem skráð er í öðru landi?

Ríkisborgari annars norræns ríkis sem hefur tímabundna búsetu í Svíþjóð, má að hámarki aka á erlendum númeraplötum í landinu í eitt ár.

Ferðamenn í Svíþjóð ættu að hafa samband við eigið tryggingafélag til að fá frekari upplýsingar.

Tollur og skattur

Bifreiðar frá Danmörku og Finnlandi

Innflutningur bifreiða frá Danmörku og Finnlandi er ekki tollskyldur, þar sem öll ríkin eiga aðild að ESB. En hafa skal samband við skattayfirvöld (Skatteverket), til að fá frekari upplýsingar um skatta og virðisaukaskatt.

Bifreiðar frá Íslandi og Noregi

Athugið að ef bifreið er flutt til Svíþjóðar frá Íslandi eða Noregi er hún tollskyld. Því þarf að hafa samband við tollstjóra.

Þeir sem flytja með sér bifreið frá Íslandi eða Noregi þegar þeir flytja til Svíþjóðar geta sóttt um undanþágu frá tollum. Undanþágan fer meðal annars eftir því hvort viðkomandi er innflytjandi, hvort hann er að flytja tilbaka til Svíþjóðar og hve lengi hann hefur átt bifreiðina.

Bifreiðatryggingar

Öll ökutæki eiga að vera ábyrgðartryggð. Frekari upplýsingar um ábyrgðartryggingu, hvenær tryggja skal og hvað gerist ef bifreið er ótryggð fást á vef bifreiðaeftirlitsins (Transportstyrelsen).

Umferðarreglur

Notkun bifreiðar sem skráð er í Svíþjóð í öðru norrænu ríki

Reglur ríkis sem flutt er til segja til um hve lengi má aka bifreið sem skráð er í Svíþjóð í viðkomandi landi.

Danmörk

Á eyðublaði skattayfirvalda (blanket 21059) er hægt að sækja um leyfi til að aka bifreið frá landamærum að dönsku lögheimili. Þeir sem aka bifreið sem er skráð í Svíþjóð í Danmörku án þessa leyfis geta átt von á sekt.

Hafa skal samband við skattayfirvöld og biðja um skráningardeild ökutækja (Centralregisteret for motorkøretøjer) til að fá frekari upplýsingar um reglur varðandi notkun ökutækja sem skráð eru erlendis í Danmörku.

Finnland

Ísland

Noregur

Halló Norðurlönd

Gagnlegar upplýsingar (6)

Halló Norðurlönd, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, aðstoðar þá sem hyggjast flytja til annars norræns lands til að stunda vinnu eða nám.


Vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi

Á þessari síðu eru upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa sem slíkir í Noregi.

Að sækja um starf í Noregi

Hér má finna upplýsingar um það að sækja um starf í Noregi og hvar finna má auglýsingar um lausar ...

Þjóðskrá í Danmörku

Eftirfarandi eru upplýsingar um hvenær einstaklingur á rétt á að skrá sig í þjóðskrá í Danmörku.

Aðgangur að háskólamenntun í Danmörku

Að neðan eru upplýsingar um aðgang að háskólamenntun í Danmörku.

Almannatryggingar þegar flutt er til eða ...

Hér má lesa um reglur um almannatryggingar þegar flutt er til eða frá Svíþjóð.

Barnagæsla í Svíþjóð

Í Svíþjóð er fjöldi ólíkra möguleika á barnagæslu fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Foreldrar ...

Hafa samband

Hafa samband við Halló Norðurlönd

Hægt er að nota rafrænt eyðublað Halló Norðurlanda til að senda spurningar um að flutning, vinnu eða nám á Norðurlöndum.